Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 15
Alltaf, þegar við krakkarnir á Eyrarbakka hófum leik eftir skólann vantaði Daníel, sem hleypti ærslum samfara reglu í hvern leik - var viðkvæðið: „Hann Daníel kemur aldrei út að leika sér, fyrr en hann er búinn að læra." Oft hefi ég sagt um Ágústínus Daníelsson. föður Daníels, að í mínum huga eigi hann heimsmet í dugnaði. En um Ágústínus, cr einkar bjart og hlýtt í huga mér. Og eins má ég votta um móður Daníels, Ingileifu Eyjólfsdóttur, en þang- aðá Dáníel í ríkum mæli að rekja skaphöfn sína. Við nágrannadrengirnir á Eyrarbakka áttum á barnaskólaárunum hcima líka þar sem skóla- bræður okkar voru. Löngum var ég hjá Daníel. Þar gáfum við út blað og Eyjólfur, bróðir hans. Þar birtum við sálma eftirokkur, Skugga-Sveina og uppbyggileg- ar hugleiðingar, stundum úr ísafold og Verði, því að Danícl var þó ckki oröinn framsóknarmaður. , En þetta bíður þess, að við Daníel skrifum ævisögur okkar, cn þeim mundi að vísu ekki alltaf bera saman frekar en guðspjöllunum sums staðar, en gætu verið jafnsannar fyrir því— eins og þau. Daníel þótti snemma afbragð annarra ung- menna og t.d. mikið bóndaefni. Öllu var borgið, sem hann fékk til umsjár. Hann var talinn fjárgleggstur allra á Eyrarbakka og kom sér að vísu nokkuð vel við stjórnmálalegan erindrekstur síðar. En Aðalsteinn Sigmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka í þann tíð, mótaði okkur ekki til þeirra hluta. ekki Ragnar í Smára, Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. né okkur Daníel og svo marga fleiri. Daníel fór í Laugarvatnsskólann og síðar Kennaraskólann og stóð sig með ágætum. Lærifaðir í miklum mæli höfunda þessarra skóla. þeirra Jónasar frá Hríflu og scra Magnúsar Helgasonar. N.F.S. Grundtvig, sem verður 200 ára 8. sept. í haust, orti margt um Ijósið og mótaði hugtak þess fyrir Norðurlönd þannig, að Ijós væri það í sannleika, bæri það birtu ogfylgdi því hlýja. Hlýja félagshyggjunnar einkennir birtuna, ork- una og uppörvunina. sem alls staðar fylgir Daníel. Mín vcglcgasta vígsla fór víst fram, þegar ég gekk í ungmennafélagið mitt á Eyrarbakka, varla læs cnn og gat varla dregið til stafs. cr cg skrifaði nafn mitt undir skuldbindingu U.M.F.f. Þar. skrifuðum við Daníel undir m.a.: Vér viljum ..leggja fram krafta vora sérplægnislaust til allra þeirra starfa. sem oss kynni að verða faliö að vinna af hendi.." ..Sérplægnislaust". Ég skildi þá ekki þetta orð. Daníel hefur hjálpað mcr til þess að skilja það með fclagshyggju sinni og manndómi. En það er raunar ekki nema hálfsögð þessi saga: Við Daníel vorum á fundi uppi í Borgarnesi, þar voru mcnn ekki alls fyrir löngu aö funda um nýja stjórnarskrá og kosningalög. Þegar Danir voru að semja sín kosningalög og stjórnarskrá. sem við höfum búið við að verulegu levti til þessa dags. - sagði einn leiðtogi þeirra - í anda Grundtvigs. fyrrnefnds -: ..Þing vort verður að vera lífræn stofnun. En Þá verður það að vaxa upp af lifandi rót. og rótin cr ekki landshlutur aðcins cöa stcttir manna hcldur sú lífræna frumeining. sem'allt félag og PJóðfélag vcrður að ciga sér að grundvelli, cn það er fjölskyldan, hcimilið." • Það verður kvöldfundur. Daníel!" 