Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Síða 1
ISLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 13. april 1983 — 13. tbl. TÍMANS Gísli Jónsson Patreksfirði Hinn 27. janúar sl. lést á Borgarspítalanum í Reykjavík Gísli Jónsson frá Patreksfiröi. Gísli var fæddur á Arnarstapa í Tálknafirði 14. febrúar 1912 og var því 71 árs er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Ólína Guðmundsdótt- ir og Jón Jóhannesson. útvegsbóndi. Ólína var fædd í Stóra-Laugardal í Tálknafirði 17. október 1893, dáin 3. ágúst 1969. Móðir hennar var Svanborg Einarsdóttir, fædd á Gili í Örlygshöfn, Rauðasandshr., Einarssonar, síðar bóndi á Lambavatni í sömu sveit. Enn síðar fluttist hann á Vatneyri við Patreksfjörð, en hann var lærður smiður og vann þar að iðn sinni. Hann lést á miðjum aldri. Guðmundur Jóhannes f. árið 1861, faðir Ólínu, var sonur Guðmimdar Jónssonar, f. 1831 í Hokinsdai í Arnarfirðiog KristínarBjarna-, dóttur f. 1831. Þau bjuggu rausnarbúi á kirkju- jörðinni Stóra-Laugardal. Jón faðir Gísla, f. 3. apríl 1884, d. 8. febrúar 1950. var sonur hins mæta héraðshöfðingja í Tálknafirði, Jóhannesar Þorgrímssonar á Sveins- eyri, er var heiðraður með Dannebrogsorðu fyrir framtakssemi í búskap og hjálparstörf við nauð- stadda samfélagsmenn, en hann var lengi hrepp- stjóri sveitarinnar. Faðir Jóhannesar var Þorgrím- ur Jónsson. f. 23. september 1804, Þórðarsonará Kvígindisfelli íTálknafirði. Móðir Jóhannesarvar Sigríður Gísladóttir f. 10. nóvember 1792, dóttir hins göfuga prests á Selárdal í Arnarfirði frá 1785 til 1829. Gísli fæddist árið 1739, d. 31. ágúst 1834. sonur Einars rektors í Skálholti og síðar sýslu- manns. Gísli gegndi áður prestsstarfi í Skál- holti. Sr. Gísli var kvongaður Ragnheiði Bogadótt- ur . f. 21. júní 1765, Benediktssonar fræðimanns og sýslumanns í Hrappsey á Breiðafirði og síðar á Staðarfelli á Fellsströnd, Dalasýslu. Sigríður Gísladóttir og Þorgrímur Jónsson áttu fjóra syni. sem allir urðu dugandi bændur í Tálknafirði og af þeim er komið hið mætasta fólk. Eftir fæðingu Jóhannesar slitu þau samvistum og ólst Jóhannes upp með móður sinni í föður húsum hennar á prestsetrinu á Selárdal og í skjóli móðurbróður síns. sr. Einars Gíslasonar. f. 23/8 1787 - d. 20/1 1866. er tók við prestsskap af föður sínum á Selárdal og þjónaði í 51 ár til ársins 1863. Einar var kvongaður Ragnhildi Jónsdóttir frá Suðurevri í Tálknafirði. f. 26/8 1789. Ragnhildi dó liðlega fertug, en þau höfðu þá átt 12 börn. Jóhannes á Sveinseyri var þríkvæntur. Fyrst kvongaðist hann Guðrúnu Jónsdóttur frændkonu sinni, f. árið 1842, en missti hana á öðru hjúskaparári þeirra, d. 13/121861, hálfum mánuði eftir fæðingu sonar þeirra Guðjóns, f. 25/11 1861. Hann dó úr barnaveiki í nóv.mánuði 1863. Önnur kona Jóhannesar var Kristín Bjarnadó.ttir, f. 14/11 1839. Þau giftust árið 1866. Kristín var dóttir Bjarna Ingimundarsonar bónda á Sveinseyri í Tálknafirði. Þau áttu Ólaf Bjarna, f. 8/11 1867, hinn kunna framkvæmdamann og frumkvöðul í togaraútgerð og öðrum framfaramálum á Patreks- firði. Kristín