Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1983, Blaðsíða 8
Þórður Njálsson frá Auðkúlu, Arnarfirði Fæddur 10. janúar 1902 Dáinn 28. apríl 1983 „Undarlegt að spyrja mennina hvern um annan“, segir skáldkonan Nína Björk. En ekki þarf einu sinni að spyrja. Við skynjum svo margt án þess, þótt við ekki skiljum. Hvers vegna líkar manni vel við einn, en ekki annan? Hugleiðingar af þessu tagi leita á hug minn við andlát Þórðar Njálssonar. Hann er einn þeirra manna, sem ég held ég megi segja að mér hafi þótt vænt um frá fyrstu kynnum. Hann lézt að Hrafnistu í Hafnar- firði 28. febr. sl. 81 árs að aldri; trúlega saddur lífdaga, því síðustu á:rin reyndust honum erfið. Þórður var fæddur að Tjaldanesi í Auðkúlu- hreppi í Vestur-ísafjarðarsýslu lO.jan. 1902. For- eldrar hans voru sæmdarhjónin Jónína Guðrún Sigurðardóttir og Njáll sonur Sighvatar Grímsson- ar Borgfirðings þess kunna fræðimanns og sagnrit- ara, síðast á Höfða í Mýrahreppi í Dýrafirði. Mér auðnaðist að kynnast Njáli lítillega á heimaslóðum hans fyrir vestan fáum árum fyrir andlát hans, og er mér í minni, hver hafsjór af þjóðlegum og dulrænum fróðleik hann var. Árið 1930 kvæntist Þórður eftirlifandi konu sinni, Daðínu Jóriasdóttur frá Reykjarfirði.sem er einn af Suðurfjörðum Arnarfjarðar. Lifðu þau saman í einkar farsælu og ástríku hjónabandi nokkuð á 6. áratuginn eignuðust 11 börn og ólu samt upp eitt til viðbótar, svo þannig varð Þórður jafnoki föðurafa síns Sighvatar, en hann átti 12 börn. Þrjú börn þeirra Daðínu og Þórðar eru látin, en eftir lifa 9; búsett víðsvegar um landið; hinar mætustu manneskjur, eins og þau eiga kyn til. Daðína og Þórður hófu búskap sinn að Hrafns- eyri. Bjuggu þau þar í 7 ár, en fluttu þá út í Stapadal. Þar áttu þau heima næstu 11 árin, unz þau keyptu Auðkúlu 1948 og bjuggu þar allan sinn búskap uppfrá því, eða í full 20 ár. Síðustu árin áttu þau hjón heima hér syðra og seinast á Hrafnistu í Hafnarfirði, eftir að þau bæði voru mög farin að heilsu. „Að bera, það er að vera“, sagði Davíð frá Fagraskógi. Og vissulega „bar“ Þórður Njálsson. Ærið dagsverk var-að sjálfsögðu að sjá fyrir svo barnmargri fjölskyldu sem hans. Samt kom hann í verk á opinberum vettvangi og í félagsmálum meiru og fleira en flestir aðrir. Hann var einlægur maður starfs og hugsjóna og trúði á mátt samtaka til góðra hluta. Og þótt skólaganga þórðar væri af skornum skammti, dugði hann samt til hinnar farsælustu forystu í samlífi sveitunga sinna enda leitandi og óvenjuvel gefinn. Áhugasamur sam- vinnumaður var hann og virkur framámaður í Kaupfélagi Dýrfirðinga; bæði deildarstjóri þess sunnan Hrafnseyrarheiðar og vöruafgreiðslumaður í Arnarfirði. Hann hafði forgöngu utn stofnum ýmissa menningarsamtaka heimafyrir, svo sem UMF, skógræktarfélags og slysavarnádeildar - var í stjórn þeirra allra og oftast formaður. Allstaðar laðaði hann fólk að til gengis góðum málum, sökum mannkosta sinna. Einlægur trú- maður var Þórður og lifandi meðlimur safnaðar síns, m.a. meðhjálpari um langa hríð. Sýnir allt þetta fagurt viðhorf Þórðar til lífsins, og hversu fús harin var að þjóna hugsjónum sínum í verki, þrátt fyrir erfiða lífsaðstöðu. Persónulegur fyrir- greiðslumaður var hann með afbrigðum og vildi allra veg greiða. Opinberum störfum í sveit sinni gengdi Þórður mörgum. Hann var hreppstjóri Auðkúluhrepps á áratugi, sömuleiðis hreppsnefndarmaður, og oft- lega sýslunefndarmaður. Sýnir þétta glöggt hvers álits hann naut. Póstur var Þórður í víst meira en hálfa öld, á leiðinni milli Bíldudals og Lokin- hamra, og fór þá „marga bratta" á sjó og landi allan ársins hring. Það var algerlega með ólíkind- um, hverju þessi þó ótröllslegi maður kom í verk, og ásannast hér sem jafnan fýrr, að „sigursæll er góður vilji.