Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 14
Ólöf Sigfúsdóttir, Aðalbóli Faedd 22. fcbrúar 1894 Dáin 17. apríl 1983 Aðfaranótt sunnudagsins 17. þessa mánaðar andaðist á sjúkrahúsinu á ilvanimstanga Ólöf Sigfúsdóttir, húsfrcyja frá Aðalbóli, eftir alllanga legu og heilsulcysi hin síðustu ár. Hún var fædd 22. febrúar 1894 á Rófu í Miöfirði (nú Uppsölum) og því rúmlega 89 ára er hún lést. Á Rófu bjuggu foreldrar hennar rausnarbúi um langt árabil og þar.ólst hún upp ásamt sex systkinum. Sigfús Bergmann, faðir hennar, var fæddur 22. ágúst 1845, dáinn 15. október 1928, sonur Guð- ■mundar bónda í Gafli í Víðidal, Jónssonar bónda í Nýpukoti og Neðri-Torfustöðum Þórðarsonar. Kona Guðmundur í Gafli og móðir Sigfúsar var Guðrún Guðmundsdóttir bónda á Síðu. en móðir Guðrúnar og kona Guðmundar á Síðu var Guðrún dóttir Sigfúsar Bergmanns.bónda á Þorkelshóli. Kona Sigfúsar Bergmanns á Rófu var Ingibjörg fædd 32. mars 1861, dáin 16. febrúar 1923. Faðir hennar var Jón bóndi Levý að Egilsstöðum Eggcrtssonar bónda og hreppsstjóra á Þernumýri Jónssonar bónda Þorsteinssonar. fáorðu minningargrein. En þegar ég hugsa til liðinna ára og genginna samverustunda, bregður bliki fyrir sjónir sem birtu leggur frá. Við áttum saman óglcymanlegar stundir á hestbaki þegar því varð við komið og á næðisstundum á heimilum okkar, bar margt á góma. Við ræddum nýjar bækur, liðna atburði, menn og málefni hins daglcga lífs. Þó man ég hann kannski best sem hinn stórbrotna höfðingsbónda. scm ekki vílaði fyrir sér að rétta náunga sínum hjálparhönd með svo stórmannlegum hætti, að fáhcyrt var. Sá sem hjálparinnar naut. var þó sá eini sem vissi til þess að Bjarni hefði komið þar við sögu. Því var hann ekki aö flíka. Kannske þekkti ég þessa hlið á Bjarna á Fossi manna best. Ég get hennar hér af ríku tilefni. en tíunda það ekki frekar. Nú skiljast lciöir um sinn. Heimili Bjarna mágs míns og Rúnu mágkonu minnar hefur fengið annan og óvæntan svip. En minning okkar, vina hans, um þann sérs; ^ rcit, sem þau systkin höfðu skapað á mörkum byggðar og öræfa, er ógleymanleg og fyrnist aldrei. Bjarni lést á sjúkrahúsi í Reykjavík aðfaranótt fyrsta sumardags. Hann hafði veikst skyndilega og dró hratt til úrslita, hraðar en nokkurn óraði fyrir. Hann var borinn til grafar í Tungufclli 30. apríl sl. Hann hafði kosið sér legstað við hlið móðursyst- ur sinnar og í nánd við foreldra sína. Þannig var Bjarni, sterkur í lífi sínu og samkvæmur sjálfum sér. Síðasta ákvörðun hans urn hvílustað að lífi loknu vitnar um það. Drottinn blessi för hans um ný og óþekkt svið. Hafi hann þökk fyrir líf sitt og litríkt starf. Steinþór Gestsson. 14 Jón Levý drukknaði 1. júlí 1869. Kona hans var Margrét Jónsdóttir bónda í Hindisvík Sigurðsson- ar frá Stöpum. Veturinn 1912-1913 stundaði Ólöf nám í skólanum á Hvítárbakka. Var þó ekki algengt á þeim árum að stúlkur færu í aðra landsfjórðunga til námsdvalar. Vorið 1920 giftist hún eftirlifandi manni sínum. Benedikt Jónssyni frá Aðalbóli. Þar byrjuðu þau búskap það sama vor og bjuggu þar um 50 ára skeið. Þeim varð tveggja sona auðið; Jón sem lengi bjó í Höfnum á Skaga og Aðalbjörn. ráðunautur. í Vestur-Húnavatnssýslu. nú á Hvammstanga. Kynni okkar Ólafar heitinnar eru nú orðin æði löng. Ungur að árum réðist ég í kaupavinnu til þeirra að Aðalbóli. Um dvölina þar vil ég aðeins segja þetta: Óvíða hef ég kunnað betur við mig og ber þar margt til; frjálslyndi og glaðværð