Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Blaðsíða 3
Svavar Pétursson F. 20.01.1905 D. 13.02.1983 Sunnudaginn 13. febrúar kvaddi afi minn og vinur þennan heim og hélt á brott frá okkur. Þó að hann sé horfinn af sjónarsviðinu þá er hann ekki horfinn úr hug okkar og hjarta. Við finnum öll til sárs saknaðar og um hugann líða minningar, myndir liðinna samverustunda er við höfum átt með honum. Hann var sonur hjónanna Péturs Péturssonar b. Grímsstöðum Svartárdal f. 17. sept. 1872, d. 21. okt. 1954 og konu hans Sigríðar Benediktsdóttur f. 25. ágúst 1880d. 28. júní 1953. Þau skildu síðar. Síðar giftist Sigríður Hannesi Kristjánssyni frá Hafgrímsstöðum og ólst Svavar upp hjá þeim. Bjuggu þau í Hvammkoti og víðar. Við afkómendur hans getum þakkað forsjón- inni það hversu lengi við fengum að njóta návistar hans og læra af lífsskoðunum hans og framkomu. Hann trúði því að sú orka sem býr í öllum mönnum væri stærsta auðlind mannkynsins, hana bæri hverjum manni að rækta og virkja. Síðast liðið ár var mér Ijósf að dregið hafði af honum. Ljósið ljómaði ekki eins skært og áður, en stöðugt brá fyrir þeim neista glettni og gamansemi semaðjafnaneinkenndi hann. Síðasti mánuðurinn varð honum erfið raun sem hann þó bar með þolgæði og æðraðist ekki þótt svo væri komið líðan hans að dauðiiiii varð h'öiiuni sann- kölluð líkn. Gott var því að hann fékk hvíldina og þurfti ekki að líða meiri þjáningar en orðið var. Hann hélt fullri andlegri heilsu fram til hins síðasta dags, fylgdist með þjómálum og gladdist yfir hverju því sem til framfara horfði í þjóðfélag- inu. Jákvæðar hliðar fann hann ævinlega á hverju máli og hafði frekar orð á því sem vel var gert en hinu sem miður fór. Ógleymanlegar stundir áttum við öll með þeim afa og ömmu jafnt fyrr sem síðar. Ein þessara stunda var á fimmtugs hjúskaparafmæli þeirra, þegar við vorum öll saman komin og gerðum okkur glaðan dag þann 8. ágúst 1981. Afi fékk notið einstakrar umhyggju ömmu sem stundaði hann af dæmafárri fórnfýsi til hinstu stundar. Elsku amma sem misst hefur mikið, við biðjum góðan Guð að styrkja hana og styðja á þessum erfiðu tímum, einnig börn og barnabörn. Farþú ífriði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir alit-og allt Blessuð sé minning hans. Sigríður Stefánsdóttir. Kveðja frá starfsfólkinu i sútunarverksmiðjunni. Um lítinn tíma lífið mótum vér, með leifturhraða árin líða hjá. Er Svavar kveðjum, sem nú horfinn er, með samhug honum viljum þakkir tjá. Hann meðal okkar starfaði um stund, það starf var metið, virðingar hann naut. Og dagfarsprúður, léttur var í lund, það lagði birtu af hans göngubraut. í forsvar kosinn fyrir okkar hönd, þar fékk sín notið einskær rósemd hans. Þó hér nú hafi brostið vinabönd ei bliknar mynd hins góða fylgdarmanns. - J.S. Auðunn Gestsson Auðuiin Gestsson. lengst af bóndi á Kálfhóli. Skeiðahreppi. varð sjötugur hinn 24. febrúar s.l. A þeim tímamótum leyfi ég mér að óska honum og fjölskvldu hans til hamingju og þakka samveru- stundir. Auðunn cr af gildum bændum kominn og mektugum klerkum. Samt ætla ég ekki að rekja þar nein nöfn. þótt ágæt hafi verið. þvi' að ekki þarf að hrósa forfeðrum þegar Auðunn er hylltur á merkisdegi sínum. Hann er cinn af þeim rnðnnum sem rísa af eigin verkum og verðleikum.. Hann bjó góðu búi á foðurlcifð sinni. Kálflióli. í þriðjurtg aldar. Þar var rausn með sann og gestrisni og þeir sem þangað komu einu sinni. þeir komu aftur og margir oft. í þeim efnum vil, cg þakka fyrir mig og mína. Þar var gestrisni. þar var hjartahlvja og þar var einnig stí glcöi sem þau ágætu hión'. Auðunn og Kristín. jusu af brunni sínum. í þcim brunni lækkaði aldrci. og sannast þar hið fornkveðna. að sá cr auðugastur sem sífellt gefur öörum. Hláturinn átti heima í ddhúsinu á.Kálfhóli. Hvcr sá scm þar kom. veit hvað gáski er og kátína. Engan vissi ég koma það mikinn fýlupoka að hann færi ekki hlæjandi. Smiður góður cr Auðunn. bæði á trc og járn. Um það vitna öll þau smíðisverk sem hann vann n;igrönnum sínum. svcit sinni dg rcvndar víðar. Hendur hans urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að styrkja það samfclag sem viðhaldið hefur lífi og treyst byggð jafnan í þessu landi. En hitt er satt, að við lá að smíðagáfan hefði Auðun af okkur. Þaö bar þannig til. að Jón, föðurbróðir hans sem fluttist ungur til Vesturhcims og varð þar merkur uppfinningamaður um stáleflingu, kallaður Jón Stál. koin hcr í heimsókn á æskuárum Auðuns. Hann sá strax járnsmiðinn í piltinum og skynjaði ncistann á afli hans. Hann bauð frænda sínum með scr vcstur yfir hafið að bcygja járn ogsveigja stál. Úr þcssu varö ekki, og misstu þar Kanada- menn af góðum þcgni en við hér heima fengum að njóta hans. Sá scm þetta ritar náði því, fyrsta sumarið sem vikapiltur á Kálfhóli, að vcra mcð Auðuni í gömiu smiðjunni og þenja blástur að eldi hans. Ég fckk hjá honum að skynja sem í andblæ galdra eldsmiðjunnar gömlu. Það var gaman. Kona Auðuns ágæt er Kristín Guðmundsdóttir, ættuð af ísafirði. Nú hafa þau hjón brugðið búi og eru flutt að Selfossi. Þar stundar Auðunn smíðar hjá húsaverksmiðjunni Samtak. Þcim hjónum auðnaðist að flytja með sér hinn góða brag sem á Kálfhóli var, og á Fossheiði 9 er jafnan hlæjandi fólk í heimsókn: nágrannar, vinir, fyrrverandi vikapiltar eða kaupakonur, að ógleymdum öllum börnum. tengdabörnum og barnabórnum. En einnig á þeim sannast verklagni Auðuns og smiðsauga, því að einna erfiðast verkcfni er það öllum mönnum að velja sér afkomendur og tengdabörn. í þeim efnum var og er Auðunn gæfumaður. Öllum þeim flyt cg mínar bestu hamingjuóskir. Þór Vigfússon

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.