Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Blaðsíða 3
sín á milli á sviði alþjóðaheilbrigðismála. Svo sem fyrr var að vikið, þá var embætti landlæknis í reynd á mjög mörgum sviðum framkvæmdaaðili heilbrigðisstjórnar þegar Sigurður tók við því embætti. Á þessu varð breyting þegar ný lög um stjórnarráð tóku gildi 1. janúar 1970 og nýtt ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála var stofnað. Með stjórn ráðuneytisins færðist fram- kvæmdastjórn heilbrigðismála smám saman frá embætti landlæknis og með lögum um heilbrigðis- þjónustu, sem gildi tóku 1, janúar 1974, var endanlega sett í lög að landlæknir skyldi fyrst og fremst vera læknisfræðilegur ráðgjafi ráðherra og ríkisstjómar og faglegur umsjóna- og eftirlitsaðili heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðisstofnana í landinu. Pað er athyglisvert að svo hefðbundnar venjur og reglur höfðu komist á um embætti landlæknis, að ekki þótti ástæða til að setja landlækni erindisbref, enda þótt ákvæði um slíkt væru í lögum og var í gildi konungleg tilskipun frá 25. febr. 1824, allt til 1. janúar 1974. Fyrstu persónuleg kvnni mín af Sigurði Sigurðs- syni, sem ég man eftir, eru frá árinu 1955, hann ritaði mér þá bréf til Svíþjóðar sem formaður stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og bauð mér starf á þá nýstofnaðri Slysavarðstofu Reykjavíkur í Heilsuvcrndarstöð. Síðan þá höfum við haft mikil persónuleg og embættisleg samskipti og við sátum m.a. saman í læknaráði frá 1960-1970. Eftir að heilbrigðisráðuneytið var stofnað höfðum við mjög margslungin og margvísleg sam- skipti um ýmisskonar framkvæmdir heilbrigðis- mála og skipulagningu. Saman sóttum við þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf 1971 og 1972. Öll samvinna ráðuneytisins við landlæknisem- bættið var frá byrjun með ágætum, enda var Sigurður einstaklega vandaður og samviskusamur embættismaður. í starfsferli manns, sem kemur svo víða við í þjóðfélaginu og Sigurður Sigurðsson hefur gert, er e.rfitt að taka eitthvert eitt einstakt atriði út úr og segja, þetta var veigamest. Ég held þó að enginn vafi sé á því, að í hugum landsmanna, þá varð starf hans að berklavarnar- málum og þáttur hans í útrýmingu berklaveikinnar það verkefni, sem mest mun metið í lífsstarfi hans. Mér sýnist einnig augljóst að berklamálin hafi verið honum hugleiknust, enda var meginhlutinn af því sem hann ritaði um fagleg efni á sviði berklamála. þ.á.m. doktorsritgerð hans um far- aldsfræði berkla á íslandi, sem kom út í Banda- ríkjunum 1950. Á áttræðisafmæli Sigurðar flyt ég honum þakkir heilbrigðisráðuneytisins fyrir langt og gifturíkt starf sem Iæknir og embættismaður og persónu- lega flyt ég honum þakkir fyrir ágæta samvinnu um langt árabil og árna honum allra heilla. Páll Sigurðsson Sigurður Sigurðsson, fyrrum landlæknir, varð áttræður ,2. maí. Hann er þjóðkunnur fyrir störf sín að heilbrigðismálum og mjög þekktur erlendis vegna baráttu sinnar við berklaveikina, sem vakti heimsathygli. Hér er ekki ætlunin að rekja nákvæmlega Eviferil Sigurðar Sigurðssonar, en geta verður nokkurra meginatriða. Sigurður er fæddur á Húnsstöðum í Húnavatnssýslu árið 1903. