Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 3
Rósberg G. Snædal, skáld og rithöfundur Fæddur 8. ágúst 1919 Dáin 9. janúar 1983 Misjafnt er það hve minnistæðir menn verða okkur á lífsleiðinni. Flestir hverfa sporlaust hjá og geymast fyrst og fremst í hugum nánustu samferðamanna. Aðrir marka það djúp spor í svörð mannlífsins, að þau mást ekki út fyrr en löngu eftir að þeir eru atlir. Þeir lifa sem sagt þetta lengur í hugum samferðamanna en algengt er um dauðlega menn. Hér skal það vissulega tekið fram, að allir og allt hverfur um síðir. „Og loks er eins og ekkert hafi gerzt“, eins og stórskáldið Steinn Steinarr kveður svo snilldarlega. Skáld og listamenn njóta þeirra forréttinda, ef svo má að orði komast, að lifa oft alllengi í hugum manna í verkum sínum. Höndin sem stjórnaðist af taugaboðum og hugsun heilans skildi eftir sig þau tákn á pappírnum, er hrífa kunna eftirlifandi og jafnvel óborna um ófyrirsjáanlega framtíð. Skáldinu er léð sú náðargáfa að skynja betur mannlegt eðli en aðrir, og síðast en ekki síst: að túlka það með orðum, svo að aðrir hrífist með, líkt og væru þeir sjálfir þátttakendur. Mér finnst ég þurfa að hafa þennan formála, þegar ég geri tilraun til að minnast gamals æskuvinar, sem nýlega er horfinn af sviði þessa járðlífs, rösklega sextugur. Slíkt þótti að vísu all mikijl aldur á mínum æskudögum, en nú sjáum við sem betur fer marga á þeim aldri enn í fullu starfi og hlaðna lífsorku. Rósberg G. Snædal sem hér er minnst fæddist hinn 8. ágúst 1919. í blaðaviðtali fyrir rúmlega tveimur áratugum gat Rósberg þess að hann væri fæddur áttunda áttunda nítján nít ján. Óneitanlega sérkennilegur fæðingardagur. Rósberg fæddist á litlu koti til háfjalla, líkt og undirritaður, en það heitir Kárahlíð og er í Laxárdalí Austur-Húna vatnssýslu. Hefur nú verið í eyði um hálfa öld eða meir. Var Rósberg þriðji sonur foreldra sinna (Þau áttu fjóra syni), Guðna Sveinssonar og Klemensínu Karítasar Klemensdóttur. Var Guðni úr Fljótum norður, en Klemensína frá Ljótshólum í Svínadal. Frá Kárahlíð sem er við austurmynni Strjúgsskarðs, er liggur milli Langadals og Laxár- dals, fluttist Guðni með fjölskyldu sína utar á Dalinn, eða rúma bæjarleið, að Vesturá. Sú jörð er austan Lakár, á bakka samnefndrar ár, er kemur ofan úr fjöllunum. Nú er Vesturá búin að vera í eyði síðan vorið 1939, að Guðni og Klemensína fluttust út á Skagaströnd (Höfða- kaupsstað). Á Vesturá ólu þau upp syni sína fjóra: Yngva Svein, Pálma, Rósberg Snædal, (skírnar- nafn) og Guðmund Kristin, . F.kki var auður í húi á Vesturá, líkt og nærri má geta, á lélegu koti. En hjónin voru afar samhent í lífsbaráttunni. Sparsemin var í hávegum höfð, líkt og á öðrum hæjum í Dalnum. Þá var hlutunum skipt í þarfa íslendingaþættir og óþarfa. Okkur krökkunum var bent á að verja ekki aurum, sem við kynnum að eignast, í óþarfa. bækur voru ekki keyptar, en voru þó lesnar. Fyrir þvi sá lestrarfélagið, bæði í Langadal og á Laxárdal. Gildi lestrarfélaga og bókasafna verður seint ofmetið í gegnum tíðina. Mér er í minni, þegar Rósberg hóf nám í barnaskóla, þótt ég sé nokkrum árum yngri. Farskóli var á Dalnum. Barnakennarinn, Sigurður E. Guðmundsson í Engihlíð (1891-1943), kenndi á tveimur bæjum á Dalnum, nokkrar vikur í senn. börnin gengu til kennarans, oft um erfiðan veg. Dalurinn er snjóþungur mjög, einkum þó um miðbikið. Snemma bar á hagleik hjá Rósberg. Þannig smíðaði hann sína eigin skólatösku eða kassa réttara sagt. Hann smíðaði. og ýmsa muni heima, þá á barns- og unglingsaldri. Snemma bar á löngun hjá Rósberg til ritstarfa. Hann hreifst af Halldóri