Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 13.04.1983, Síða 8
60 ára Þráinn Valdimarsson Amerískur rithöfundur, er uppi var á 18. öld og W. Irwing hét, sagði svo: „Stórhuga menn eiga sér markmið, aðrir óskir. Erfiðleikarnir buga slævðar og lítilsigldar sálir, en stórhugar menn sigrast á þeim''. Þráinn Valdimarsson er einn af þeim fáu mönnum, sem ég álít að hafi átt sér markmið og hafi unnið sleitulaust að þeim, þann tíma sem hann var framkvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins. Þegar hvað vcrst hefur gengið hefur að jöfnu verið að mæta stórhuga manni. er ekki hefur látið erfiðleika stundarinnar buga sig. Fyrir stjórnmála- flokk ríður á miklu að málsverjendur hans séu traustir og sterkir og láti ci bifast frekar en klettar í hafi. cr standa af sér bálviðri sjávar. Það mæðir meir á manni í þeirri stöðu er Þráinn hefur gegnt svo vel um áratugi, en í nokkru öðru starfi er ég þekki til. Að vera sannur til orðs ogæðiser háleitt og stórt gæðamerki á hverjum þeim er slíkt fá í einkunn um starf sitt. Ég hefi haft dálæti á likingu Snorra Sturlusonar þegar hann talar um drengi góða og batnandi. Þannig hygg ég að vinur minn Þráinn Valdimarsson sé. Hann er drengur góður ogbatnandi. Þráinn er fæddur 9. janúar 1923 á Ástólf - stöðum. Gnúpverjabæjarhreppi. Samskipti okkar hafa á liðnum árum verið mér til ánægju og gagns. Starf það sem Þráinn hafði með höndum var erfitt og ekki eftirsóknarvert. v Ég hygg að ekki í nokkru starfi þurfi menn eins að geta siglt byr beggja og vera í reynd manna sættir á hverju sem dynur. Dyr Þráins hafa ávalt verið opnar öllúm til hjálpar. því til lians komu hin ólíkustu rhál til úrlausnar. Þráinn getur því með sanni sagt: „Ég er rhaður og tel mér ekkert mannlegt óviðkomandi". íslendingasögúr okkar fjalla mest um hetjur bæði góðar og slæmar. Margir af sögufrægustu görpum sögunnar voru jafn fimir með vopn sem í orðakasti við náifnga á þingum. sumir af þessum mönnum þóttu öðrunt mönnum meiri af sjálfum sér eins og t.d. Njáll á Bergþórshvoli og Hrútur bróðir Höskuldar föðurbróðir Hallgerðar þeirrar er gift var hetjunni Gunnari Hámundarsyni frá Hlíðarenda. Um þá Njál og Hrút var sagt að þá væri gott að sækja heim til hinna stærri ráða enda munu þeir hafa átt lausn við flestum málum er upp komu. Þráinn Valdimarsson hefur um langan tíma orðið að vera viskubrunnur flokksbræðra sinna og vina í hinum ólíkustu málum, þannig að margur hefur frá honum glaðari í bragði farið, en þegar hann kom. Þráinn minn. þessi kveðja til þín kemurseint og óvænt og þó mest fyrir mig, þar sem eg ætlaði ekki að trúa því að þú værir orðinn scxtugur, en lífsgleði þín og söngur hafa blekkt fleiri en mig. En nú er vorið að koma og „Vér förum gegnum skógargöng við glaðan fuglasöng við skógar hlýja hlé sem hvíld oss lét í té". Þú ert svo ungur. en þó ríkur af reynslu lífsins. sem svo margir keppast við að fanga en tekjan svo misgóð. Ég veit að við starfi þínu tók vaxandi drengur og músíkalskur líka, en ég er ekki viss um að hann nái að hrífa reiðar og daprar.sálir á sama hátt og þú. Þegar við „Látum sönginh hvellan hljóma. helgum honum þetta kvöld, látum hreinar raddir róma rituð orð á söguspjöld; dýrast gaf oss djásn í heim. drottning lista söngsins hreins". Þráinn minn. þér og þínum góða förunauti Elise Árc óska ég alls hins besta í framtíðinni og bið þann sem öllu ræður að vera þér og þínum um ókominn tíma förunautur. Krisján B. Þúrarinsson. 60 ára Hörður Helgason ■ Enskur stjórnmálamaður R. Pccl scm var uppi á 19. öld sagði „það tekur þrjár kynslóðir að skapa heiðursmann". 27. mars 1923 leit einn slíkur Ijós dagsins vestur á ísafirði. Hörður Helgason fyllir í dag sjötta tug ævi sinnar. Ég hygg að þessir sex tugir hafi verið á margan hátt viðburðaríkir í lífi Harðar. Hann setti sér 13 ára gamall markmið sem hann hefur svo síðan fylgt eftir án þess að víkja nokkru sinni út af stefnunni. Markmið Harðar var að starfa fyrir íslensku þjóðina að utanríkismálum. Hann varð stúdent -frá Menntaskólanum á Akureyri 1943. Þaðan lá svo leiðin til frekara náms, er tryggði honum sem besta þekkingu á hcimsmálum-cins og þau gerðust þá er hann kom sprenglærður frá námi í utanríkis- þjónustuna 1948. Hörður er nú sendiherra íslands í New York. þar sem hann gætir þess að hagsrríundir íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna séu ekki fyrir borð bornir. Ég er þeirrar skoðunar að öll markmið séu merkileg, svo framarlega sem mönnum takist að fylgja þeim eftir. Hæfileikar Harðar til að umgang- ast fólk eru með þeim ágætum að ég get ekki látið hjá líða að geta þeirra að nokkru. Þegar hann var í M.A. var hann hrókur alls fagnaðar hvortt sem var við íþróttir eða annan leik. Hann lét sig ekki muna um að spila fótbolta renna sér á skíðum eða taka að sér helstu hlutverk í leikritum t.d lék hann Frænku Charlcs í því ágæta verki og tókst mjög vel að skila því eins og öðru sem hann gerir. Ég veit ekki hvort minn ágæti vinur og fyrrum húsbóndi les nokkru sinni þessar línur. en mér er oft hlátur í huga þegar þú. Hörður. ert að undirbúa laxveiðiferðir þínar strax um áramót. þú ert sjálfsagt þegar byrjaður að líta flugurnar þínar hvru auga eins og svo margt annað fallegt sem ber fyrir augu í þessari veröld. Kæri vinur ég vona að heilladísir vorsins verði þér og Söru alltaf fvlgispakar hvert sem leið ykkar liggur út í hinum stóra heimi. Ég veit að ég tala fvrir munn alls starfsfólksins í utanríkisráðuneyt- inu þegar ég tek mér í munn orð enska vísinda- mannsins J. Lubbock „Allir vita að glaður vinur er eins og sólskinsdagur. sem stráir birtur allt í kringum sig. og það er á færi okkar flestra að gera þennan heim ýmist að höll eða fangelsi". Ég vona því að höfundur tilverunnar megi gera alla da^a vkkar Söru konu þinnar. að sólskinsdögum. Ég hlakka til að sjá ykkur í sumar og ég veit ég þarf ekki að minna ykkur á að koma með veiðidótið. Kristján B. Þórarinsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.