húsbóndans og rausn Og röggsemi húsfreyjunnar. Þar ríkti íslcnsk gestrisni svo sem bcst verður á kosið, þetta sérkennilega tákn íslenskrar bænda- menningar. Þá er mér skylt að minnast og þakka alla þá umönnun og hlýju scm hún sýndi Sigrúnu heitinni dóttur minni. Slíkri mannkosta konu gleymir maður aldrei. Nú að leiðarlokum þakka ég góð kynni sem aldrei bar neinn skugga á um hálfrar aldar skeið. Blessuð sé minning hennar. Eftirlifandi eiginmanni. sonum, ættingjum og öðru vensiafólki votta ég samúð mína. Jónatan Jakobsson. t Amma okkar, Ólöf Sigfúsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Hún var dugmikil kona og ekki sátt við að kveðja. Hún var alla tíð hraust þar til fyrir þremur árum að hún lagðist inn á sjúkrahús í fyrsta sinn, 86 ára gömul. Því miður náði hún sér aldrei að fullu eftir aðgerð sem hún gekk undir og var erfitt fyrir svo kraftmikla og vinnusama konu að standa frammi fyrir því að geta ekki lengur hugsað um heimili. Hún bar þó ætíð þá von í brjósti að geta aftur sest í húsmóðursætið á heimili þeirra afa en það hafði hún gert með sóma í rúm 60 ár. Slík von hefur án efa gefið henni aukið þrek og lengri lífdaga. Lengst af stýrði amma stóru sveitaheimili á Aðalbóli í Miðfirði með höfðingjabrag. Hún lét sér annt um heimilisfólkið sem sést m.a. vel á því að fyrstu 15-20 búskaparár sín fór hún fyrst allra á fætur til að færa hinu útivinnandi fólki morgun- kaffi í rúmið. Okkur þykir vænt um þá hlýju sem felst í orðum aldraðs manns sem lengi dvaldi á Aðalbóli, en hann sagði að hvergi hefði honum liðið betur en hjá henni Ólöfu. Gestrisni ömrnu og afa var rómuð. Gestkvæmt var á Aðalbóli og oft glatt á hjalla. Þar áttu margir notalegar stundir og þáðu góða aðhlynningu. Mcnn komu oft þreyttir og kaldir af heiðinni og voru fegnir því atlæti sem þeir nutu er heim að Aðalbóli kom. Borð voru hlaðin hvers kyns góðgæti, en amma hafði einkar gaman af matar- gerð. Hér voru knýtt vináttubönd er héldust æ síðan. Fólk hefur sýnt þakklæti sitt með því m.a. að heimsækja þau oft í Skipholtið þegar þau bjuggu þar á efri árum. Þau voru vinaföst og vinamörg. Varla leið sá dagur að ekki kæmi einhver í heimsökn. Ekki sakaði að gestir spiluðu bridge og var oft tekið spil. Amrna bar mikla umhyggju fyrir sínum nán- ustu, sonunum tveimur, Jóni og Aðalbirni, og fjölskyldum þeirra. Synirnir voru komnir á unglingsár þegar lítil stúlka, Sigrún Jónatansdóttir kom að Aðalbóli og dvaldi þar að mestu leyti þar til hún lést aðeins sjö ára gömul. Amma tók miklu ástfóstri við hana og var missirinn mikið áfall fyrir ömmu svo og aðra ástvini. Tregaði hún Sigrúnu litlu. sólargeislann sinn, alla ævi. Við systurnar eigum fallegar minningar um ömmu. Hún lét sér afskaplega annt um okkur alla tíð. Við voruni oft hjá henni á sumrin þegar við vorum litlar stelpur og má með sanni segja að hún hafi kennt okkur að vinna. Hún hafði einstakt lag á að fá börn og fullorðna til verka. Hún var ósínk á hrós og hvatti þannig til frekari afreka og vinnusemi. Amma hafði yndi af söng, tónlist og dansi og hvatti okkur systurnar til að læra á hljóðfæri með því að gefa okkur orgel. góðan grip. Orgelið var góður heimilisvinur og ómmissandi þegar gest.i bar að garði og lagið var tekið. Þetta framlag ömmu hefur verið okkur gleðigjafi síðan. Amnta sýndi námi okkar og störfum mikinn áhuga og hafði metnað fyrir okkar hönd. Slíkt var íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.