Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Föstudagur 18. mars 1983 —10. tbl. TiMAIMS Ólaf ur Jónsson fyrrumbóndi í Eystra-Geldingaholtá í Gnúpverjahreppi Fæddur 22. febrúar 1888. Dáinn 31. janúar 1983. Ólafur í Geldingaholti lést á Sjúkrahúsi Selfoss mánudaginn 31. janúar s.l. næstum hálf tíræður að aldri, eftir rúmlega tveggja ára dvöl þar og naut hann þgr ágætrar aðhlynningar og hjúkrunar. Hann fékk heimfararleyfi við og við að Geldinga- holti, einkum um stórhátíðir, og það var honum mikið tilhlökkunarefni. Hann var eins og fleiri af þeim slóðum svo fasttengdur heimabyggðinni, að þar átti hugur hans heima allar stundir, hvar sem hann dvaldi og gott er nú að vita af þessum góða Gnúpverja vera flytja alfarið heim í sveitina sína kæru. Með Ólafi er nú horfinn héðan af sjónarsviðinu síðasti bóndinn af þeim tæplega 30 bændum, sem bjuggu í Gnúpverjahreppi, þegar ég man fyrst eftir mér á árunum upp úr 1920. Ólafur var auk þess einn næsti nágranni okkar á Hæli og mikill heimilisvinur þar og einnig mikill og góður vinur minn, konu minnar og barna alla tíð til hinstu stundar. Ég man vel eftir foreldrum Ólafs, þeim Jóni Ólafssyni, sem fæddur var í Eystra-Geldingaholti árið 1846 og stóð þar fyrir búi í 40 ár og Ingunni Eiríksdóttur frá Vorsabæ á Skeiðum. Ég man vel hvað Jón var fríður og bar sig vel síðust æfiár sín, en þá var hann hátt á áttræðisaldri, er ég man fyrst eftir hoiium, en hann dó árið 1928 á réttadags- morguninn. Ingunn var mikil búkona og einstak- lega sinnug, og man ég það, þegar ég var smástrákur Qg kom að Geldingaholti, að ég mátti gæta mín að geta gefið henni svar við öllum þeim spurningum, sem hún spurði mig um búskapinn á Hæli og heimilisstörfin þar. Ingunn var dóttur- dóttir Ófeigs ríka í Fjalli á Skeiðum og er fróðlegt að fylgjast með því hvað búhyggindi og ráðdeild er rík .ættarfylgja hjá mörgum afkomendum iÓfeigs í Fjalli. Ólafur ólst upp í Eystra-Geldingaholti á mann- mörgu myndarheimili og voru bræðurnir þrír og systurnar fimm. Það er stutt bæjarleið frá Hæli að Eystra-Geldingaholti og ég man það enn þá, að þangað var ég sendur einhverra smáerinda, senni- lega þegar ég var 5 ára gamall, og var það fyrsta ferðin mín að heiman út í stóra heiminn, en það fannst mér þá mikið ferðalag, enda brast mig kjark að fara lengra en að bæjarlæknum eða Gilinu, eins og hann var nefndur, og settist þar niður til þess að safna kjarki til að halda förinni áfram. En Ingunn kom auga á mig þar og sendi Steinunni dóttur sína á móti mér og leiða mig yfir Gilið og var þá vel tekið í Geldingaholti eins og alltaf síðan. Ólafur var þá tekinn við búi. Hann kvæntist Pálínu Guðmundsdóttur frá Hólakoti í Hruna- mannahreppi árið 1919 og hófu þau búskap í Eystra-Geldingaholti það sama ár. Á þessum árum voru að verða mikil þáttaskil í Eystra-Geld- ingaholti, þar sem systkinin Ólafs voru öll ýmist gift og farin að búa annarsstaðar, eða á förum þaðan. Eigi að síður var eins og allt væri þar í órofajafnvægi. Gömlu hjónin áttu þar góð elliár og hlúðu að litlu börnunum þeirra ungu hjónanna, sem