dó af bamsförum hinn 17/6 1870. Þriðja kona Jóhannesar var Raghheiður Kristín, f. árið 1846, Gísladóttir, Árnasonar, Gíslasonar prests á Selárdal og ljórunnar Einarsdóttur voru Systkinabörn. Ragnheiður Kristín var því náskyld Jóhannesi. Þau áttu saman 4 börn og frá þeim er kominn allmikill ættbogi, nt.a, í Reykjavík og á Akureyri. Jón Jóhannesson faðir Gísla var tvíkvæntur. Fyrri konuna, Rannveigu Jonsdóttur Ólafssonar, faxlda á Álftamýri í Arnarfirði missti Jón frá ungum syni, Ólafi. HannbjóáPatreksfirði. Ólínu móðurGísla kvæntist Jón árið 1912 og hóf þá búskap á Arnarstapa. Önnur börn þeirra eru Kristinn. f. 1917, útgerðarmaður á Patreksfirði, Fanney. f. 1922, húsmóðir á Akureyri og Björg f. 1935 húsmóðir í Reykjavík. Jón var fjölgáfaður maður, atorkusamur'sjó- sóknari, söngmaður góður, gleðimaður, en gekk jafnan hægt um gleðinnar dyr. Olína kona hans, var fríðleikskona, mild í viðmóti og hafði vakandi auga á velferð fjölskyldunnar. Áric) 1933 kvæntist Gísli eftirlifandi konu sinni, Lovísu Magnúsdóttur, Guðmundssonar, fæddur á Holti í Fífustaðadal í Ketildölum, Móðir Lovísu var Guðrún Guðmundsdóttir, Sörenssonar, f. 1846 í Otradalssókn, kvæntur Kristínu Bjarna- dóttur, f. 1855. Torfasonar, ættaður úr Rauða- sandshreppi, dáinn 53ja ára 1873, þá bóndi á Ytri-Bakka, Tálknafirði. Kona Bjarna var Sig- ríður Bjarnadóttir, fædd í Keflavík í Rauðasands- hreppi. Við giftinguna gafst Gísla góður kvenkostur, sem stóð við hlið hans í harðri lífsbaráttu og endurvakti yndi nýs lífs í fjölskyldunni. Börn Lovísu og Gísla eru: Magdís, gift Ijigimar Jóhannssyni, vélstjóra á Patreksfirði, þau ejga 7 börn. Jón Óli, skipstjóri í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Þorbergsdóttur. Þau eiga 3 börn. Erla, gift Birgi Péturssyni, verkstjóra á Patreksfirði. Þau eiga 7 börn. Svala, gift Ásmundi Kristjáns- 'syni, bónda á Stöng í Mývatnssveit. Þau eiga 4 börn. Yngstur er Jón Björn; byggingarmÝ'tari á Patreksfirði, kvæntur Sigríði Sigfúsdóttir. Þau eiga 3 börn. Gísli og Lovísa höfu búskap í sambýli með foreldrum Gísla á Arnarstapa, en árið 1934 keypti fjölskyldan Innri-Bakka í Tálknafirði og hélt þar áfram sambýli. Á Arnarstapa og víkunum þar innan við í landi Sellátra var frá fornu fari alþekkt útgerðarstöð. Hins vegar er jörðin landlítil og liáði það mjög athafnasömum mönnum við bú- rekstur. Er vélar komu til sögunnar og bátar stækkuðu, hæfðu lendingarskilyrði illa, en innfirðis var öllu hægara til athafna að stærri bátum. Innri-Bakki bauð ennfremur upp á meiri landkosti til búrekstrar en Arnarstapi. Gísli bar svip ætta sinna, allhár og þrekvaxinn, dökkhærður, fríður vel, glaðlyndur og hafði yndi af góðum samskiptum við meðbræðaur sína. Hann hafði andlegt og líkamlegt atgervi til þess að gegna hverju því starfi. sem aðstæður leiddu hann í, en skyldurækni við foreldra haslaði honum völl á heimavettvangi. Til marks um trygglyndi hans má geta þess að yngsta son sinn lét hann heita nafni bernsku- og æskuvinar síns Jóns Björns Etnars-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.