“ Það var því sjónarsviptir að Þórði, þegar hann flutti að vestan.og hafi menn þar ekki gert sér nægilega Ijóst á líðandi stundu, hver „haukur í horni“ Þórður var, er víst að þá mátti það reyna, að „enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Nú, við brottför Þórðar Njálssonar af þessum heimi skýtur upp í huga mér minningum frá 8 liðnum samverustundum, þótt þær væru færri en ég hefði viljað. Minnisstæð er mér sigling okkar Þórðar á báti hans yfir Arnarfjörð í vonzkuveðri, sem var svo aðgæzluvert, að hann sem formaður hikaði við að leggja af stað. Og þar sem við vorum aðeins tveir, var ekki að furða, þótt hann spyrði mig áður en lagt var af stað, hvort ég væri vanur á sjó. í sannleikans nafni svaraði ég því játandi og var víst drjúgur með mig! Við lögðum svo af stað í Herrans nafni; hann sat við laust, en ég stýrði undir vökulum augum hans. Allt gekk vel, þótt við fengjum að reyna, að víðar gefur á bátinn en við Grænland. Er mér í minni, hversu ég fann til mín, þegar Þórður lét þess getið eftir komuna til Bíldudals, að hann hefði strax séð, að ég væri enginn viðvaningur í að ha|da um stýri. Þetta var með meiriháttar viðurkenningu, sem ég hafði fengið sem sjómaður! Aðra sjóferð fór ég síðar með Þórði. Þá var gott veður og með okkur kempan Jörundur Brynjólfsson, en þá bilaði vélin og vorum við Jörundur lengi undir árum og héldum þannig á okkur hita í napurri kvöldgol- unni, uns Þórður hafði komið vélinni í lag. En ekki leiddist okkur sú kvöldstund við „sögn og sögu. í þessum ferðum sá ég, hve athugull og glöggur sjómaður Þórður var, enda „alinn upp við sjó“ eins og Stjáni blái, þótt sveitapiltur væri, að ógleymdum öllum glæfraförunum með póstinn „gegnum tíðina“, Frá öðrum vettvangi lífsins er Þórður Njálsson mér þó enn minnisstæðari. Sú minning er í sambandi við blessaðan föðurbróður minn og sveitunga hans, Egil Egilsson í Tungu við Auð- kúlu, sem var orðinn mjög sjóndapur, þegar fundum okkar fyrst bar saman í kynningu Þórðar. Fann ég þá fljótt, hver vinur í raun Þórður var honum, og á hinn bóginn, hversu einlæglega Agli þótti vænt um hann. Hlýrrar vináttu þeirra naut ég svo alla stund upp frá því - ekki sízt eftir að Egill kom blindur hingað suður á Vífilsstaði. Þau árin - og þau voru nokkuð mörg - var Þórður eini tengiliður gamla mannsins við konu sína framan af, en síðar áfram heimabyggðina og mannlífið þar. Skrifaði Þórður honum ófá bréf á þessum árum, öll yljuð mannkærleika hans og órofa tryggð. Einnig ég fékk þá frá honum marga línuna, bæði í bundnu máli og óbundnu, því Þórður var hinn ágætasti hagyrðingur. Allmörg ljóða hans hafa birzt á prenti, en hin munu þó miklu fleiri, sem eins og fræg ræða prestsins á Mosfelli, voru „rist inn í fáein hjörtu", sanjferða- mönnunum til hugsvölunar, enda mörg þeirra nánast sálmar. Síðasta för okkar þriggja: Þórðar, frænda míns og mín — „tveirlífs og einn liðinn" - var farin frá Þingeyri yfir Hrafnseyrarheiði að vetri í ófærð á kuldatíð með lík Egils til greftrunar í Hrafnseyrar- kirkjugarði. Það var sams konar för og farin er nú með Þórð sjálfan, meðan þessar línur eru skrifað- Framhald á bls. 1

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.