Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 3
mun það koma í Ijós að eftir stjórnina 1974-78 iiggur margt mjög góðra verka og okkur fram- sóknarmönnum tókst þá það sem við lögðum mesta áherslu á, við tryggðum byggðastefnunni öruggan framgang og þar með fulla atvinnu þeirra sem vildu vinna, en auðvitað kostaði þetta sínar fórnir - ekki síst fyrir þann, sem hafði forystuna, Ólaf Jóhannesson. Djarflegar ákvarðanir Ólafs Jóhannessonar á örlagastundum urðu til þess að hann var hafður að skotspæni. Rógsherferð var skipulögð á hendur honum. Óttalegri hugkvæmni var beitt til hins ýtrasta svo og nýtanlegum kjaftöskum og blaðakosti. Man ég vel þá snerru. Sumir héldu jafnvel að Ólafur Jóhannesson dræpi menn. Það þarf sterk bein til að komast út úr svona orustu óskemmdur. Einhvern tíma þegar öldur risu sem hæst varð mér að orði „Nú fór betur að Ólafur er vammlaus". Já sannarlega fór betur að Ólafur er vammlaus, strangheiðarlegri mann getur varla. Hér'er enginn draslari á ferð. Kosningar 1978 urðu okkur mótdrægar fram- sóknarmönnum. Ekki í Norðurlandi vestra sér- staklega, okkur gekk þolanlega, en flokkurinn hafði ekki byr. í mótlæti kemur maðurinn í Ijós - „þegar manninn reynir". Auðvitað varð það Ólafur Jóhannesson sem myndaði ríkisstjórn 1978. Nú var ekki vel búið í hendur á Ólafi. Alþýðuflokkurinn gekk úr vistinni og efnt var til kosninga. Oft hef ég dáðst að Ólafi enda hef ég margt séð til hans en aldrei meir en haustdagana 1979. Þá voru ráð hans betri en engin. Ólafur hefur það í nesti sínu úr Fljótunum að hann harðnar við hverja raun og því meiri vanda sem ber að höndum, því betri eru hans ráð. Þá daga bjó mér reyndar í hug nokkur eftirsjá. Ólafur hafði sagt Guttormi Óskarssyni formanni kjördæmissambandsins svo og okkur hinum að nú hygðist hann draga sig í hlé. Framsóknar- mönnum á Norðurlandi vestra þótti sannarlega skarð fyrir skildi. Spor Ólafs lágu þar hvar sem auga var litið - Siglufjörður, Fljótin, Hofsós, Skagafjörður vestan vatna, Sauðárkrókur, Skaga- strönd, Blönduós, Húnaþing, Hvammstangi. Allt var þetta öðruvísi og betra fyrir hann tilverknað - Miklu betra. Ólafur sagði sig frá þingmennsku fyrir norðan - þó fékk hann engan frið. Framsókn- armenn í Reykjavík þrábáðu hann að taka að sér forystu og eftir talsverða umþenkingu varð hann við þeirra bón. Það var vel ráðið og Framsóknar- flokknum mikill styrkur að Ólafur gerði bón þeirra. Ólafur Jóhannesson varð utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Það er okkur framsóknarmönnum ómetanlegur styrkur að Ólafur skuli ennþá vera með í Ieiknum. Ólafur hefur átt verkdrjúga ævi og meiriháttar cn aðrir samtímamenn hans. Hann hefur heldur ekki staðið einn. Dóra Guðbjartsdóttir kona hans hefur líka verið með í ráðum sem betur fer og það hygg ég að allir þeir mæli sem til þekkja, að Ólafur Jóhannesson sé vel giftur. Ólafur er sjötugur í dag. Ennþá er hann með í slagnum, að sjálfsögðu á hann eftir að marka mikilvæg spor af því. að hvar sem hann stígur niður þá sést að þar hefur verið maður á ferð. Það er okkur'öllum í þingflokknum mikilvægt að hafa hann með í för af því að þegar til kastanna kemur er hann alltaf okkar vitrastur og