Íslendingaþættir Tímans - 04.05.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 04.05.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 4. maí 1983 — 16. tbl. TÍMANS Arnór Kr. Diego Hjálmarsson, yf irf lugumf erðar s tj óri Fæddur 30. mars 1922 Dáinn 25. mars 1983 Vorið 1946, fyrir tæpum 37 árum síðan, er ég hóf störf hjá Flugmálastjórn íslands, eru mér minnisstæð fyrstu kynnin við vörpulegan mann, þéttan á velli og þéttan í lund, óvenju suðrænan útlits og með virðulegt og athyglisvert skegg. Hann vakti athygli hvar sem hann fór og ekki síður er í Ijós kom við nánari kynni, að hann hafði til að bera óbugandi sjálfstraust og afburða frásagnargáfu og fór þar svo sannarlega á kostum er honum tókst best upp. Þetta var Arnór Kristján Diego Hjálmarsson, einn af frumherjum flugumferðarstjórnar á Islandi og sá sem fyrstur manna hóf nám í þeirri grein hér á landi, hjá Englendingum á Reykjavíkurflugvelli, haustið 1945. Arnór fæddist í því sögufræga Unuhúsi við Garðastræti í Reykjavík hinn 30. mars 1922 og var því aðeins tæplega 61 árs er hann hvarf okkur yfir móðuna ntiklu. Sitt suðræna útlit fékk Arnór frá föður sínum, Hjálmari Diego, bakara, gullsmið og síðast lengi fulltrúa hjá Tollstjóra-embættinu í Reykjavík, sem fæddur var að Þingeyri við Dýrafjörð, og föðurafanum Jean Diego, fæddum í Frakklandi, af fransk-spænskum ættum, en fluttist til Bandaríkjanna og var lengi skipstjóri á bandarískum fiskveiðiskútum hér við land, með aðsetur á Þingeyri. Móðir Arnórs var Halldóra Friðgerður Sigurð- ardóttir, fædd að Steinhólum í Jökulfjörðum árið 1893. Amór ólst upp í stórum systkinahópi. en eldri honum voru: Friðrik, Þorkell, Diego, Sigríður og Sigurður ér dó ungur, og yngri þau Uni, Jón, Guðrún, Þorteinn og fóstursystirin Vala. Fjöl- skyldan fluttist úr Unuhúsi að Mjóstræti 4, þaðan að Nýlendugötu 11, en byggði að lokum húsið að Steinhólum við Kleppsveg, þar sem Sigríður Hjálmarsdóttir. systir Arnórs, býr enn. Stutt var í sundlaugarnar í Laugardag frá Steinhólum, enda notfærði Arnór sér það óspart og varð snemma góður sundmaður. Svo var það h'ka hið spennandi flugæjvintýri, sem tók hug hans allan og ekki svo langt að fara inn í Vatnagarða, en þar lentu snjóflugvélamar og höfðu sitt aðsetur. Ferðir hans þangað urðu æði margar og áhugi hans fyrir fluginu svo mikill að eitt sinn fékk hann skólabróður sinn til að segja kennaranum að hann v®ri forfallaður vegna botnlangabólgu, en var raunar langdvölum í Vatnagörðum. Þá var líka sjálfsagt mál að taka þátt í sviffluginu og stjórna þeim tígullegu, hljóðlátu flugum um loftin blá, enda sparaði hann hvorki tíma né fyrirhöfn til að stunda þá ágætu íþrótt, í tómstundum sínum. Það lýsir vel skapfestu Arnórs, að er hann hafði aldur til, vildi hann nema loftskeytafræði, en fékk ekki inngöngu í skólann er námið hófst, vegita þess að hann hafði þá ekki lokið gagnfræðaprófi, sem tilskilið var. Engu að síður settist ann .