Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Page 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 18. maí 1983 — 18. tbl. TI'MANS Oddur Kristjánsson, forstöðumaður Fæddur 15. júlí 1903 Dáinn 8. maí 1983 Laust fyrir síðustu aldamót tóku ótvíræð bata- merki að koma fram með þjóðinni. Smám saman réttir hún úr kútnum jafnskjótt og slakað er á fjötrunum. Ný verkleg menntun og þekking hefur innreið sína í íslenskt þjóðfélag og atvinnuvegir landsmanna taka miklum stakkaskiptum. Versl- unin verður innlend að miklu leyti, sjávarútvegur- inn stóreflist með þilskipaútgerð og landbúnaður- inn tekur upp gjörbreyttar aðferðir í jarðrækt Qg öllum framleiðsluháttum. í hlut þeirrar kynslóðar, sem hófst til starfa upp úr síðustu aldamótum féll mikil eldraun, sem krafðist skilyrðislausrar trúar á gögn og gæði landsins, bjartsýni á framtíðina og trausts á eigin getu og þrek. Margir vænlegir kjarnakvistir mannlífsins spruttu úr grasi og gengu til liðs við umbótaöfl þjóðfélagsins. Einn þeirra var Oddúr Kristjánsson hjá Hjarðarbóli í Eyrarsveit, í Snæfellsnessýslu vestur, sem við nú kveðjum hinstu kveðju. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Ben- ediktsdóttir og Kristján Þorleifsson sem þar bjuggu. Þau voru mjög vel látin meðal sveitunga sinna og tók Kristján drjúgan þátt í allri félags- starfsemi. Hann var þannig hreppstjóri um skeið til 1934, í stjórn Búnaðarfélags Eyrarsveitar og sýslunefndarmaður í mörg ár. A uppvaxtarárum Odds voru lifnaðarhættir sveitafólks ekki mjög frábrugðnir því sem verið hafði mann fram að manni frá fyrstu tíð. Þrotlaust starf og nægði oft ekki til fyrir brýhustu þörfum. Átti kynslóð hans ekki mikinn kost á skólagöngu eftir að barnalærdómi lauk. Um skeið var Oddur við nám í Samvinnuskólan- um, en stundaði alla jafnan ýmisskonar störf við fiskvinnslu og landbúnað. Utræði var stundað frá Grundarfirði og annars- staðar úr Eyrarsveit allt frá landnámsöld, mest á litlum bátum enda var oftastnær stutt til fiskjar. Fyrir u.þ.b. hálfri öld voru Grundarfjörður og Kolgrafafjörður oft fullir af síld seinni hluta sumars og á haustin. Lífsbjörgin hefur líklega alltaf verið að mestu sótt á sjóinn, þótt búskapur væri nokkuð góður á sumum jörðum. Árið 1935 staðfesti Oddur svo ráð sitt og gengur að eiga Kristínu Ólafsdóttur frá Skálavík í Mjóafirði við ísafjarðardjúp, hina ágætustu konu. Var Oddur þá innkaupastjóri hjá Fiskimjöl h/f, en 1936 hóf hann störf í Frystihúsinu Herðubreið hjá Sambandinu. Reyndist Oddur hinn nýtasti starfsmaður og kunni vel til verka við margþætta afurðavinnslu, mat og kaup á afurðum út um allt land. Árið 1940 var ákveðið að byggja hraðfrystihús í Grundarfirði og var mjög lagt að Oddi af hálfu heimamanna að veita því forstöðu. Dvöldust þau hjón þar til ársins 1947. Ráðning Odds til þessa starfs sýnir ótvírætt það mikla traust sem sveitung- ar hans báru ti! hans. Þátttaka í hlutafjársöfnun- inni var svo almenn að hver vinnufær maður innan sveitafélagsins var með eitthvert hlutafé. Vann Oddur mikið undirbúningsstarf og mark- aði frystihúsið tímamót í uppbyggingu kauptúns- ins. Áttu margir erindi við Odd og bar margan gest að garði á rausnarheimili þeirra hjóna. Árið 1948 fluttust þau á ný til Reykjavíkur og vann Oddur um skeið hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna, en kom á ný til Sambandsins 1949 og starfaði þar allt til ársins 1978, sem .forstöðu- maður Skinna- og húðamóttöku og Dúnhreinsun- arstöðvar á Kirkjusandi. Þeir munu ekki vera niargir, sem bekktu iafnvel inn á höfuðbjargræðisvegi þjóðarinr.ar um alda- raðir eins og Oddur Krrstjánsson eftir meir en hálfrar aldar starf á þeim sviðum. í einkalífi sínu var Oddur gæfumaður. Þeim hjónum varð auðið þriggja sona og eru þeir þessir, taldir í aldursröð: Reynir, kvikmyndagerðarmaður kvæntur Lín- eyju Friðfinnsdóttur Kristján, starfsmaður hjá Landssíma íslands, býr með Rósönnu Hjartar- dóttur og Hrafn, flugmaður kvæntur Grétu Erl- endsdóttur. Konu sína missti Oddur fyrir um tveim árum. Hafði hún reynst honum í hvívetna traustur lífsförunautur. Með Oddi er fallinn f valinn mætur og vandaður maður. Eru mér allar minningar frá okkar sam- verustundum mjög kærar. Ég sendi öllum ástvin- um hans innilegar samúðarkveðjur. Agnar Tryggvason

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.