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla íslands árið 1929 með mjög hárri fyrstu einkunn og stundaði síðan framhaldsnám í lyflækningum í Danmörku og Þýskalandi um nokkurra ár skeið-og hlaut sérf- ræðiviðurkenningu í þeirri grein árið 1934. Hann varði doktorsritgerð við Háskóla íslands um berklaveikina á íslandi árið 1951. Hann var ráðinn berklayfirlæknir árið 1935 og skipaður í þá stöðu árið 1940. Jafnframt því starfi var hann ráðinn heilsugæslustjóri við Tryggingastofnun ríkisins árið 1948. Þessum tveim stöðum gegndi hann, þar til hann var skipaður landlæknir 1. jan. 1960. Lausn frá landlæknisembættinu fékk hann frá 1. okt. 1972. Sigurður Sigurðsson gerðist hægri hönd þáver- andi landlæknis, Vilmundar Jónssonar, um sama leyti og hann tók við embætti berklayfirlæknis, og upp frá því stóð hann í fylkingarbrjósti þeirra manna, sem mestan skerf lögðu til heilbrigðismála landsmanna um ‘embættisdaga lians. Hann átti sæti í fjölda nefnda og ráða, bæði sem berklayfir- læknir og landlæknir eða í tengslum við þau embætti. Hér verður ekki getið þeirra nefnda og ráða, sem landlæknir á setu í lögum samkvæmt, en auk þeirra var Sigurður m.a. formaður stjórn- arnefndar ríkisspítalanna öll læknisár sín og formaður byggingarnefndar Landspítalans. frá 1961. Var starf í þeirri nefnd ærið vandaverk og krafðist ómældrar vinnu. Á þessum árum var hin mikla viðbygging Landspítalans óðum að koma í gagnið, en einnig kom til endurskipulagning á mjög stækkaðri ióð spítalans og áætlanir um framtíðarbyggingar þar. í landlæknistíð Sigurðar Sigurðssonar var sett ný löggjöf, en önnur endurskoðuð, um marga þætti heilbrigðismála, og átti hann ýmist frumkvæði að þeirri lagasmíð eða vann að henni ásamt öðrum. Hér skal sérstaklega getið rækilegra endurskoðana á læknaskipunarlögum, lækna- lögum og sjúkrahúsaiögum, svo og samningar lyfsölulaga, mikils bákns, og laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Sigurður Sigurðsson sat ýmis þing og ráðstefnur sem landlæknir, bæði hérlendis og erlendis. Tók hann m.a. virkan þátt í starfi Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar og sat í framkvæmdarráði þeirrar stofnunar um tveggja ára skeið. Eitt þeirra mála, sem Sigurður beitti sér fyrir var stofnun Þjóðskrár 1952, en með henni var lagður grundvöllur að hagnýtingu skýrsluvéla á öðrum sviðum opinberrar starfsemi hér á landi. Mun Siguröur hafa hreyft því máli fyrstur, skömmu fyrir 1950 að koma á fót vélspjaldaskrá fyrir alla landsmenn. Fyrir honum mun aðallega hafa vakað að nota slíka skrá til berkiarannsókna. Að hans tilhlutan greiddi Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin hluta stofnkostnaðar. Sat Sigurður í stjórn Þjóðskrárinnar frá upphafi og þar til stjórn hennar var lögð niður 1962. Sama tímabil var hann jafnframt í stjórn Skýrsluvéla ríkis og Reykjavík- urborgar. Það er vkjulaust að Sigurður Sigurðsson skipaði landlæknisembættið með miklum sóma, og kom það engum á óvart, sem þekkti fyrri starfsferil hans. Að þessu stuðlaði margt. Þekking hans í læknisfræði er mikil og víðtæk, einkum þó á heilbrigðismálum, bæði sökum langrar reynslu við störf að slíkum málum og vegna sérstaks náms í þeim fræðum vestan hafs. Embættisrekstur Sig- urðar allur einkenndist