'slendingaþættir „Nei, ætli ég fari ekki með bátnum heim í kvöld," svaraði hann. Þetta var 14. ágúst 1942. Kvöldið var fagurt. Skipið skar sjóihn cins og mótun gulls færi fram fyrir stafni, eins og brúð- kaupsdreglar væri breiddir svo langt sem augað eygði - í sólarátt. Morguninn var líka fagur. Þá gekk Daníel að eiga Önnu Erlendsdóttur prests Þórðarsonar í Odda og Önnu Bjarnadóttur, konu hans. Daníel, börnum hans ágætum, vinum og sam- starfsmönnum hefir orðið mikil gæfa að heimili frú Önnu og hans. Frúin er frá Oddaá Rangárvöilum. Á „hólnum" við Odda yrkir Matthías: „O Rungúrgrundin gluðu nú glóir þú við sól —" Margt hefur gengið yfir þjóð vora og land mótdrægt. En skáldið er gætt bjartsýni ódauðlegrar æsku. Matthías hafði einmitt á sínum tíma hvatt til stofnunar U.M.F.Í. og Ijóði sínu um fæðingarstað frú Önnu og þar sem sporin hennar ungu geymast, vafin gróðri, lýkur Matthías þannig: „Og enn þá ungu fögur þín ungu hjarta blóm og enn þinn Ijómar lögur með lífsins silfurhljóm." Kæri vinur, Daníel Ágústínusson, Guð blessi þig, eiginkonu þína og ástvini alla, hugsjón var þitt. Á Þingvöllum árið 1907 var umræða um kjörorð U.M.F.Í. „Allt fyrir fsland," var ein tillagan. Maður velkunnugur okkur Daníel, lagði til: „íslandi allt". „Land vort verður að vera fyrst," mælti hann. Þeirri hugsjón hafa þessi 70 ár þín Daníel, verið helguð. Þín erenn mikil þörf. Glaðværöar þinnar og þreks, óbilandi trúmennsku, reglufcstu og að skipa samfélagshyggju til öndvegis í smáu sem stóru, með tilslökunarlausu harðfylgi, samfara einatt persónulegu seiðmagni. Þingræði á leið til lýðræðis þarfnast þegnskapar við flokka og stefnur ofar persónlegum mctingi og einka-hagsmunum. Eiríkur J. Eiríksson Sjötugur er í dag, föstudag, Daníel Ágústínus- son, aðalbókari hjá bæjarfógetaembættinu á Akranesi. Daníel er fæddur á Eyrarbakka 18. mars 1913, sonur Ágústínusar Daníelssonar f Steinskoti á Eyrarbakka og Ingileifar Eyjólfsdóttur. Prófi frá Héraðsskólanum að Laugarvatni lauk Daníel árið 1934 og frá Kennaraskóla íslands árið 1936. Lagði hann síðan stund. á kennslustörf frá þeim tíma allt til ársins 1954. Árið 1954 má segja að þáttaskil verði í' lífi Daníels Ágústínussonar, en það ár réðist hann sem bæjarstjóri á Akranes og flutti þangað búferlum. Gengdi hann því starfi frá 1954-1960 en frá 1961 hefur hann verið aðalbókari við bæjarfógetaembættið á AJcranesi. Alla tíð hefur Daníel verið virkur, áhugasamur' og dugmikill félagsmálamaður. Hann hefur átt sæti í fjölda stjórna, ráða og nefnda. Má þar nefna af fjölmörgu ritarastarfi í UMFÍ1933-1957, setu um áraraðir í Raforkuráði og síðar Orkuráði, í stjórn Andakílsárvirkjunar og stjórn Sements- verksmiðju ríkisins. Þá hefur Daníel alla tíð verið ákveðinn sam- vinnu- og félagshyggjumaður og átti því snemma samleið með Framsóknarflokknum. Hefur hann gengt fjölda trúnaðarstarfa á hans vegum, var t.d. erindreki flokksins 1939-1947, átt sæti í miðstjórn frá 1946, verið