Laxness og tók að semja sögur í anda skáldsins. Sá ég þá hjá honum mikil handrit. Stundum las hann mér kafla úr þessum verkum sínum. Öllum þessum æskuverkum mun Rósberg hafa fargað. En allir þeir sem ritstöf stunda eru vitanlega ekki í rónni fyrr en þeir hafa komið einhverju af verkum sínum á prent. Þetta tókst Rósberg 1939. Þá birti tímaritið Vaka sem gefið var út af „Vökumönnum", kvæði eftir hann. Það er aðeins þrjú erindi, sex línur hvert, og ber heitir Vonglaða æska. Hefur margur farið lakar af stað á rithöf- undarbraut. Bjartsýni æskumannsins á framtíðina einkennir kvæði þetta. Lærði ég það strax og það kom út og kann raunar enn. Fannst mér, stráknum, Rósberg vinur minn vera þar með kominn í tölu skálda. Og það var sannarlega öfundsvert hlutskipti. Menntun var nokkuð sem við þráðum báðir, en gátum ekki hafið nám fyrr en um það leyti sem algengt er að menn við hagstæð ytri skilyrði l'júki stúdentsprófi. Sumarið sem Rósberg varð tví- tugur, sótti hann um skólavist í Reykholtsskóla og fékk hana, Þá var skóiastjóri þar Jóhann Frímann skáld og rithöfundur. Þarna stundaði Rósberg nám hálfan annan vetur. En um áramótin 1940 - ’41 yfirgaf hann skólann vegna einhvers missættis við skólayfirvöld þar. Hélt hann þá til Akureyrar, sem varð samastaður hans lengst af eftir það. í Reykholti voru um þetta leyti fleiri skáldlega sinnaðir nemendur en Rósberg. Þar voru honum samtímis Páll Bergþórsson, Sigvaldi Hjálmarsson og Davíð Áskelsson. Skömmu eftir að Rósberg var kominn norður, ritaði hann mér bréf. Lét hann þess þar getið, að hann væri í þann veginn að koma á fót bóka og blaðaútgáfu, er bera skyldi nafnið Blossinn. Varð þetta að veruleika, þótt ekki yrði þá þegar. Rósberg gaf út flestar bækur sínar sjálfur, svo og bæklinga, er hann sendi frá sér, en þeir voru margir. Rit hans eru nokkuð blönduð; má þar telja ljóðasöfn, vísnakver, smásagnasöfn, ferðasögur, sagnaþætti, annála, gamansögur. Sést af þessari upptalningu, að Rósberg var fjölhæfur rithöfundur. Þá var Rós- berg alkunnur utvarpshlustendum. Var mál hans iðulega blandað kímni. Stíllinn var hans eigin og einskis annafs. Þá var hann talsvert viðriðinn blaðamennsku á Akureyri. Þannig ritstýrði hann blaði sósíalista þar, Verkamanninum, um árabil . Upphaflega var Rósberg Framsóknarmaður, en snéri frá þeim um tvítugt til hinna róttækari stjórnmálaafla. Hann var lengi í fremstu víglínu vinnandi fólks á Akureyri. Hann vann ýmis störf í höfuðstað Norðurlands. Var verkamaður við höfnina, vann í amboðaverksmiðju, sinnti verð- gæslu á Norðurlandi vestra og gerðist kennari við grunnskólann á staðnum, þótt engin hefði hann kennararéttindi. En hann var kennari af guðs náð, er mér tjáð. Kennsla varð starf hans upp frá því, síðast á Hólum í Hjaltadal, hinu fornfræga biskups- og menntasetri. Þaðan var hann fluttur til Sauðárkróks, þar sem hann lést af völdum hjartasjúkdóms, 63 ára að aldri. Hér að framan hefur æviferill Rósbergs verið rakinn í aðalatriðum. Ritstörf hans voru öll unnin í hjáverkum, því að lítið munu þau hafa gefið í aðra hönd til að framfleyta stórri fjölskyldu. En hvernig getur maður með þrá til ritstarfa setið með hendur í skauti í þeim efnum? Að kviksetja slíka löngun er vitanlega sama og að kæfa í sjálfum sér hið dýrasta og helgasta. Jafnframt því að Rósberg var skáld og rithöf- undur var hann fræðimaður góður. Eyddi hann drjúgum tíma í rannsóknir heimilda á söfnum. í ritinu Skáldið frá Elivogum og fleira fólk, sem út kom á vegum Iðunnar 1973, rekur hann ættir föður míns nokkuð og vann þar með gott verk. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.