Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 5
 Jón I. Bjarnason, ritstjóri frá Álfadal Fitddur 8. júní 1921 Dáinn 10. feb. 1983 Febrúarnótt. Stjörnublik og leiftur norðurljósa um allt loft. Frost og heiðrfkja yfir hálendi Islands, hægur blær andar við suður, bjarmi við hafsbrún, sem cr skör bláma himinsins þessa kyrru miðsvetrarnótt. Þessi nótt var hin síðasta hjá Jóni vini mínum og æskufélaga hér í heimi. í þann mund er hin glófagra morgungyðja nýs dags, var að rísa af beði yfir fjarlægum austur- fjöllunum, var hann allur. Jón Ingibcrg Bjarnason var fæddur að Álfadal á Ingjaldssandi 8. júní 1921. Foreldrar hans voru þau Jóna Guömundsdóttir frá Tröð í Önundarfiröi og Bjarni ívarsson frá Kotnúpi í Dýrafirði. Var liann þeirra elsta barn at' fimm sem þau eignuðust. Jón var sín barns- og ungdómsár á Áifadal þar til hann flutti með fjölskyldu sinni 17 ára að Elliðakoti í Mosfellssveit. Hann var tvo vetur í Hcraðsskólanum að Núpi, á Bændaskólanum á Hvanneyri, í Samvinnu- skólanum og á lýðskóla í Svíþjóð. Jón haföi alhliða menntun og var vel búinn undir lífsstarf. Auk þess vel af Guði gerður, drengskaparmað- ur. gáfaður og glæsimenni að allri gerð. Hans ævistarf var fyrst og fremst við kaupsýslu og Verslunarstörf. Fyrst við sinn einkarekstur og síðan sem ritstjóri blaðsins „Verzlunartíöindi" og starfsmaður Kaupmannasamtaka lslands. En kunnastur mun hann þó vera af fararstjórn og ferðamálum hvers konar, sem hann stundaði mjög mikið alla tíð. Fyrst á vegum Ferðafélags íslands og síðar sem einn af stofnendum og stjórnarmaðúr í Utivist. Hann kunni vel að meta mikilúðleik og tign ■slenskra öræfa. var í hópi kunnustu manna á þeim slóðum. Einn þekktasti hópfararstjóri á Islandi í dag. Traustur. fróður og allra manna skemmtilegastur og náttúruskoðari af guðsnáð. Félagsmál hverskonar lét Jón sér mikluskipta. Allt frá barnsaldri. má segja, lenti hann í hringiðu þeirra og jafnan í forvstusveit og sómdi sér þar vel. Enda fæddur félagsmálamaður og drakk þau í sig með móðurmjólkinni heirna á Álfadal. Bjarni Ivarsson var hugsjónamaður. maður félagsmála °g samstarfs. sem frelsishreyfing aldamótanna skilaði inn í íslcnskt þjóðlíf, ásamt fleiri góðum fnönnum. Hann var góður íundarmaður. orðsnjall í besta úgi er hann steig í ræðustól á mannþingum. Agætur upplesari og orðgnótt íslensks máls lék honum á tungu. Þau hjón voru samstiga um að shapa menningarheimili f orðsins fyllstu merk- ingu. ‘ilendingaþættir Þar var ekki auður í garöi, fremur gn hjá ungu fólki. sem stofnaði til heimilishalds í skugga nýafstaðinnar hcimsstyrjaldar'. En þau hjón létu aldrei brauðstritið og baslið smækka sig. eða byrgja sólarsýn. Úr slíkum jarðvegi var Jón sprottinn'. Snertuspölur var milli heimila okkar. Lítil bergvatnsá skipti löndum, sem aldrei óx svo. að hún hindraði vinafundi. Hann átti hcima vestan en ég austan megin dalsins. Rótgróin vinátta var milli hcimilanna, scm hefir gengið í erföir. Feður okkar voru áldavinir, sem aldrei bar skuggá á. Þcim varoft skrafdrjúgt um mál líðandi stundar. hvort sem þau voru fjær cða nær. Hvar sem þau voru rædd yfir kaffibolla eða hittst úti í