Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Side 7
23E Vigfús Arnason Kennari lamaðist hún mjög illa af mænuveiki og bar þess ávallt menjar. 16. mars 1934 gekk Guðrún að eiga Ólaf Jónsson frá Keldunúpi á Síðu í V.-Skapt.. þarsem foreldrar hans bjuggu. Var Ólafur einn af sextán systkinum. Hann var dyravörður í stjórnarráðinu um þrjátíu ára skeið, fram að aldurstakmarki. Jón Jónasson, faðir Ólafs, var bróðir Bjarna Jónasson- ar, afa frú Sigríðar á Melstað. Þriðji bróðirinn var Anes á Brunasandi. Þau hjón Guðrún og Ólafur eignuðust eina dóttur Jenný að nafni, - kennari að menntun og atvinnu. Hún er gift Ragnari Zófaníassyni, og eiga þau þrjú börn, öll uppkom- in. (Ofanritað hafa hjónin Ólafur Jónsson og Jenný Guðrún Laxdal, Grund við Hringbraut, lesið mér undirrituðum fyrir, og ég ritað jafnóð- um. Hugsað sem heimild fyrir eftirtímann.) Helgi Tryggvason kennari Hér vil ég undirritaður bæta þeim orðum við, frá sjálfum mér, að ég var samtíða Jenný Guðrúnu á farskóla sveitar okkar. Mér þótti hún síður en svo kjarkmikil þá, en því meir dáðist ég að stillingu hennar og óbilandi þolgæði. þegar ég heimsótti hana öðru hvoru á Elliheimilið Grund í hennar erítðu og langvinnu banalegu. En hún treysti þeim, sem dauðanum er sterkari og beið róleg sinnar stundar. Útför Jennýar var gerð frá Bústaðakirkju en jarðsett að Melstað við hlið manns hcnnar. H.Tr. Þeir sem að skrifa miiiningar- eða afmælis- greinar í íslendinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila véliituðum handritum Vigfús Árnason lærifaðir okkar og samstarfs- maður er látinn. Þó svo að við hefðum verið búin fyrir löngu að gera okkur grein fyrir því að það gæti gerst hvenær sem er, sakir þeirra veikinda sem hann hefur átt við að stríða, kom lát hans okkur á óvart. Hann var alltaf svo léttur og starfsamur, og hvar sem hann kom smitaðist andrúmsloftið af glaðværð, hinir þungbúnustu svartsýnismenn gátu ekki annað en brosað í návist hans.x En við lítum yfir farinn veg og rifjum upp kynni okkar af Vigfúsi er það ekki í hans anda, að sitja með hendur í skauti og syrgja fallinn kappa, heldur eflast við minningu hans og taka upp merkið þar sem hann skildi við það. Á undanförnum árum hefur Vigfús haft veg og vanda af því að byggja upp kennslu í hársnyrti- greinum. Verknámsskólinn í hárgreiðslu og hár- skurði við Iðnskólann er fyrt og fremst hugmynd Vigfúsar og hefur hann fylgt henni fram með slíku harðfylgi að fílhraustir menn mættu vera stoltir af. Sú vinna er ómæld sem hann lagði á sig, kauplaust til að mæta á fundi og tala máli iðngreinar sinnar, til þess að gera veg hennar sem mestan. Þar talaði hann ekki aðeins máli meistara heldur oft á tíðum frekar nemenda, því hann bar málefni þcirra mjög fyrir brjósti. Á þessum fundum, sem margir hafa verið háðir gerði Vigfús óspart grín að veikindum sínum og er okkur ekki grunlaust um að hann hafi gert það hvað mest er hann var veikastur. Oft á tíðum tók hann þá upp hvíta litla pillu og setti hana undir tunguna, horfði fast á málefnalegan andstæðing og sagði „Mér veitir ekki af fimmtíma pillu gegn þér“. Fyrir utan það að á undanförnum árum hafði Vigfús unnið ómetanlegt starf að fræðslumálum, hefur hann sem persónuleiki rist djúpt í sálir þeirra sem hafa þekkt hann. Siðfræði hans og tilfinning fyrir lífinu hlýtur að hafa haft áhrif á þá sem kynntust honum til hins betra. Ef nemandi sem í skólann kom var minimáttar á einhvern hátt var hann orðinn skjólstæðingur Vigfúsar. Þetta var algild regla, sem við gengum út frá samkennarar hans. Okkur var það því ekki udnrunarefni er hann tók upp á sína arma tvo nemendur sem voru heyrnarlausir en vildu læra hárgreiðslu. Hann lagði á sig kvöldnámskeið til þess að læra táknmál þeirra og var vakandi yfir velferð þeirra. Vigfús var ekki maður sýntiarmennskunnar, hann lifði eftir sinni sannfæringu og hver sá er umgengst hann varð auðugur af því, ekki verald- lega heldur andlega. Þótt við leggjum okkur öll fram við að halda uppi hans merki, alfrísk, komumst við ekki í hálfkvist-við hann sjúkan. Við vottum eiginkonu hins látna og ættingjum samúð okkar. Dóróthea og Torfi. Kveðja frá Iðnskólanum í Reykjavík Vigfús Árnason var kennari í hárskurði við Iðnskólann í Reykjavík frá ársbyrjun 1969 og nú síðustu árin deildarstjóri í þeirri grein. Hann var eins og sönnum rakara sæmir ekki einungis meistari í sinni grein heldur meistari í mannlegum samskiptum bæði til orðs og æðis. Vigfús var í senn einstaklega skapgóður, kíminn og jákvæður. Þessir eiginleikar n&u stn vel t kennarastarfinu og leiddi til góðs samstarfs við nemendur, sveina og meistara í greininni. Við samstarfsmenn Vigfúsar vissum að hann átti við langvarandi veikindi að stríða. Hann var þó einatt glaður og reifur. Þannig munum við hann mörg úr góðum fagnaði skömmu áður en hann veiktist hinsta sinni. Skólinn þakkar honum farsæl störf og vottar eiginkonu og ættingjum samúð sína. Ingvar Ásmundsson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.