af óbrigðulli sam- viskusemi, vandvirkni og nákvæmni, svo í smáu sem í.Stóru. Hann kann ekki að kasta höndum til verks. Hann hugsaði vandlega sérhvert mál, sem til hans kasta kom, og tók aldrei ákvörðun fyrr en hann hafði komist að þeim niðurstöðum, sem hann taldi sig geta fundið bestar eftir málavöxtum. Við ákvarðanatöku, scm máli skipti, leitaði hann jafnan álits þeirra manna, sem hann treysti og vissi hæfasta til ráðuneytis, og hann fór fúslega að tillögum þeirra, ef hann sannfærðist um að þær væru skynsamlegar. Einstrengisleg fastheldni við eigin skoðanir var honum víðs fjarri, en engu að síður var hann fastur fyrir, þegar hann hafði á annað borð komist að niðurstöðu. Ekki var minnst verður cinlægur og sívakandi áhugi Sigurð- ar á starfi sínu og ósérhlífni, sem þekkti engin takmörk. Hann lagði tíðum svo hart að sér við lausn erfiðra verkefna, að þeim sem gerst þekktu til, þótti meira en nóg um, enda gekk hann oft mjög nærri heilsu sinni. Sigurður var sparsamur landlæknir, gerði jafnan hófsamlegar kröfur til hins öpinbera um fjárframlög, en þó án þess að það bitnaði á eðlilegri þróun og framförum í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þá má síst láta ógetið hjálpfýsi og greiðasemi Sigurðar, Ijúf- mennsku hans og jafnlyndis. Mannamun gerði hann sér aldrei og í hvívetna vildi hann láta gott af sér jeiða. Á þessum merkisdegi vilja undirritaðir færa Sigurði Sigurðssyni einlægar hamingjuóskir og þakkir frá landlæknisembættinu og samstarfs- manni hans öll landlæknisárin. Benedikt Tómasson, Guðjón Magnússon. Áratugurinn milli 1930-1940 er þekktur sem áratugur fátæktar og atvinnuleysis, áratugur hvers konar óáranar. Þó leyndust Ijósir punktar. Á þessum áratug skeðu byltingarkenndar umbætur í endurskipulagningu berklavarna, umbætur, sem höfðu varanleg áhrif á gang heilbrigðismála landsins, umbætur, sem lengdu ævi þúsunda unglinga og léttu sjúkleika og örbirgð af fjölda heimila. Taliðer, aðberklaveiki hafi borist hingað með landnámsmönnum. Með beinafundum og söguskoðun má fylgja henni gegnum aldirnar, hún verður ekki almenn hér á landi, fyrr en fólkið fer að flytjast úr sveitunum og þyrpast saman í þorpum við erfiðar fjárhags- og húsnæðisaðstæð- ur. Laust eftir aldamótin síðustu hófst fyrsta vakningaalda með þjóðinni fyrir baráttu gegn berklaveiki. Guðmundur Björnsson, þáverandi iandlæknir, hóf skelegga baráttu í ræðu og riti. Tólf manna nefnd var skipuð af Oddfellowum og sú nefnd boðaði til fundar í Reykjavík 13. nóvember 1906. í fundarboðinu var komist svo að orði: „Öllum stendur ógn af því, hversu berkla- veikin er orðin algeng hér á landi. Allir skynja, hversu brýna nauðsyn ber til þess að ráða bót á þessu þjóðarmeini." Skömmu síðar var Heilsu- hælisfélagið stofnað, Vífilsstaðahæli reist af grunni, og þegar það tók til starfa í september 1910, má segja, að berklavarnir okkar hefjist fyrir alvöru. En sjúkdómurinn hélt áfram að breiðast út, fleiri hæli voru reist og ýmsar ráðstafanir gerðar til þess að hamla gegn aukningunni. Berklaveikin var orðin illvíðráðanlegt þjóðarböl. Á árunum 1925-1930 náði berklaveikin hámarki, á þeim árum dóu um 200 af 1000 þúsundum 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.