Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 10
Guðmundur Einarsson Fæddur 7. febrúar 1965 Dáinn 13. apríl 1983 21. apríl sl., sumardaginn fyrsta, kvöddum við í hinsta sinn bekkjarbróður okkar, Guðmund Einarsson. Gummi var fæddur og uppalinn hérna í Þorláks- höfn og var með okkur í skóla hér öll sín grunnskólaár. Þegar við byrjuðum í sjö ára bekk, var hópurinn ekki stór og allir voru hálf feimnir og uppburðar- lausir að vera komin í þessa stofnun sem alla gleypir, þó svo að allir þekktust vel áður eins og sæmir í litlu þorpi. Ekki bar mikið á Gumma í þessum hópi, því hann var í eðli sínu mjög hlédrægur. Þó var hann ætíð með okkur og alltaf var tekið tillit til orða hans. Gummi var mjög jafnlyndur og minnumst við bekkjarfélagarnir hans ekki í vondu skapi. Þó var hann ekki skaplaus, því í íþróttum, sem hann stundaði mikið, sýndi hann staðfestu og keppnis- skap. Gummi var mjög virkur í félagslífinu. Hann var í hestamannafélaginu Háfeta og í ungmennafélag- inu Þór og var hvarvetna hinn besti félagi. Hann lék knattspyrnu með Þór í öllum flokkum og einnig keppti hann í hestamennsku fyrir Háfeta með góðum árangri. Að loknu grunnskólaprófi skildu leiðir og fór Gummi í fjölbrautaskólann á Selfossi þar sem þá er ég líka þess fullviss, að Hólmfríði hefur skilað drjúgum áfram á þróunarbrautinni við þau vistaskipti, sem hún hefur nú haft. Á þessum krossgötum er margs að minnast. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka henni samfylgdina. Persónulega eru mér í fersku minni Ijúfar minningar frá fyrstu kynnum okkar á Ilvanneyri og vildi ég mega þakka þau öll fyrir hönd skólabræðra minna allra. Fríða var fyrir okkur hin Ijúfa, glaðværa og geðþekka stúlka, sem öllum þótti vænt um. Síðar á lífsleiðinni urðu samskiptin með öðrum hætti. Nákomin tengsl fjölskyldna okkar, falslaus og órofa tryggð systranna og vinátta barnanna okkar eru dýrar perlur, sem munu geymast. Þótt jörðin sé frosin og fokið í gömul skjól, þá fylgirþeim gœfa, sem treysta á ástina og vorið. Með einum kossi má kveikja nýja sól. Eitt kcerleiksorð gelur sálir til himins borið. Hin innsta þrá getur eld til guðanna sótt. Ein auðmjúk bœn getur leyst hinn Itlekkjaða fanga. Svo fögnum þá - og fljúgum þangað í nótt, sem frelsið ríkir, og sígrœnir skógar anga. “ Blessuð sé minning Hólmfríðar Einarsdóttur. Halldór Sigurðsson. 10 hann var við nám á málmiðnaðarbraut. Þessi aðskilnaður var þó ekki meiri en svo, að við hittumst oft og héldum ætíð tengslum hvert við annað. Nú kveðjum við Gumma með söknuði, en jafnframt þakklæti fyrir öll ár vináttu og tryggðar sem við höfum orðið aðnjótandi. Við sendunt foreldrum og systkinum hins látna okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar + Hann var sonur hjónanna Einars Sigurðssonar, skipstjóra og Helgu Jónsdóttur, Skálholtsbraut 5. Þorlákshöfn. Við urðum harmi slegin er við heyrðum þessa fregn að hann Gummi, eins og hann var oftast kallaður, væri dáinn. Hvers vegna, spyrjum við, en fáum við nokkurt svar við því nú frekar en áður, við svipaðar aðstæður? Það er erfitt að sætta sig við dauðann, en aldrei þó eins og þegar hann ber að dyrum hjá æskufólki í blóma lífsins. Gummi var aðeins 18 ára gamall og átti því mikið eftir. Það er stórt skarð að missa hann úr nágrenninu, þannan unga og brosnýra pilt sem bar með sér góðmennsku og traust. Barngóð- ur var hann með afbrigðum og mátti ekkert aumt sjá. Það verða því margir sem sakna hans, en mestur verður missirinn hjá foreldrum og systkin- um sem sjá á eftir góðum og traustum dreng, en þau eiga Ijúfar endurminningar um hann og það er mikil huggun. Við undirrituð þekktum hann ekki að öðru en góðu, og alltaf fannst okkur gaman að hitta Gumma, hann kom manni alltaf í gott skap með sinni brosmildu framkomu. Við eigum því indælar endurminningar um hann. Elsku Helga, Einar, Ármann, Eydís og Sóley, innilegar samúðarkveðjur sendum við ykkur og öðrum aðstandendum. Sigga, Þröstur og synir t Um og eftir 1960 fluttumst við hingað til Þorlákshafnar víðsvegar að, vinahópur myndað- ist, konur stofnuðu saumaklúbb, eiginmennirnir tóku þátt í félagsskapnum og síðan börnin okkar jafnóðum og þau komust til vits og ára. En nú í dag kveðjum við einn úr barnahópnum, Guð- mund Einarsson, eðeins 18 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Helgu Jónsdóttur og Einars Sigurðssonar, Skálholtsbraut 5, Þorláks- höfn. Við munum hann sem lítinn dreng með Ijósu lokkana, þegar hann settist við eldhúsborðið hjá mömmu og spjallaði, því margt er það í tilverunni sem litli drengurinn þurfti að ræða um og fá svör við, allt frá því hann fór að tjá sig með orðum og þar til hann fer sem ungur maður í síðustu ferðina í Fjölbrautaskólann á Selfossi þar sem hann stundaði nám og var á leið heim að loknum skóladegi er slysið skeði. Aldrei finnum við mennirnir betur hve varnar- lausir og smáir við erum, eins og þegar hörmuleg slys gerast fyrirvaralaust í hraða og tækniafli nútímans. Aldrei betúr, hvað augnablikið er stórt og skiptir miklu í nútíð og framtíð. Gummi var hvers manns hugljúfi í þess orðs fyllstu merkingu, alltaf í sama góða skapinu, brosandi og glaður og sérstaklega vinnusamur af svo ungum manni að vera, enda ágætlega laginn við það sem hann tók sér fyrir hendur. Eftirtektar- vert var hvað hann átti gott með að lynda við sér eldra fólk og má þar nefna mjög gott samband við ömmu hans í Reykjavík. Knattspyrnan var eitt af áhugamálum hans og var hann góður Iiðsmaður í knattspyrnuliði UMF Þórs, sem hefur staðið sig með prýði á undanförn- um árum. Mörg sumur dvaldi Gummi hjá ömmu og afa í Hvammi, fór á vorin fullur tilhlökkunar að dvelja á því góða heimili yfir sumarið og takast á við þau störf sem sveitin ein býður upp á, kom svo aftur heim útitekinn og fullur af lífsgleði. Hestamennskan var honum í blóð borin og var ánægjulegt að fylgjast með hvað gott lag hann hafði á hestunum svo af bar í alla staði. Það var líf og fjör, þar sem þeir fóru saman ferfættu vinirnir og Gummi, enda sóttu litlu krakkarnir fast að fá að fara í hesthúsin með honum. Það var raunar ekki bara fjörið í kringum hestana sem dró börnin svona oft til hans, pað var miklu fremur hans sérstaka viðmót við þau. Litlu systur sinni íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.