kjarkaðastur. Einu sinni þegar ég var í talsverðum vanda staddur ráðfærði ég mig sem oftar við Björn Islendingaþættir frænda minn á Löngumýri. „Þú skalt treysta Ólafi hann gerir kannske ekki allt fyrir þig, en hann rekur aldrei hnífinn í bakið á manni“. Þaðer mín reynsla líka og þakklætisverð. Þess vegna vona ég að okkar leiðir eigi eftir að liggja saman cnn um langan aldur. Ég þakka þér Ólafur fyrir það sem af er, fyrir mína hönd og annarra framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra. Páll Pétursson ■ í dag er Ólafur Jóhannesson sjötugur, fæddur 1. mars 1913 að Stórholti.í Fljótum. Þótt óþarfi sé að kynna þennan mann, einn af máttarstólpum íslensku þjóðarinnar, Iangar mig til á þessum tímamótum í ævi hans að rifja upp eitt og annað um uppruna hans og það úr lífsferll hans, sem mér er persónulega kunnugt. Foreldrar Ólafs Jóhannessonar voru þau Jó- hannes Friðbjörnsson bóndi og oddviti í Stórholti og Kristrún Jónsdóttir frá Illugastöðum í Fljótum. Jóhannes var fæddur að Finnastöðum Sölvadal, sonur Friðbjörns Benediktssonar bónda að Hvassafelli og konu hans Sigríðar Sveinsdóttur frá Bessahlöðum í Öxnadal. Jóhannes missti ungur föður sinn og eftir lát hans fluttist hann til móðurfrænda sinna í Öxnadal. Sagt er að þar hafi hann náð miklum þroska til sálar og líkama. hann gekk í Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan árið 1900. Það ár flytur hann í Fljótin, gerist þar kennari og varð ástsæll meðal nemenda sinna og foreldra þeirra og naut sonur hans þess síðar meir. Það sem einkenndi Jóhannes að mati þeirra er þekktu hann best varglæsilegframkoma hans, vit og viljafesta. Hann var kosinn til margvíslegra trúnaðarstarfa í sveit sinni og bjó lengst af á Lambanes-Reykjum í Fljótum. Jóhannes gegndi kennarastörfum í 22 ár síðustu 7 árin sem smábarnakennari. Eftir 2ja ára dvöl í Fljótum kvæntist Jóhannes Kristrúnu Jónsdóttur bóndadóttur frá Illugastöð- um í Fljótum Sigurðssonar. Móðir Kristrúnar var Guðfinna Gunnlaugsdóttir, Magnússonar bónda í Hofdölum. Kristrún var glæsilegur kvenkostur mikil skapfestukona, umhyggjusöm eiginkona og móðir, vitur og stjórnsöm. Fátt er betra en að eiga góða foreldra og það átti Ólafur Jóhannesson vissulega, hann naut góðs uppeldis og fræðslu í foreldrahúsum og að erfðum tók hann vitsmuni og viljafestu sem reyndust* honum síðar meir gott veganesti á vandrataðri leið valda-og mannaforráða. Bónda-og kennarasonurinn ungi frá Lambanes- Reykjum vandíst á að taka til hendinni og ganga að hverri þeirri vinnu sem til féll heima fyrir, og norður í Siglufjörð hélt hann þegar aldurinn leyfði í atvinnuleit sem og fjöldi annarra ungra manna til þess að afla sér fjár til framhaldsnáms. Ölafur hélt í Menntaskólann á Akureyri og stundaði þar nám með ágætum, lengst af skóladúx, og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1935. Um haustið hóf hann lögfræðinám og lauk því vorið 1939 með umtalsverðum glæsibrag. Hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga síðar á því ári, sem lögfræðingur og endurskoð- andi. Árið 1945-46stundaði Ólafur framhaldsnám í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Prófessor í lögum varð hann árið 1947 við Háskóla