Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 13
Bjarni Matthíasson, Fossi Fæddur 10. apríl 1907 Dáinn 21. apríi 1983 Bjarni Matthíasson mágur minn og gamall félagi, er fallinn í valinn. Hann var fæddur í Háholti í Gnúpverjahreppi 10. apríl 1907, sonur hjónanna Jóhönnu Bjarnadóttur frá Glóru og Matthíasar Jónssonar frá Skarði. Foreldrar hans fluttu að Skarði þegar hann var barn að aldri og bjuggu þar í fullan aldarfjórðung. Bjarni ólst þar upp ásamt fjórum systkinum sínum og uppeldis- bræðrum tveimur. Æskuheimili hans var um marga hluti athygl- isvert. Þar var umsvifamikill búskapur og snyrti- lega gengið um alla hluti í búinu, svo að hvergi var aðfinnsluvert. Þar var og rómað menningar- heimili, enda húsráðendur annálaðir fyrir gáfur svo sem þau áttu kyn til. Það kom snemma í ljós að Bjarni í Skarði hafði niargt það til að bera sem prýða mátti unga menn, enda var hann í reynd forstöðumaður heimilisins frá tvítugsaldri. Hann var góður og traustur hestamaður og átti jafnan afburða gæðinga, dug- andi hesta og fjörharða. Ha'nrj var svo góður eldsmiður strax á ungum aldri að hestajárn og brennimörk sem hann lét frá sér fara voru eftirsótt, enda óvenju svipgóð og vel unnin. Svo var og um hverskonar smíðar er hann fékkst við stórsmíðar og smærri verk. Bjarni hafði fengið í ættarfylgju góða greind og eínkar næma athyglis- gáfu. Mér er það sérstaklega minnisstætt hversu hlutir, sem hann hafði virt fyrir sér, þótt ekki væri nema í sjónhendingu, stóðu honum Ijósir fyrir sjónum og þegar hann hugsaði sér að smíða sambærilega hluti, þá þurfti hann ekki að rýna í teikningar eða bera fyrir sig mælikvarða. Um skeið vann Bjarni í Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík. Það er altítt að ungir menn fari í fja'röflunarskyni til vinnu á slíkum vinnustöðum og eflaust hefur Bjarni haft það í huga öðrum þræði. En hann sá lengra. Skörp athygli og snilli handa hans gerðu vinnubrógð hans í Héðni miklu þýðingarmeiri en venjulegt brauðstrit er mörgum Guðrún Gunnarsdóttir I dag kveðjum við Gullu, bckkjarfélaga okkar frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Fýrstu kynni okkar af henni voru haustið 1974 þegar við komum þangað til náms. Þá fjóra vetur sem við vorum samferða henni minnumst við hennar sem trausts og góðs félaga. Gulla varð brátt vinsæl og vel liðin vegna hlýs viðmóts og hjálpsemi, sama hver í hlut átti. Gulla var rólynd að eðlisfari. en ákveðin við það sesm hún tók sér fyrir hendur hvort sem um nám eða félagsstörf var að ræða. Að Laugarvatni kynntist hún unnusta sínum, Sigurði Davíðssyni, bekkjarfélaga okkar og víni. Ari eftír stúdentspróf fluttu þau til Reykjavíkur °g hófu þar nám. Gulla fór í hjúkrunarfræði, og 'ýsir það hugarfari hennar betur en margt annað. í Reykjavík lágu leiðir flestra bekkjarfélaganna aftur saman. Kynntumst við þá enn beturgestrisni þeirra og Ijúfmennsku á hlýlegu heimili þeirfa. Það fékk mjög á okkur þegar við fréttum að Gulla Stti við alvarlegan sjúkdóm að stríða. En Gullu brást ekki kjarkur ffemur en fyrr,' heldur sýndi aðdáunarverðan styrk og æðruleysi. Gulla og Siggi voru alla tíð mjóg samrýmd, og kom það ekki sJSt í Ijós í veikindum hennar, þar sem hann, asamt foreldrum hennar, stóðu við hlið hennar Þar til yfir lauk. Okkur er öllum mjög mikil efttrsjá af Gullu, mikið og'vandfyllt skarð er höggvið í hópinn við fráfall hennar. Við sendum íslendingaþættir Sigga og foreldrum Gullu okkar innilegustu samúöarkveðjur og megi minning hennar lifa. Samstúdentar frá Menntaskótanum að Laugarvatni, 1978. manninum. Og þegar fjölskylda Bjarna nam nýtt land á eyðibýlinu Fossi í Hrunamannahreppi, árið 1936, þá kom að góðum notum sú reynsla og þekking, sem hann hafði aflað séf í Héðni. Rafstöð var byggð til nota fyrir heimilið, til lýsingar, hitunar og eldunar, draumsýn sem Bjarni sá um leið og hann kom þar á staðinn og fann sig nú mann til að láta rætast. Þá smíðaði hann súgþurrkunarblásara sem hann dreif með rafmagni. Dæmi þess voru fá á þeim tíma. Þannig var Bjarni. Fljótur að átta sig á aðstæðum, framkvæmdahraður og forgöngumað- ur á mörgum sviðum. Ekki verður Bjarna minnst á verðugan hátt svo að ekki komi fram frásögn af brautryðjanda starfi er hann stóð að með sveitung- um sínum, m.a. Árna Ögmundssyni í Galtafelli, er þeir keyptu og gerðu út fyrstu beltadráttarvél- ina, sem sett var til vinnu í hreppunum. Þá var unnið við hvort tveggja vegagerð og ræktunar- störf. Við þau störf var ýmsum verklægnum mönnum gefinn kostur á að reyna hæfni sína. Þó hygg ég að það sé samróma álit þeirra sem til þekktu á þeim árum, að Bjarni hafi sýnt þá leikni við stjórn jarðýtu, hvort sem um var að ræða tilflutning jarðvegs eða fínni frágang vegagerðar eða ræktun- arlanda að aðrir hafi ekki staðið þar jafnfætis. Oft kémur það upp í huga þess, er þessi orð festir á blað, hvort fordæmi Bjarna á Fossi við listilegan frágang með stórvirkri vinnuvél sé ekki orsök þess, að um allmórg undangengin ár hafa sveitungar hans miklu yngri menn að vísu, verið eftirsóttir ýtumenn þegar verklok, þ.e. frágangur stórverka er unninn. Mikið má það vera ef þar er ekki samband á milli. Þegar Bjarna á Fossi er minnst kemur margt upp í hugann, en fátt af því verður rakið í þessari 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.