Íslendingaþættir Tímans - 20.04.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 20.04.1983, Blaðsíða 5
VJTWmWl Jón Matthíasson frá Gröf, Þorskafirði Fæddur 7. maí 1901. Dáinn 17. mars 1981. Eftir mjög erfiða og langa sjúkralegu andaðist á Landspítalanum, hinn 17. marss.l., Jón Matthí- asson, Bjarghólastíg 8, Kópavogi. Jón Mattíasson var fæddur 7. maí 1901 að Hvítanesi við Súðavík ísafjarðardjúpi. Hann vantaði því aðeins tæpa tvo mánuði til að fylla áttugasta aldursárið. Barn að aldri fluttist hann með móður sinni suður í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandar- sýslu. En í Gröf í Gufudalssveit ólst hann svo að mestu upp og þar var heimili hans upp frá þvf til 42 ára aldurs, og var hann um mörg ár stoð og stytta heimilisins er fóstri hans var mjög farinn að heilsu og kröftum,en fóstri hans var maður mjög heilsuveill mörg hin síðari æviár og lést á öndverðu ári 1943. Ekki naut Jón Matthíasson annarar skóla- menntunar en þeirrar mjög svo yfirgripslitlu menntunar í heimahúsum er í þá daga var krafist af börnum til þess að ná fullnaðarprófi fyrir fermingu. En það duldist engum er einhver kynni höfðu af drengnum, enda þótt hann væri hlédrægur fluttu síðan heimili sitt til Vestmannaeyja 1978. Ég saknaði vina í stað, þegar þau fluttu úr bænum. Það var alltaf gott og notalegt að sækja þau hjón heim í Hlégerðið og njóta þar þeirrar einlægu gestrisni og vináttu, sem „kom að innan". Oddur hafði margt að miðla í samræðum. Hann átti að baki sér margvíslega lífsreynslu, var flestum mönnum minnugri, víðlesinn og fróður í sögu þjóðarinnar fyrr og síðar og bókmenntum hennar fornum og nýjum. Allt þetta lék honum á tungu ásamt ófáum kvæðum og lausavísum, sem hann kunni reiprennandi og gat vitnað í við öll tækifæri til að krydda mál sitt og frásagnir. Sjálfsagt hafa ýmsir samferðamenn Odds séð það helst í fari hans, að hann oft og tíðum „batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn". beir sem betur þekktu hann, vissu þó fyrst og fremst, að þar fór heilsteyptur rneð og heiðar- tegur, traustur og tryggur þeim hugsjónum, sem hann barðist fyrir, hreinskilinn og sannur vinur v>na sinna, enda bjó viðkvæmt og hlýtt hugarþel að baki, þó að það væri ekki alls staðar borið á torg. , Að leiðarlokum er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir vináttu Odds A. Sigurjónssonar og fyrir þá ánægju og þann lærdóm, sem þau kynni urðu mér. Konu hans, börnum og fjölskyldum þeirra flyt ®g einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón H. Guðmundsson mjög, að þar fóru saman námsgáfur góðar og ástundunarsemi til lestrar og náms svo og lipurð, háttvísi og prúðmannleg framkoma, ásamt sam- viskusemi í hvívetna. Gengu þessar honum með- fæddu dyggðir sem rauður þráður í gegnum öll samskifti hans við samborgara á lífsleiðinni. En því miður er það svo, að oft verður litið úr góðum efnivið er rís úr jarðvegi íslenskrar alþýðu, sakir umkomuleysis og fátæktar, og er það illa farið. Eftir því sem ástæður leyfðu aflaði Jón Matthías- son sér haldgóðrar sjálfsmenntunar í heimahús- um, sem jafnan reyndist honum notadrjúg heim- anfylgja á lífsleiðinni. Ég er þess vel minnugur frá æsku og unglingsár- um mínum heima í sveitinni að eigi bar fundum okkar Nonna svo saman að við ekki töluðum um bókmenntir, skáldskap og listir, leið þá tíminn harla fljótt og dáði ég hvað Nonni skildi þetta allt svo miklu betur en ég. Er