þar á skólabekk, en kennarar virtu hann ekki viðlits, lengi vel, þar til leið að jólum, þá tók skólastjórinn hann eitt sinn upp, í erfiðu verkefni og kom ékki að tómum kofunum. Eftir það fór hið besta á með þeim og nám og próf gengu að óskum. Gagn- fræðaprófinu lauk hann svo síðar, er tóm gafst til. Arnór starfaði sem loftskeytamaður á togurum og farskipum um hríð og eftir að hann kynntist breska fluhernum hér á landi á stríðsárunum, sótti hann um og fékk inngöngu í RAF, breska flugherinn. Var hann svo við nám og störf í Bretlandi unj skeið, á þeirra vegum. Haustið 1945 var hann svo, eins og áður segir, í hópi þeirra fjögurra, sem fyrstir hófu nám í flugumferðarstjórn hér á landi, hjá Bretum á Reykjavíkurflugvelli, og einn hinna fimm fyrstu varðstjóra er tóku við flugumferðarstjórninni af breskum flugumferðarstjórum, í maíbyrjun 1946. Mikil ábyrgð hvíldi á þessum frumherjum, við mótun nýrrar starfsgreinar, en með góðri sam- vinnu og einlægum áhuga tókst að koma flug- öryggismálunum í farsælan farveg, þó tæknibún- aður væri frumstæður og mörg Ijón á veginum. Arnór kenndi flugmönnum og flugumferðar- stjórum blindflug, um skeið í æfingatækjum sem Flugmálastjórn hafði fengið hjá breska flughern- um. Fyrsti flugmálastjórinn, Erling Ellingsen sýndi Arnóri það traust að fela honum, fyrstum fslendinga, flugvallarstjórn á Keflavíkurflugvelli, 1946-1947. Við Arnór vorum báðir í hópi þeirra 5 flugum- ferðarstjóra, er fyrstir fóru héðan til framhalds- náms við skóla bandarísku flugmálastjómarinnar í Oklahoma síðari hluta árs 1953. Námshópurinn nefndist TF 12 og er margs að minnast frá þeim góðu dögum. Við höfum margsinnis komið saman um þetta leyti árs, til að minnast námsdvalarinnar og samverunnar vestra, en í marslok 1954 héldum við frá Oklahoma, 3 til Rochester, en 2 til Syracuse, í New York fylki, til framhaldsnáms. Nú eru þeir félagarnir frá Syracuse báðir horfnir af vettvangi þessarar tilveru á vit hinnar næstu. Arnór hafði mikinn áhuga fyrir félagsmálum, hann var um hríð formaður Félags flugmála- starfsmanna ríkisins og sat í fyrstu stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sem stofnað var í október 1955. Þá var hann einn af forustumönnum Kiwanis- hreyfingarinnar hér á landi og annar forseti klúbbsins Heklu. Hann gerðist einnig félagi i Oddfellow félagsskapnum árið 1962 og naut þar mikils trausts og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Fyrir hans orð gerðist ég einnig félagi í þeim ágæta félagsskap og er sannarlega margs góðs að minnast frá samvistunum þar, ekki síður en frá vettvangi samstarfsins við flugumferðarstjórnina um 30 ára skeið. Árið 1955 tók Arnór við störfum yfirflugum- ferðarstjóra flugstjórnarmiðstöðvar og flugturns í Reykjavík, annar maðurinn sem gegndi því starfi, en þar er sannarlega í mörg horn að líta, bæði í innlendu og erlendu samstarfi. Hann sótti ýmsa fundi og ráðstefnur erlendis á vegum starfsins og eignaðist þar fjölda vina. Hinn 2. sept. 1943 kvæntist Arnór eftirlifandi konu sinni, Guðfinnu Vilhjálmsdótturfrá tsafirði. Þau eignuðust stóran og myndarlegan barnahóp: Selmu, sem er gift Magnúsi Jónssyni stórkaup- manni, Hjálmar flugumferðarstjóra, kvæntan Önnu S. Kristjánsdóttur, HalldóruFriðgerði, gifta Arngeiri Lúðvíkssyni stórkaupmanni, Hörð flug- umferðarstjóra, kvæntan Emmu Magnúsdóttur, Jóhann Pétur yfirverkstjóra hjá Reykjavíkurborg,

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.