Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 8
Sesselja Jörundardóttir Fædd 28. september 1897 Dáin 15. janúar 1983 Foreldrar hcnnar voru Jörundur bóndi og sjómaður á Birnhöfða á Akranesi Hákonarson bónda á Birnhöfða, Jörundarsonar bónda á Klafastöðum í Innra-Akraneshreppi Guðmunds- sonar og seinni kona hans Haildóra Guðmunds- dóttir bónda í Hlíð í Snóksdal Hannessonar. Fyrri kona Jörundar var Sesselja Guðrún Bjarnadóttir. Börn þeirra voru Vilborg, fædd 1890, dáin kornung og Salvör, fædd 1893, og er nú ein á lífi af börnum Jörundar. Börn Jörundar og Halldóru voru: Sesselja fædd 28. september 1897, Sigurrós fædd 18. júlí 1900 og Hákon fæddur 22. október 1903. Þau eru nú öll látin, en eiga afkomendur. Sesselja ólst upp með foreldrum sínum, og var hjá þeim fram yfir tvítugt, meðan þau lifðu, við öll þau störf sem til féllu úti og inni, smala fé og tóvinnu, einkum vefnað. Eftir að þau féllu frá, vann hún í Borgarfirði, mest við vefnað, fram til 1929 að hún fór að stunda fiskverkun og síldar- söltun á Siglufirði, og fluttist um það leyti til Reykjavíkur. Eftir 1940 vann hún við iðnað og upp úr 1950 vann hún við hreingerningar í Búnaðarbankanum svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. Síðustu árin var hún þrotin að kröftum og sjónin mjög tæp. Féll henni þá þungt að geta ekki unnið. Sesseljá var létt á fæti og kvik í hreyfingum, mjög dugleg og vandvirk, að hverju sem hún gekk. Hún vildi ekki vera öðrum háð, var sjálfstæð í skoðunum, hreinlynd og nokkuð stórlynd. Hún sóttist ekki eftir að vingast við aðra, en var vinur vina sinna. Hún hafði ánægju af að skoða landið sitt. Mér er kunnugt um yfir 30 ferðir, eins dags til 14 daga ferðir, um byggðir og óbyggðir sem hún fór, skemmtilegar og fróðlegar ferðir, sem hún minntist síðar með ánægju. Hún var bókelsk og las allmikið meðan sjónin entist, og átti nokkurt bókasafn. Sesselja eignaðist ekki bónda né börn, en segja má að allir fatlaðir hafi verið börn hennar. Hún gaf Sjálfsbjörg,landssambandi fatlaðra oft pen- inga, eftir að sá félagsskapur fór að byggja yfir starfsemi sína, og til að byggja sundlaugina í Sjalfsbjargarhúsinu í Hátúni 12, á árunum 1979 og 1980, og ýmsir söfnuðu til, gaf hún meira en nokkur annar einstaklingur. Og svo arfleiddi hún Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra að eftirlátnum eigum sínum. Vertu sæl Sesselja. Góðar vættir fylgi þér. Eiríkur Einarsson. Bjarni Ólafur Helgason, skipherra Fæddur 7. maí 1930 Ðáinn 9. febr. 1983 Kveðja frá móður Nístir hjartað sorgin sára sól til viðar gengín er Ævidagar framhjá flognir feigðin markar stefnu hér Gegnum sortannleiftur lýsa leið semekki neinum bregst Hinsta sinn í höfgum dvala höfuð þitt á koddann legst Þú varst minnar ástaróður augasteinn og geisli hlýr Hjá vöggu þinni sat ég sonur söng um lífsins ævintýr Lítill kútur lék í varpa leit með spurn um græna jórð Pá var bjart í Brautarholti bjart um allan Dýrafjörð Er seinna kaldir sviptivindar sárast léku hjarta rr.itl Þá var ósköp gott að geta grátið upp við brjóstið þitt Þú varst okkar stoð og styrkur studdir þá sem kjarkinn brast 8 Því ber margur sáran sefa sorg að dyrum knúðifast Þín mynd er geymd í móðurhjarta og minningin sem aldrei dyín, Yfir dauðans banaboða bjartur náðargeisli skín Sofðu vært þó sorgin lami safnar vonin nýjum þrótt Breiði drottinn blessun sína á beð þinn vinur - góða nótt. (Elías Þórarinsson) í minningu Bjarna Helgasonar Kveðja frá systrum , Nú er nökkvinn í naustu, nóttin köld og dimm, svanurinn fagri í sárum sorg nistir huga minn. Drýpur dögg af steínum í dalfyrir vestan. Hniginn að moldu af meinum, maður er vissum við bestan. Guð gefur og tekur Guð huggar og græðir. Lyftum huganum og hœrra er hryggð okkur mæðir. Höll rís yfir höllu starir á móti sólu, slýrir í drottins nafni. A.H. (Andrea Helgadóttir) íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.