Íslendingaþættir Tímans - 04.05.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 04.05.1983, Blaðsíða 5
 Kristín Gunnlaugsdóttir, frá Gröf Fædd 15. júní 1892 Dáin 12. apríl 1983 Langri œfi er lokið Ijósbrot minninga skína blandin trega en gott er þreyttri sál að sofna inn í vorið. Þeim fjölgar nú æ meir þjóðfélagsþegnunum, sem komast á tíræðisaldurinn, aðvísu misjafnlega á sig komnir andlega og líkamlega. Ein af þessum hóp er sú kona sem ég vil minnast nú. Vinkona mín, Kristín Gunnlaugsdóttir, ándað- ist hinn 12. apríl að Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún hafði dvalið sl. tólf ár og þau síðustu rúmliggjandi og oftast meðvitundarlítil. Einhvern veginn finnst mér ekki rétt að jafnstarfsöm manneskja skuli þurfa að enda sína löngu ævi þannig, en þetta er hlutur, sem enginn fær ráðið og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Kristín var fædd að Steinsholti í Gnúpverja- hreppi hinn 15. júní árið 1892. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Gísladóttir og Gunnlaugur Gunn- arsson. Kristín var með móður sinni í Steinsholti til fimm ára aldurs en þá fluttu þær mæðgur að Austurhlíð í sömu sveit, en fara síðan að Miðfelli í Hrunamannahreppi og þaðan liggur leiðin að Grafarbakka í sömu sveit - þá er Kristín 8 ára gömul. I'ar bjó þá Hróbjartur Hannesson. Á Grafarbakka voru þær mæðgur þar til Kristín er 13 ára en þá flytjar þær aftur í Gnúpverjahrepp, en 14 ára gömul missir Kristín móður sína. Á þessari upptalningu sést að ekki hafði þessi unga telpa átt lengi fastan samastað en hún var þó alltaf 1 skjóli móður sinnar, sem gaf alla sína vinnu með henni fram að fermingaraldri. Svona var nú búið að fátæku fólki þá - fólki sem ekki hafði efni á að feisa sér bú. Fimmtán ára gömul fer Kristín vinnukona að Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi til presthjónanna sf- Ólafs Briem og konu hans Katrínar Helgadótt- ur. Þar var hún í níu ár, fékk þrjátíu krónur í kaup á ári og lét helminginn af því með föður sínum, sem þá var orðinn óvinnufær, uns hann lést árið 1914. Þetta lýsir því best hvern mann Kristín hafði að geyma, hún hugsaði fyrst og fremst um aðra. Skólagöngu naut hún sáralítillar - ef nokkurrar - en vinnumennska á góðum heimilum þótti góður skóli í þá daga og oft minntist hún veru sinnar á ^úpi, sem var mikið menningar- og myndarheim- 'h. Eins veit ég að henni var hlýtt til Grafarbakka heimilisins og hélt hún t.d. kunningsskap við lóhönnu Hróbjartsdóttur alla tíð meðan báðar hfðu. Árið 1916 fer Kristín vinnukona að Steins- holti í Gnúpverjahreppi og er þar mörg ár og tvö ar var hún hjá Gunnlaugi bróður sínum, sem þá hafði reist bú að Mjósundi í Flóa. Sex systkini átti Kristín, þar af þrjú alsystkini og eru þau öll látin. Árið 1926 fór Kristín að Gröf í Hrunamanna- hreppi til Arnórs Gíslasonar, söðlasmiðs, sem þá var ekkjumaður. Þau giftu sig svo 18. nóvember sama ár og bjuggu í farsælu hjónabandi yfir þrjátíu ár, en Arnór lést árið 1957. Þeim varð tveggja barna auðið: Guðlaug var fædd 21. mars árið 1928. Hún giftist Auðuni Braga Sveinssyni, kennara. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Guðlaug lést langt um aldur fram árið 1968. Gunnlaugur, sem er aðalendurskoðandi Seðlabanka íslands, er fæddur 26. júní árið 1930. Hann er kvæntur Soffíu Thorarensen og eiga þau þrjú börn. Og þá er komið að mínum kynnum við Kristínu eða Stínu eins og við kölluðum hana. Ég hafði í raun þekkt hana alla mína ævi. Ég minnist þegar ég var smástelpa að Flúðum í Hrunamannnahreppi, þá veiktist mamma og er rúmliggjandi heilt sumar. Pabbi þarf að sinna henni mikið og þá kemur Kristín í Gröf daglega gangandi