Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 11. maí 1983 —17. tbl. TÍIVIAilMS Vilborg Kristjánsdóttir Ölkeldu, Staðarsveit Níutíu ára er í dag 13. maí Vilborg Kristjánsdóttir á Ölkeldu Staðarsveit. Örfá atriði eru æfi þessarar mætu konu skulu hér rifjuð upp. Hún er fædd á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi og voru foreldrar hennar Kristján Guðmundsson og Elín Árnadótt- ir. Faðir hennar dó er Vilborg var á 1. ári, en móðir hennar giftist aftur og bjó þar áfram, ásamt 4 stjúpbörnum frá fyrra hjónabandi Kristjáns. Elín og Kristján áttu þrjú börn og var Vilborg yngst þeirra. Elín dó er Vilborgvar9ára oghöfðu þá þrjú börn bætst í hópinn í síðara hjónabandi Elínar. Vilborg var nú hjá stjúpa sínum Erlendi Erlends- syni og móðursystur, sent þar var ráðskona. Erlendur andaðist sviplega 1906 og fór þá Vilborg til hálfbróður síns Guðbjartar, sem nú hóf búskap á feðrajörð sinni. Vilborg giftist 1915 Gísla Þórðarsyni bónda á Ölkeldu og þar hefur hún verið síðan. Fáir eru sem faðir og engir sem móðir er oft sagt og víst er að foreldramissirinn hefur verið Vil- borgu þungbær reynsla. E.t.v. hefur það átt þátt í því, hvað hún hefur verið skilningsrík á eðli barna og unglinga, sem hjá þeim hjónum dvöldu, sem sumarfólk ög skólabörn, því farskóli var á Ölkeldu í áratugi. Barnabörn hennar hafa notið þessa í ríkum mæli og ófáar eru þær ullarvörusend- ingarnar, sem hún hefur miðlað þeim allt fram á þetta ár. Við tengdabörnin eigum líka margt að þakka. Gísli maður Vilborgar hóf búskap á Ölkeldu 1902 og bjó fyrst með móður sinni Ólöfu, sem Vilborg sýndi mikla ræktarsemi. Gísli taldi það sitt mesta gæfuspor er hann giftist Vilborgu. Hún er glæsileg kona og mikilhæf húsmóðir. Hjónaband þeirra var grundvallað af gagn- kvæmri tillitsemi og fórnarlund. Þau studdu vel hvort annað og með eljusemi breyttu þau kotbýli í góða jörð og komu börnum sínum vel til þroska. Þau eignuðust 7 börn, scm nú skulu talin í aldursröð: Þórður fyrrverandi skólastjóri ogbóndi að Ölkeldu II. Elín húsfr. í Reykjavík, Alexander á Ölkeldu, Hjörtur Kristján áður bóndi á Fossi í Staðarsveit, nú í Borgarnesi, Ólöf Fríða húsfr. á Hrossahaga í Biskupstungum, Guðbjartur bóndi á Ölkeldu, Lilja húsfr. í Reykjavík. Afkomendur Vilborgar munu nú vera 61 að tölu. Auk þessa ólu þau Gísli og Vilborg upp Kristján Guðbjartsson bróðurson Vilborgar frá 6 ára aldri. Þess skal og getið að Kristján hefur nýlega minnst fósturforeldra sinn mjög virðulega í bókinni, „Bóndi er bústólpi", sem kom út 1982. Gísli stundaði mikið sjómennsku samhliða búskap allt fram til ársins 1930. Var hann m.a. skipstjóri á skútum Ásgeirsverslunar á ísafirði, en síðar á togurum. Hafði hann þá stundum vinnu- menn, en mikið reyndi þá á þrek og útsjónarsemi Vilborgar að halda vel á litlum efnum og láta ekkert út af bera. Á þennan hátt gat hún veitt manni sínum aðstöðu til tekjuöflunar á erfiðum búskapartíma og stuðlað að bættum efnahag heimilis þeirra. Á Gísla hlóðust brátt ýmis trúnaðarstörf, m.a. var hann oddviti lengi. Allir sem til þekkja í sveitum frá fyrri tíma vita að í sambandi við félagsmálastörf bónda, verður ef vel á að fara, húsfreyjan að axla sinn skerf. Þau voru samhent um það hjónin að veita háum sem lágum, er að garði bar og munu þeir margir, sem kannast við þennan þátt í fari Vilborgar í meira en hálfa öld. Gísli andaðist árið 1962 og bjó hún þá um tíma með Guðbjarti syni sínum og síðan hefur hún dvalið hjá honum og Ásdísi Þorgrímsdóttur konu hans. Þess sk'al og getið að 1946 létu þau Vilborg og Gísli hluta af jörðinni til elsta sonar síns, Þórðar og konu hans Margrétar Jónsdóttur. Var þetta skynsamleg ráðstöfun, þar sem þau sáu að með aukinni ræktun gat jörðin framfleytt tveim heimil- um, sem nú eru reyndar orðin þrjú. Gagnkvæm hjálpsemi og samvinna hefur ávallt verið milli þessara aðila, eldri og yngri og hefur Vilborg þar vissulega átt stærstan þáttinn. Allt fram á síðustu ár hefur hún þrátt fyrir ýmis áföll haft fótavist og tekið þátt í störfum dagsins, notið þess að rétta hjálparhönd, þegar annir kölluðu að, eða aðstoða ef einhver þurfti á hjálp að halda. Andlegt þrek hafði hún í ríkum mæli og kærleiksríka fórnarlund til að láta gott af sé leiða. Fáum orðum um merka konu skal senn lokið. Þau eru fyrst og fremst hamingjuósk á merkisdegi með þökk fyrir vináttu og tryggð í áratugi, Börn hennar og afkomendur þakka henni umhyggjuna og hjartahlýjuna, sem einkennt hefur öll samskipti. Jafnframt er henni óskað farsælla ellidaga. Þá ósk munu vinir hennar í fjarlægð vilja undir taka. Þórður Kárason.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.