Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Page 4
ZSSZEEi Sigríður Jóhaimsdóttir Faedd 10. maí 1894 Dáin 29. mars 1983 „Verdur skyggn að sólu sestri sál er losnar holds við ok stjarnan skœra skín I vestri skoða ég hana í vökttlok“ G.T. Óvíða er jafn víðsýnt og frá Arnarhóli í V-Landeyjum. I norður blasir við fagur fjalla- hringur með Heklu í öndvegi, í austri gnæfa Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull, en til suðurs blasa við Vestmannaeyjar og hin ómælanlega vídd Atlantshafsins, þar sem öldurnar eilíflega berja Landeyjasand. Á þessum bæ ól mestan sinn aldur heiðurskonan Sigríður Jóhannsdóttir. Hún fæddist 10. maí 1894 og lést 29. mars 1983. Foreldrar hennar voru Katrín Jónsdóttir og Jóhann Tómasson og voru þau merkishjón. F.inn albróður átti Sigríður, Halldór og tvo hálfbræður, Böðvar og Vilmund, frá fyrra hjónabandi Katrínar. Einnig ólu þau Katrín og Jóhann upp tvö fósturbörn, Ingileif og Kristinn. Öll eru þau nú látin. Sigríður var fönguleg kona, vel greind. víðlesin og afar vel verki farin. Henni féll aldrei verk úr hendi á meðan hún var einhvers megnug. Trygg- lynd var hún og frændrækin með eindæmum. Það var sólskinsdagur þegar Magnþóra Magn- úsdóttir. nýfædd. var tekin inn á heimilið að Amarhóli. Ekki var það þó sólskinsdagur í lífi' móður Magnþóru og hennar sex systkina, en þá fyrr um daginn hafði Magnús faðir Magnþóru látist úr lungnabólgu. Ekki var ætlunin að Magnþóra yrði á Arnarhóli til langdvalar, en forlögin höguðu því þannig að hún ílentist þar og féll það að mestu í hlut Sigríðar Jóhannsdóttur að sjá um uppeldi Magnþóru, þar sem foreldrar Sigríðar voru þá allnokkuð við aldur. Sigríður eignaðist ekki eigin börn, en hún tók miklu ástfóstri við Magnþóru og var ávallt mjög kært með þeim. Undirrituð dvaldi á Arnarhóli átta sumur sern barn og var mín mesta tilhlökkun að komast þangað sem fyrst á vorin og dvelja þar fram á haust. Eru mér þessi sumur ógleymanleg og það, að fá að kynnast sveitalífinu eins og það var þegar hesturinn enn var þarfasti þjónninn var ekki lítið uppeldisatriði. Sigríður var mér mjög góð og ekki voru þeir fáir aukabitarnir sem hún stakk að mér. Mér er minnisstætt hve vel hún tók á móti þeim sem minna máttu sín og komu til skammrar dvalar að Arnarhóli. Gekk hún þá úr rúmi fyrir þeim og hlynnti að þeim á allán hátt. Þegar að því kom að Magnþóra giftist Guðjóni Helgasyni og þau stofnuðu sitt heimili í Reykjavík leið.ekki á löngu þar til Sigríður og Jóhann faðir hennar urðu heimilisföst á heimili Magnþóru og Guðjóns, en þá var Katrín látin. Á heimilinu ríkti góður andi á milli hinna eldri og yngri og var Sigríður fimm börnum Magnþóru og Guðjóns Jón Póröur Guðmundsson Bræðraborgarstíg 24A Fæddur 13. september 1897 Þú áttir konu. Dáinn 2. febrúar 1981 scm í átján ár var alltaf veik, en samt þú tilbaðst þá. Þú reyndist þar. sem alltaf áður hér. Minningarljóð frá eiginkonu svo undur góður henni Ég fór til þín um þjáninganna leið. - og líka mér. Ei þarf að spyrja ■ — hve sú leið er greið. Laginn varstu í öllu. Þú gast ei talað. elsku Nonni minn. ekkert gengið, þó Gamán var að sjá þig þú allt það barst með þinni miklu ró. flaka fiskinn um sinn. Eins var það með orfið. Ég þakka þeim, er þú snertir hér. sem alltaf voru þér Aldrei hef ég séð failegri sem bestu systur meðan dvaldist hér. slátt en hjá þér. Sá guð sem vakir Ég þakka fyrir umhyggjuna. ávallt yfir mér sem þú sýndir mér. mun finna leið Þegar ég var lasin svo geti ég fylgst með þér og leið illa hjá þér. Mér gafst einhver kraftur að vera heima hér. þegar þú varst veikur. Guð, ég þakka þér. Lilja Gísladóttir 4

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.