yfir móana oftast með börnin sín bæði með sér og mjólkar kýrnar okkar. Við fluttumst til Reykjavíkur árið 1937 en á stríðsárunum var mörgum börnum úr þéttbýlinu komið í sveit. Ég var svo lánsöm að komast til vinafólks foreldra minna að Gröf í Hrunamannahreppi, þeirra Eyrúnar Guðjóns- dóttur og Emils Ásgeirssonar. Þau bjuggu í vesturbænum en í austurbænum bjuggu Stína og Arnór með börnin sín tvö. Þarna dvaldist ég sjö sumur og í minningu minni er eiginlega alltaf sólskin þessi sumur. Þau Stína og Arnór höfðu ekki bú, þ.e. þau höfðu engar skepnur. Arnór var, sem fyrr er sagt, söðlasmiður en þau höfðu alltaf einhverja garð- rækt svona tyrir sig, rófur og kartöflur og þess háttar. Stína vann líka oft á öðrum bæjum, einkum þegar börnin fóru að komast upp og fóru að vera til snúninga á öðrum bæjum á sumrin. Stína var með afbrigðum hjálpsöm manneskja - ákaflega velvirk og rösk. Ég býst ekki við að hún hafi alltaf þegið mikil laun fyrir vinnu sína, a.m.k. ekki framan af árum. Arnór var um árabil meðhjálpari við Hrunakirkju. Ég minnist hve oft ég horfði á eftir þeim hjónum á sunnudögum ganga upp brekkuna frá Gröf á leið til messu í Hruna. Þetta er um klukkutímagangur eða vel það og margar brattar brekkur á leiðinni. En það virtist ekki aftra Stínu frá því að fara með Arnóri - ég er viss um að það hefur aldrei hvarflað að henni. Eins fóru þau stundum að sumarlagi í orlof sitt að heimsækja frændur og vini í Gnúpverja- hreppi - þá fóru þau líka gangandi en trúlega hafa þau stundum verið flutt á hestum yfir Stóru-Laxá a.m.k. ef hún var ekki væð. Það var gaman að skreppa „austurí" eins og við sögðum, horfa á Arnór smíða hnakkana og skrafa við Stínu - leðurlyktin í smíðahúsinu var svo einstaklega góð og snyrtimennska í einu og öllu hjá þeim. Börnin þeirra voru miklir vinir mínir enda voru þau oft til snúninga í vesturbænum á sumrin líkt og ég. Og svo líða árin. Arnór, sem var fimmtán árum eldri en Stína veiktist og þau flytjast til Reykjavíkur - Arnór lést á Sólvangi árið 1957. Stína bjó þá með Gunnlaugi syni sínum og þegar hann kvæntist var hún áfram á heimili hans þar til hún fór á Hrafnistu árið 1971. Vinátta mín við Stínu og böm hennar hélst áfram þó árunum fjölgaði. Og þegar ég var búin að stofna mitt eigið heimili og komin með börn og buru, hver kom þá, prjónaði hosur á börnin mín, saumaði buxur á syni mína, hjálpaði mér að lappa og stoppa, nema Kristín frá Gröf. Margan eftir- miðdaginn sat hún hjá okkur alltaf með eitthvað á milli handanna - enga manneskju hef ég séð jafnfljóta að bæta í höndunum og hana. Við spjölluðum margt saman enda las Stína mikið, hún hafði t.d. mjög mikla ánægju af bókum um dulræn efni enda einlæg trúkona. Ennfremur hlustaði hún mikið á útvarp og hafði mikla ánægju af að sækja leikhús. Það var Stínu þung raun, þegar hún varð að sjá á bak einkadóttur sinni, sem lést eftir erfiða sjúkdómslegu aðeins fertug að aldri. Ennfremur missti hún dótturson sinn á besta aldri. En fólk einsog Stína bognar en brotnar ekki - þessi fullorðna kona sýndi þá eins og oftar fádæma þrek. Hún var barnabörnum sínuip góð amma og reyndi að létta undir með þeim eins og hún gat. Heilsu Stínu tók að hraka og hún fluttist á Hrafnistu enda aldurinn farinn að segja til sín. Aldrei hafði hún nema gott um veru sína að segja en gaman þótti henni að fá heimsóknir og frétta af vinum sínum og kunningjum austanfjalls og annars staðar. Það er gæfa að þekkja gott fólk og mannbætandi að eiga frá barnæsku vináttu slíkrar manneskju sem Stína var. Fólk af hennar kynslóð þekkti margt ekki annað en að vinna hörðum höndum og 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.