bæjarfulltrúi flokksins á Akranesi frá 1962-1982, setið í bæjarráði Akraness um árabil, verið forseti bæjarstjórnar 1970-1971 og 1972-1977 og varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Vesturlandskjördæmi 1959-1978. Þá hefur hann og fengist við ritsmíðar enda ritfær vel og hóf m.a. útgáfu kjördæmisblaðsins Magna og ritstýrði um langá hríð. Alla tíð hefur Daníel unnið Framsóknarflokknum, bæjarfélagi sínu, Akraneskaupstað, og áhugamálum sínum vel og af óeigingirni. Eru áhugi, kraftur og þrautseigja honum í blóð borin. Daníel er glaðvær og kátur og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hann er reglusamur, vandvirkur og nákvæmur í hvívetna og afburða ræðumaður, rökfastur, glettinn og harðskeyttur viðureignar. Hafá andstæðingar hans oft mátt þola ófarir í þeirri viðureign sem mælskulist heitir. Um Daníel hefur því aldrei ríkt nein lognmolla, hann hefur sínar skoðanir, sem hann túlkar, rökstyður og skýrir af hreinskilni og án undandráttar. Á bæjarstjóraárum sínum léku oft sem áður sterkir pólitískir sviptivindar um menn og málefni. Fór Daníel ekki varhluta af því enda fastur fyrir og röggsamur þegar því er að skipta. í pólitískum átökum árið 1960 viku andstæðingar Daníels honum úr starfi bæjarstjóra án nokkurra ástæðna annarra en persónulegra og pólitískra. Enda fór svo í dómsmáli sem m.a. var rekið fyrir Hæstarétti síðar, að brottvikningin var metin ólögmæt með öllu og Daníel dæmdar háar miska- og skaðabætur úr bæjarsjóði Akraness. Hefur bæjarstjórn Akra- ness aldrei, hvorki fyrr né síðar, lotið jafn lágt og við þessa aðför að bæjarstjóra sínum og mun um ókomna tíð verða bæjarstjórn til háðungar. Er það mál margra eldri bæjarbúa í dag, samherja Daníels jafnt sem andstæðinga, að það hefði orðið gæfa Akraness, ef hans hefði notið lengur við sem bæjarstjóra. Þrátt fyrir þetta lét Daníel ekki bæjarmál á Akranesi afskiptalaus heldur tvíefldist enda samviskan hrein. Tók hann Wrkan þátt í stjórnun bæjarmála næstu tuttugu ár á eftir með setu sinni í bæjarstjórn Akraness, svo sem fyrr er rakið. Ferill Dáníels er því og verður samofinn sögu Akraness. Sem dæmi um það hvern sess Dam'el skipar í hugum margra minnist ég ummæla ágætis útgerð- armanns vestan úr Grundarfirði ekki alls fyrir löngu. Hann sagði að þegar sér kæmi Akranes í hug þá kæmu jafnframt ætíð fram í hugann nöfn þriggja manna, þeirra Jóns Hreggviðssonar bónda á Rein, Þorgeirs Jósefssonar, framkvæmdastjóra og Daníels Ágústínussonar, fyrrverandi bæjar- stjóra. Glöggt er gests augað segir máltækið. í einkalífi sínu hefur Daníel verið gæfumaður. Hann er kvæntur Önnu Erlendsdóttur og eiga þau tvö uppkomin börn. Eru þau Anna og Daníel einstaklega gestrisin og vinmörg enda hafa margir heimamenn jafnt sem aðkomumenn notið velvild- ar þeirra hjóna, hlýju og persónulegrar vináttu. Vinirnir verða vafalaust margir sem óska Daníel heilla í dag. Ég er einn þeirra, þakka vináttuna og sendi þeim hjónum Daníel og Önnu bestu árnað- aróskir í tilefni dagsins. Jón Sveinsson 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.