ungmennafélag var stofnað í Gufudalssveit 1928-29 varð hann strax virkur þáttakandi í þeim félagsskap, og um nokkurt árabil hafði hann veg og vanda af handskifuðu blaði er gefið var út í sveitinni á vegum ungmennafélagsins, og var það verk af hans hálfu af hendi leyst með prýði. Á unglingsárum svo og nokkuð lengur lagði Jón Matthíasson sig fram um tófuveiðar að vetrarlagi og varð nokkuð ágengt. Veturinn næsta fyrir fermingarárið mitt dvaldi á Hallsteinsnesi um tíma, kennarinn Lárus Þórðarson í Börmum, okkur Hallsteinsnesstrákum til uppfræðslu, hafði Lárus mikinn áhuga á tófuveiðum en bæði háði tímaskortur, svo og bilað brjóst. Frostharðan sólbjartan og lygnan morgun einn er Lárus var að klæðast verður hann hugsi og segir sem við sjálfan sig! Ekki hefur tófan töf, að tölta neðan hlíðarnar. Ég vildi að hann Jón í Gröf, jafnaði á henni síðurnar. Lárus varð að þessari ósk sinni og varð að vonum glaður við, er litlu seinna fréttist að Nonni í Gröf hafði veitt tófu. Riffill var keyptur að Gröf, þá þegar er bönnuð var með lögum, aflífun fjár með hálsskurði. Með þessu skotvopni aflífaði Nonni húsdýrfyrir heimil- ið, svo og næstu nágranna, er mjög oft til hans leituðu þeirra erinda, enda fórst honum giftusam- lega öll meðferð skotvopna. Á ungdómsárum eignaðist Jón Matthíasson tvö börn, son Odd, fæddan 24. 10. 1921. Frá barnæsku átti Oddur við mikið heilsuleysi að stríða, líkamlega lömun, Oddur lést 19.19. 1955. Dóttur Aðalbjörgu sjúkraþjálfara, fædd 27. 10. 1926, maki Skúli Ólafsson fulltrúi hjá S.Í.S. Skúli lést á síðastliðnu ári, þau eignuðust fimm börn, 2 syni og 3 dætur. Hafa þau nú stofnað sitt eigið heimili, nema yngsta dóttirin sem enn dvelur heima, Jón Matthíasson flutti frá Gröf að fóstra hans látnum vorið 1943 til Flateyjar á Breiðafirði, og hafði hann þar um nokkurt skeið á hendi póst- og símaþjónustu ásamt fleiru. Eftir nokkurra ára dvöl í Flatey flutti hann með fjölskyldu sína suður í Kópavog, en hann starfaði lengst af inn í Laugarnesi í Reykjavík, samfellt hjá sama fyrir- tækinu á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, mjög fram á áttræðisaldur, svo lengi sem heilsa og starfskraftar framast leyfðu. Eigi er hátt til lofts né vítt til veggja á Bjarghólastíg 8, Kópavogi. „Þar sem hjartarúm er nóg, er alltaf rúm,“ segir spakmælið. Ja svo sannarlega sannast hafa þessi sannindi hjá Jóni og Guðrúnu konu hans. Af einstakri hjartahlýju, alúð og gestrisni var gestum fagnað - og eftir fremstu getu greitt úr þeirra vandræðum. Alltaf var pláss í litla bænum að Bjarghólastíg. Eftirlifandi kona Jóns Matthíassonar er Guðrún Þórðardóttir frá Fit á Barðaströnd, eignuðust þau eina dóttur barna Silju f: 9.7. 1948, maki Ægir Geirdal starfsmaður hjá Sjónvarpinu, eiga þau 4 börn. Minningar margar, allar hugljúfar, mjög á hugann sækja, frá kynnum okkar öllum, þar ber eigi skugga á. Já margt á ég þér að þakka vinur, Nonni minn. Á morgnum bcrsku og æsku þinnar að Gröf í Þorskafirði, svo og á árunum þínum í Flatey á Breiðafirði, beindir þú fagnandi augliti þínu móti sólrisi yfir þín kæru og risháu Vaðalfjöll er æ vörð halda um Breiðafjörð. Svo gengur þú nú fagnandi mót sólrisi á landi eilífðarinnar, hvar þér og mæta fagnandi vinir í varpa. Þig vermi eilífðarinnar náðarsól. Eftirlifandi ástvinum þínum öllum óska ég og allrar guðsblessunar. Þinn gamli granni, Ól. Ólafsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.