túnfæti. Eg minnist margra slíkra saififunda og samvinnu. Ég minnist vornáttanna sem þeir plægðu kálgaröana. Vcðrið var gott og það lá cf til vill ekki mjög mikið á. Það voru teknar góðar hvíldir eflir nokkra plógstrengi. sest undir garð- vegginn, tekin upp tóbakspontan.henni slcgið í girðingastaur fast eða laust éftir því hvaða mál var á dagskrá. Hvort það voru sveitarmál. einhver umsvif Jónasar frá Hriflu í stjórnmálunum, eða þá fall einhvers keisaradæmisins úti í heimi. Eða öðrum hafi dottið í hug snjöll vísa, sem þurfti að bera undir hinn. Við Jón vorum nærri og hlustuð- um á. Sátum á kálgarðsveggnum, snoöklipptir í stutt- buxum ef til vill á nýbryddum kúskinnsskóm og horfðum á hitamóðuna af honum Lýsing og honum Glóa. líða út í milda vornóttina. Tíminn leið fljótt. Tími bernsku og leikja-tími horna og skelja - tími hjásetu og smalamennsku. Ég held að alltaf hafi verið sólskin á daginn og á eftir komu tunglskinsbjartar nætur. Áöur en varði, voru bernskuárin að baki. Tími æsku og ungdómsára riðinn í garö.'Tími starfs og leikja. Kappræður stóðu fram á nótt á ungmennafél-, agsfundum og skrifaðar voru hcimspekilegar rit- gerðir í félagsblaðið „Ingjald". Við vorum farnir að eiga vingott við Ijóðadísina á laun og hún hlustaöi stundum á okkur. Smá- kvæði urðu til um sólina og vorið um fífil í túni og fjólu í lautu - um lind í grænum hvammi og dögg vomætunnar að ógleymdri ástinni. Angurvær Ijóð urðu til á síðkvöldum þegar heiðlóan var komin af heiðum og hópáði sig í túnfætinum. Hálfur máni kókti lágt á suðurhimni, og senn leið að þeim tíma er kaupakonur sveitarinnar hyrfu á braut brúnar á vanga og með blik í augum eftir sólsterkju sumarsins. Það slógu lítil hjörtu í ungum brjóstum í algleynris unaði. Hljómþýður strengur ómaði í hljómkviðu lífsins. Við urðum samferða í héraðsskólann á Núpi og áttum þar saman tvo vetur meö elskulegu ungu fólki og ógleymanlegum kennurum. Tími náms, starfs og þroska og nýjum viðhorf- um til lífsins. Oft urðu sunnudagskvöldin of stutt við kapp- ræður á Gróandafundum hjá þessu unga fólki og viö urðum að fá hluta af nóttinni líka. Eftirlætis námsgrein okkar Jóns var íslenska og íslenskur stíll. Ótrúlega oft gerðist það hjá okkur félögum að undir stílnum stóð skrifað mcð rauðu bleki með hendi séra Eiríks; Góður stíll. Eftir veruna á Núpi fóru breyttir tímar í hönd. Ár og dagar liðu milli samfunda. Alvara lífsins og skyldur stóðu okkur í fang. Við urðum hcimilisfeður, eignuðumst konur og börn. Ég var kyrr í sveitinni hcima, en Jón átti sitt heimili og sinna í Reykjavík. Kona hans er Lilja Maríusdóttir ættuð austan úr Fljótshlíö. Kona mikillar gerðar. Falleg kona. með augu scm eru speglar göfugrar sálar. Þau eiga sex born, Eyjólf, Bjarna, Vigdísi, Þuríði, Guðmund og Björn. Ég og fjölskylda mín höfum barið þar að dyrum á Langholtsvegi 131 hvort sem veriö hefir á nóttu eða degi þegar við höfðum verið á ferð hér syðra, enda þau skilyrði sett af þeim hjónum. Þangað hefir verið gott að koma. Andi menningar og manndóms scm við þekktum frá Álfadal var þar í öndvegi. Nú hafði Lilja bætt 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.