íslands. Á kennaraárum sínum í Háskólanum, ritaði hann bækur lögfræðilegs efnis, sem eru talin grundvall- arrit við kennslu í lögfræði og til úrlausnar á flóknum lögfræðilegum efnum. Þegar í Menntaskóla tók Ólafur Jóhannesson þátt í umræðum um þjóðfélagsmál og hann var ekki í neinum vafa hvert hugur hans stefndi í þeim efnum. Hann gerði málstað Frarasóknarflokksins að sínum og æ síðan hefur hann unnið fyrir þann flokk. Hann var formaður Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík 1941, formaður Framsóknar- félags Reykjavíkur 1944-5, tók sæti í miðstjórn flokksins 1946 og hefur setið þar síðan. Ólafur varð varaformaður Framsóknarflokksins 1960, og formaður frá því í febrúar 1968 til 1979, að Steingrímur Hermannsson tók við formennsku flokksins. Árið 1957 tók Ólafur sæti á Alþingi, fyrst sem varaþingmaður Skagfirðinga, en varð fyrsti þingmaður þeirra 1959 (sumarþing). Eftir að einmenningskjördæmin voru lögð niður varð hann fyrsti þingmaður Norðurlandskjördæm- is vestra. Það var á þessum árum 1957-59 sem samstarf okkar hófst verulega. Þó við höfðum haft kynni hvor af öðrum löngu áður, allt frá Siglu- fjarðarárum hans. Minningarfrá kosningafundum og ferðalögum okkar í því sambandi allar götur frá 1958-1971 eru mér einkar Ijúfar og eftirminni- legar, þrátt fyrir að hinn pólitíski sjór er við sigldum saman hafi ekki alltaf verið rjómasléttur. Það gat skyndilega brimað eins og algengt er við norðurströndina. Að vera með Ólafi og Skúla Guðmundssyni á framboðsfundum og ferðalögum þeim tilheyrandi var í senn lærdómsríkt ogskemmtilegt. Ólafurvar í öllum umræðum á framboðsfundunum í Norður- landskjördæmi vestra, rökfastur og öfgalaus, benti jafnan á nauðsyn þess að styrkja Framsókn- arflokkinn og auka áhrif hans á Alþingi til hagsbóta öllum landslýð. Auk þess að vera rökfastur var hann jafnan sama prúðmennið. Þó minnist ég þess, að væri á hann ráðist og stríðshanskanum kastað að honum, greip hann hann á lofti og sendi til baka. Tók hann á móti með slíkum tilþrifum, að andmælendur hans gerðu sér ekki leik að því að gera siíkt í annað sinn, til þess var ofanígjöfin of minnisstæð. Já, það er margs að minnast frá þessum árum þegar litið er til baka, glöggt kom í ljós á þessum ferðalögum í Skagafirði, Siglufirði og Húnavatnssýslu hversu vinmargur Ólafur var, og virtist sp vinátta ekki flokksbundin, og þegar á þing var komið átti hver Siglfirðingur, Húnvetn- ingur og Skagfirðingur hauk í horni þar sem Ólafur var, hvaða flokki sem hann annars til- heyrði. Frá mörgu væri að segja frá þeim rúma áratug er við unnum saman að framboðsmálum og alþingiskosningum þó eigi sé hér gert. Ég man fjölmargar eftirminnanlegar setningar, ánægju- lega samferðarmenn, dásamlegt veður, sólsetur við Skagafjörð og kvöidvökurnar, eða réttara sagt næturvökurnar heima hjá Jósefínu og Skúla á Laugabakka, eftir oft erfiða og langdregna fundi. Andrúmsloftið á því heimili var einstakt og ógleymanlegt og þaðan vildum við helst ekki fara, en Jðsefína hvatti til frekari starfa „Óðum styttist til kjördags“ sagði hún og ýtti okkur á ný út í baráttuna „eitt atkvæði getur skipt sköpum“

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.