Íslendingaþættir Tímans - 20.04.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 20.04.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞAVTTIR Miðvikudagur 20. apríl 1983 — 14. tbl. TIMANS Páll Jónsson, bóndi, Arnanesi Fæddur 1. jan. 1898 Dáinn 27. mars 1983 Um þig, um þig mig dreymir daga og nætur og daga og nætur hefég leilað þín. Mín sál er hrygg, mín sorg á djúpar rætur og sumri hallar skjótt og œvin dvín. (Stetnn Steinar) Leiðir okkar Palla lágu saman vorið 1958, þegar ég hélt austur á Hornafjörð til sumardvalar. Að baki lá áhyggjulaust líf átta ára snáða í foreldra- húsum og framtíðin óviss og án tilhlökkunar. Það fór þó á annan veg því að næstu sjö sumur þar á eftir dvaldi ég sumarlangt í Árnanesi hjá Palla, Dúa og Siggu einsog þau voru kölluð meðal sveitunga og vina. í dag leita hugsanir mínar til baka til áranna í' Arnanesi og til allra heimsóknanna, sem fylgdu í kjölfarið. Það er erfitt að gera grein fyrir því, sem skipti mig máli í sambandi við þessa dvöl, sem olli þó straumhvörfum í lífi mínu. Kynnin af þeim bræðrum og Sigríði urðu frekari þróun lífs míns mikils virði. Ég lærði þar flest þau störf, sem koma að gagni í hinu daglega lífi, aúk þess sem ég lærði að virða og hagnýta náttúru landsins, sem svo síðar mótuðu val mitt við ákvörðun á lífsstarfi. Þátttakendur: Það er ekki hægt að greina frá dvölinni og kynnum mínum af Palla eða afa eins og ég kallaði hann ætíð, án þess að geta um aðra ábúendur í Arnanesi á þessum tíma. í Austurbænum bjuggu þeir bræður Páll og Guðjón ásamt Sigríði ráðskonu. f Upphúsum bjuggu hjónin Vilmundur og Jóhanna með dóttur Jóhönnu. Huldu. í Vesturbænum bjó Valdimar, hestamaður, sem alltaf þóttist vera framsóknar- maður. , Leiksviðið: Sjónarspilið fór fram í Árnanesi, með umhverfi. Hólarnir á nesinu voru eins og stoðir, sem sköpuðu skjól og athvarf fyrir þátttakendur. Sveitin í kring skapaði að lokum hina stórfenglegu umgjörð. sem nauðsynleg er í góðum ævintýrum. Nálægðin við þessa stórfenglegu náttúru, sem mótaðist af jöklum, háum fjöllum, firðinum með eyjum og ríku graslendi, setur síðan mark á ábúendur staðarins. Hver einstaklingur með sín einkenni. en öllum sameiginleg lotning fyrir lífinu °g gildi vinnunnar. Aukahlutverk í þessu sjónarspili voru tíma- bundið í höndum undirritaðs, ásamt sumarmanna hjá Vilmundi, ættingja, vina og hestamanna, sem sóttu þessa höfðingja heim. Lífið snerist um öflun heyja, kartöflurækt, silungsveiðar með misjöfnum árangri en mest um hesta. Páll heitinn og Valdimar voru frægir hesta- menn víða um sveitir og ræktun hornfiska hesta- stofnsins frá Óðurauðku átti hug þeirra allan,. Oft var deilt um hvor þeirra hefði átt betri hesta, og var oft meira stuðst við tilfinningar en það tölfræðilega mat, sem tíðkast í dag. Ég minnist ' yndislegra stunda, er allir bændur ásamt sumar- mönnufn sátu í grasinu við traktorshúsið hans Villa og ræddu dægurmál eða rifjuðu upp löngu liðin atvik. Var Blakkur hans Valda betri en Dilknesklár- inn? Voru ekki skagfirskir hestar komnir út af Óðurauðku? Hvernig tókst þér Dúi að stöðva Rauð þinn á Gálgaklett? Allir voru þó sammála um að Nasi hans Palla hefði verið fljótastur hesta á fslandi fyrr og síðar. Eins að hestur eins og Skógur fæddist aðeins einu sinni á öld. Margar minningar mínar frá þessum tíma tengjast barningi við að ná í hesta, ríða út, sýna þá eða aðstoða við að leiða undir. Minnisstætt er atvik, þegar Gunnar Bjarnason kom einu sinni á hestamót fyrir innan Bjarnanes. Allir hestarnir áttu að fara til keppni og skarta sínu fríðasta, þótt fáir væru fulltamdir. Vegna fjölda hesta var nauðsynlegt að binda upp í suma með snæri, en þegar það þraut reif Dúi af sér beltið og reið Glókollu eins og sannur höfðingi inn í dómhring- inn. Ekki man ég lengur fyrir satt árangur okkar í keppninni. Þó minnir mig að rauð meri frá Borgum hafi verið hlutskörpust. Þetta kom þó ekki að sök, því að merin var af Árnaneskyni. Palli heitinn naut aldrei þeirrar hamingju að kynnast góðri konu, giftast og eiga börn, sem hefði þó átt vel við hann eins barngóðan og hann var. Heldur mótaðist allt líf hans af umhyggju fyrir búfjárstofninum, þó sérstaklega hestunum. Tilgangur hestamennskunnar hjá Palla var ekki eingöngu vegna eigin ánægju heldur færði sala hesta tekjur í bú bænda. Palla þótti alltaf miður, er sala komst í höfn, og söknuðurinn var stór í hvert skipti, er hesti var fylgt til skips. Ég man vel eftir einu atviki, þegar við fylgdum brúnum tveggja vetra klár, Verði, undan Dúa Stjörnu ásamt ári yngri systur hans til skips. Engin svipbrigði sáust á Palla fyrr en allt var yfirstaðið

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.