urðu 4, einn sonur og þrjár dætur, og nýja konan, hún Pálína, var dáð aföllu heimilisfólkinu. Þeim Ólafi og Páh'nu tókst að gera heimilið í Eystra-Geldingaholti að þeim skjólgóða reit, sem allir, sem þangað réðust til verka eða dvalar, vildu eiga að heimili sínu eins lengi og kostur var. Ég held, að það fari ekki á milli mála, að sú kynslóð, sem nefnd hefur verið aldamótakynslóð og var að koma til vits og ára um aldamótin síðustu, hafi lifað á einstöku bjartsýnis og fram faraskeiði. Þó að margt þessa fólks hafi ekki heimt daglaun að kveldi, þá hlaut það þau laun, sem eru ef til vill dýrmætust, en það er vinnugleðina og um leið að sjá lífið og allt umhverfið í kringum sig blómstra og bera ávöxt. Eystra-Geldingaholt var fremur lítið en mjög grösugt og notadrjúgt býli, en þegar Ólafur var lítill drengur lagðist nágranna jörðin Hamrar, sem var álíka landmikil jörð, undir Eystra-Geldingaholtið og með því var Eystra-Geldingaholt orðin landmikil kostajörð. Á fyrstu áratugum aldarinnar urðu miklar breyt- ingar á aðstöðu landbúnaðarins, sérstaklega með tilliti til flutninga og sölu og vinnslu búsafurða. Hér skal aðeins bent á stofnun Sláturfélags Suðurlands 1908, stofnun rjómabús í Ásum 1903 og lagning bílvegar í sveitina sem mátti heita fær. Lengi varendastöðáætlanabílsinsíGeldingaholti, eða frá 1928 til 1933. Ólafur í Geldingaholti var orðinn fulltíða maður áður en þessar undirstöður landbúnaðarins komu til. Það féll því í hlutskipti aldamótakynslóðarinnar með félagslegu átaki að hrinda þeim stórvirkjum í framkvæmd. Ég minnist þess með aðdáun, þegar bændur í Gnúpverjahreppi reistu heimavistarbarnaskóla hjá Ásum árið 1923. Þetta var mikið átak fyrir fámenna sveit og ótrúlegt afrek, þegar hugsað er til þess, að þar var þá ekkert vélknúið tæki, ekki malborinn vegur lengra en að Húsatóftum á Skeiðum og á mörgum bæjum ófullkomin húsa- kynni og kynding þeirra af miklum vanefnum. En við þessar aðstæður var fólkið staðráðið í því að bæta menntun barnanna og fyrir það get ég og mínir jafnaldrar þakkað aldamótamönnum, Ólafi í Geldingaholti og jafnöldrum hans, fyrir þeirra kjark og bjartsýni, sem lýsti sér. í marghátt- uðum menningarframkvæmdum í sveitinni. Ólafur í Geldingaholti var góður bóndi. Hann var vel búhagur og snyrtimenni í öllum verkum sínum. Hann var ágætur fjármaður og átti alltaf fallegt og kostamikið fé með fastmótuðu fjár- bragði. Hann átti einnig ágætt hestakyn og allar skepnur voru vel með farnar og gengu áfallalaust fram, alla hans búskapartíð. Ólafur var félágslyndur, tók þátt í margþættu félagsmálastarfi í sveitinni, var lengi deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands, og var um skeið í hreppsnefnd. En það sem hafði þó mest gildi var, að hann var góður félagsmaður í öjlum þjóðþrifa félagsskap í sveitinni og naut þess að láta þar gott af sér leiða. Þau Ólafur og Pálína áttu því láni að fagna að eiga laga samleið í farsælu hjónabandi eða tæp 60 ár. Lengst af ráku þau stórt og myndarlegt bú en Framhald á bls. 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.