Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Mlðvikudaginn 9. mars 1983 — 9. tbl. TIMANS Olaf ur Jóhannesson utanríkisráðherra — sjötugur í dag er Ólafur Jóhannesson sjötugur. Fram- 'sóknarmenn um land allt senda Ólafi, eiginkonu hans Dóru Guðbjartsdóttur, og fjölskyldu þeirra hugheilar árnaðaróskir. Ólafur er Skagfirðingur, fæddur að Stórholti í Fljótum. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðbjarn- arson, bóndi og kennari og kona hans Kristrún Jónsdóttir. Ólafur varð stúdent frá Akureyri 1935 og lauk 1939 lögfræðiprófi frá Háskóla íslands með einni hæstu einkunn, sem veitt hefur verið. Árið 1947 var Ólafur skipaður prófesspr við lagadeild. Nýtur hann sérstaks álits og virðingar sem fræðimaður á sínu sviði. Ólafur hóf snemma afskipti af stjórnmálum og lét mikið að sér kveða. Hann var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík 1941 og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1944- '45. 1 miðstjórn flokksins hefur Ölafur setið frá 1946. Árið 1960 var Ólafur kjörinn varaformaður Framsóknarflokksins. Formaður flokksins var hann frá 1969 til 1979. Varaþingmaður Skagfirðinga varð Ólafur 1957 og þingmaður þeirra og síðan Norðurlands vestra 1959 til 1979, þegar hann var kjörinn þingmaður Reykvíkinga . Á Alþingi er Ólafur virtur mikils. Þegar hann talar er eftir því tekið. Ólafur Jóhannesson hefur setið í stjórn landsins nokkurn veginnsamfelltfrá 1971 og verið forsætis- ráðherra í tveimur ríkisstjórnum. Undanfarin ár hefur hann verið einn áhrifamesti stjórnmálamað- ur þessa lands og er enn. Ólafur er ákveðinn í skoðunum. Hann er kunnurfyrir góða dómgreind, heiðarleika og drengskap. Fyrir slíka eiginleika hefur hann áunnið sér traust og virðingu lands- manna langt út fyrir raðir sinna samherja. Um leið og við framsóknarmenn árnum Ólafi heilla þökkum við honum mikil og góð störf í þágu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar allrar. Steingrímur Hermannsson. í dag er Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, sjötugur. Fyrir áratug var hann forsætisráðherra °g þá frá 1971. Allan þennan tíma hefur Ólafur gengt ráðherrastörfum, ýmist sem dómsmálaráð- herra, viðskiptaráðherra, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Olafur er Fljótamaður að ætt og uppruna. Það er fagurt í Fljótunum en sveitin er harðbýl og hefur því mótað og fósfrað kjarkmikið fólk. Ólafur er svo þjóokunnur maður að ekki er ástæða til áð rekja æviferil hans nema í sem stystu máli. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1935 og lögfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1939. Ölafur var framúrskarandi námsmaður og lauk öllum skólaprófum með frábærum árangri. Um Ólaf Jóhannesson má segja, eins og Njálssaga segir um Njál á Bergþórshvoli: „Hann var lögmaður svá mikill að engi fanst hans jafningi, vitur var hann og forspár, heilráður og góðgjam ok varð allt að ráði þat er hann réð mönnum, hógvær og drenglyndur." Að loknu námi varð Olafur lögfræðingur og endurskoðandi Sambands íslenskra samvinnufé- laga og framkvæmdastjóri félagsmáladeildar SÍS og Iögfræðilegur ráðunautur þess og kaupfélag- anna. Hann lagði áherslu á sjálfstæði fræðslustarfs sambandsins og hlutverk samvinnuhreyfingarinn- ar sem slíkrar. Árið 1947 var Ólafur skipaður prófessor í lógfræði við Háskóla íslands. Hefst þá glæsilegur ferill hans sem prófessors og rithöfundar um lögfræðileg málefni. Kom þá þegar fram hve mikill starfsmaður hann er. Ég kynntist Ólafi sem nemandi í lögfræðideild háskólans. Leiðir okkar hafa því- legið meira og minna saman í 35 ár. Ólafur var vandvirkur og traustur kennari, heil- ráður og góðgjarn. Það var góður skóli að nema lögfræði hjá honum. Það væri langur lestur að rekja öll þau trúnaðar- störf sem sem Ólafur hefur gengt um dagana, bæði innanlands og utan, en þau veigamestu er for- mennska í Framsóknarflokknum um 10 ára skeið og ráðherrastörf í 12 ár, þar af forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum 1971-1974 og 1978-1979. Það féll í hlut Ólafs Jóhannessonar að stýra málefnum íslensku þjóðarinnar við vandasama meðferð stærsta hagsmunamáls landsmanna, þeg- ar fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur. Þá var stigið eitt stærsta og þýðingarmesta skrefið í landhelgismálinu og ef til vill tekin mesta áhættan. Ég fullyrði að Ólafur átti stærri hlut í meðferð og framgangi þess máls en flestir aðrir. Hann var ekki eingöngu ftirsætisráðherra heldur einnig dómsmálaráðherra. Það var sem sé og hans hlutverk að taka úrslitaákvarðanir um rekstur þorskastríðsins af okkar hálfu. Fórst honum það vel og viturlega úr hendi. Ólafur var svo dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar þegar efnahagslögsagan var færð út í 200 mílur og stýrði áfram rekstri síðasta þorskastríðsins. í báðum þessum ríkisstjórnum fór Einar Ág- ústsson með utanríkismál. Sem dómsmálaráðherra átti Ólafur frumkvæðið að merkum þingmálum um dómstóla og réttarfar. Þegar Ólafur var forsætisráðherra árið 1971 beitti hann sér fyrir stofnun Byggðasjóðs og Framkvæmdastofnunar ríkisins. Enginn vafi er á því að þessi ráðstófun átti drjúgan þátt í þeirri atvinnubyltingu sem varð hringinn í kringum landið á áttunda áratugnum. Verkin sýna þar merkin. Það urðu umskipti í flestum byggðar- lögum og framleiðslan margfaldaðist. Ef til vill bjargaði þessi ráðstöfum mörgum lífvænlegum byggðum víðsvegar um landið auk þess að skjóta fleiri og styrkari stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Það þarf ekki að rekja störf Ólafs að utanríkis- málum. Þar hefur hann staðið sem klettur í hafinu og lætur hvergi hrekja sig af leið. Hér eru aðeins tilfærð nokur dæmi um ráðherra- störf Ólafs Jóhannessonar. Að sjálfsögðu hefur oft staðið styrr um Ólaf Jóhannesson. Það vilja stundum nauða kaldir vindar um tindana. Enginn íslenskur stjórnmála- maður hefur orðið fyrir heiftúðugri árásum en einmitt Ólafur. Nálgaðist svo um hríð að um

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.