Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 10
s?tt? Hjónaminning Guðrún Bjarnadóttir og Kristján Sveinbjörnsson Fædd 19. ágúst 1895 Dáin 2 febr. 1983 Fæddur 1. júlí 1894 Dáinn 17. janúar 1983 Að kveðja hana frænku mína Guðrúnu Bjarna- dóttur, er ekki neitt einfalt mál. Ég sætti mig bara ekki við að hún sé farin fyrir fullt og fast. Svona er maðurinn eigingjarn. Ekki getur maður minnst á Gurðúnu nema nefna um leið hennar lífsförunaut sem hún var gift í rúm 60 ár, Kristján Sveinbjörnsson frá Hellna- felli íGrundarfirði. Mikinnsómaóghagleiksmann og sérstakt snyrtimenni. Hann stundaði sjó- mennsku og vélstjórn en var seinna vórubílstjóri í fjölda ára. I mínum huga voru ekki til annað en hitt, helduT bæði, svo samanofin voru þau hvort öðru í gcgnum allt lífið. Við höfðum rétt kvatt Kristján þegar Guðrún frænka kvaddi okkur og hvarf á eftir manni sínum yfir móðuna miklu. Guðrún var sú manngerð sem aldrei bognaði. Mér fannst hún oft minna mig á þessar fornu fslensku kvenhetjur sem við þekkjum úr sögum. Það var sama hvað á gekk aldrei haggaðist hún, alltaf sama reisnin, heiðríkjan, mannvitið og hlýjan. Ég var nálægt henni þegar hún missti syni sína, fyrst Úlfar í blóma lífsins frá þremur litlum börnum, og síðan Braga rúmlega 50 ára sem hafði í fjögur skipti naumlega sloppið úr sjávarháska með undursamlegum hætti. f bæði þessi skipti var Guðrún frænka sönn hetja. Ekki má gleyma sambandi barnabarnanna við ömmu og afa sem var alveg einstakt, og þeina söknuður er mikill. Öll voru þau í góðum tengslum við ömmu og afa á Mýrargótunni hvort sem þau voru handan gótunnar eða vestur í Kanada. Þau Kristján og Guðrún voru svo lánsöm að geta verið í húsinu sínu á Mýrargötunni fram á síðasta dag, og hafa þaðan yfirsýn yfir hópinn sinn, börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. Og þó þau væru komin hátt í hírætt heldu þau bæði sinni andlegu reisn og voru alveg einstök bæði í því að fylgjast með, ekki bara sínu nánasta fólki heldur Ifka þvi' sem var að ské í þeirra umhverfi. Kristján og Guðrún gengu í hjónaband 3. júní 1922, og höfðu því búið saman í rúm sextíu ár er þau kvöddu okkur hérna megin. Þau eignuðust þrjú börn: Braga Hauk, sem giftist ekki, en eignaðist tvær dætur; Unni sem er gift Tommy Tomson sem er skoskur, þau búa 10 vestur í Kanada og eiga fjögur börn; og Úlfar sem kvæntist Svövu Hrefnu Þorsteinsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Enn fremurólu þau uppSigurlaugu dóttur Braga og gengu henni í foreldra stað. Guðrún Bjarnadóttir var fædd í Bjarneyjum á Breiðafirði 19. ágaúst 1895. Foreldrarhennar voru Bjarni Bjarnason Jóhannessonar Magnússonar, allir Bjarneyingar, og Jóhanna Torfadóttir og Sigríður Hafliðadóttur frá Svefneyjum, Eyjólfs- sonar. Um langafa Guðrúnar, þá Hafliða og Jóhannes, sagði Matthías Jochumsson sálma- skáld, að þeir væru slyngastir formenn á Breiða- firði. Kristján Sveinbjörnsson var fæddur 1. júlí 1894, sonur Sveinbjörns frá Króki í Eyrarsveit, Finnssonar frá Ystugörðum i Kolbeinsstaða- hreppi. Kristján var alla tíð kenndur við Hellnafell í Grundarfirði, 'því þar var hann í foreldrahúsum fram til þess er hann hleypti heimdraganum. Við Sirrý þökkum öll þau góðu kynni sem við höfum haft af Kristjáni og Guðrúnu. Við kveðjum þau og erum þakklát fyrir að hafa kynnst þeim og fengið að vera þeim samferða. Guð blessi minningu þeirra. Erlingur Viggósson íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.