Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 1
(SLENDINGAÞÆTTIR
Fimmtudagur 26. mai 1983 — 19. tbl.
TIMANS
Guðrún Lilja Jóhannesdóttir
Borðeyri
Fædd 3. október 1912
Dáin 11. maí 1983
Guðrún Lilj a Jóhannesdóttir var fædd og uppal-
in í Skálholtsvík í Hrútafirði. Foreldrar hennar
voru þau hjónin Sigríður Þórðardóttir frá Stóru
Hvalsá og Jóhannes Jónsson, Skálholtsvík. Ólst
Guðrún upp hjá þeim í stórum systkina hópi. Ung
að árum fór hún að heiman til að vinna fyrir sér,
eins og það nefndist í þá daga. Minntist hún
stundum dvalarstaða sinna. Sem unglingur í
Saurbæ í Dalasýslu, kaupakona í Eyjafirði og við
ýmis störf í Reykjavík og víðar.
Guðrún fluttist síðan alkomin heim í sitt hérað.
Árið 1940 tekur hún að sér ráðskonustarf hjá
Sæmundi Guðjónssyni Borðeyrarbæ. Hann hafði
misst konu sína frá fimm börnum og sumum
ungum og þar dvelur hún næstu árin.
Árið 1947 hófu þau búskap á Borðeyri, Bryn-
jólfur elsti sonur Sæmundar á Borðeyrarbæ og
Guðrún. Þau hjónin dvelja þar öll sín samvistarár,
eða þar til húsmóðirin veikist í byrjun árs 1981.
Þau Gunna Jóh. og Binni, eins og þau voru
nefnd heima og heiman eignuðust þrjár dætur:
Dagmar húsmóðir á Kjörseyri. Húnier gift
Georg Jóni Jónssyni og eiga þau átta börn.
Jóhanna húsmóðir í Skálholtsvík. Gift Svein-
birni Jónssyni og eiga þau þrjú börn.
Jóna Pálína búsett í Reykjavík. Gift Gylfa Þór
Helgasyni og þau eiga tvö börn.
Atvikin höguðu því þannig, að ég sem þessar
'ínur rita, fluttist til Borðeyrar sama vorið og þau
hjónin og þar áttum við samleið um 33ja ára
tímabil.
Fljótlega réðist Binni sem bílstjóri hjá Kaupfé-
'agi Hrútfirðinga og starfar þar enn sem slíkur. Þá
höfðu þau hjónin búskap, í smáum stíl, fyrstu árin
sér til stuðnings.
Heimili þeirra hjóna veit ég er fjölmörgum
minnisstætt fyrir mikla gestrisni. Gunna Jóh. tók
¦ móti gestuni og gangandi af hispursleysi og
hlýleika og bauð þeim til eldhúss að jafnaði. Fólk
fann sig velkomið í hennar húsum.
Margoft hjálpaði hún mér og tók til skemmri
eða lengri tíma fólk f fæði, serh var á vegum
kaupfélagsins. Þetta var nánast ómetanlegur
stuðningur við mitt starf. Einnig er fjölmargs
annars að minnast í samskiptum okkar og heimila
e8gja, er yljar sem minning liðins tíma.
Heimili þeirra hjóna var mjög tengt kaupfélag-
'nu, sem að ofan greinir og einnig vegna starfs
húsbóndans, en hann tók að sér fjólmötg úr-
•ausnarefni, sem langferðabílstjóri, fyrir fólk á
félagssvæði kaupfélagsins. Mörg voru skilaboðin
sern Gunna Jóh. tók á móti og margur pakkinn.
Enda var konan ósérhlífin og stór í starfi hvers-
dagsins með vilja þess sem vinnugleði þekkir.
Heimamenn á Borðeyri lögðu oft leið sína heim
til Gunnu Jóh. sér til tilbreytingar. Tylltu sér niður
til að spjalla. Ef til vill til að víkja hversdagsleikan-
um burt, sem kann að hafa sótt á sinnið. Skiptst
var á skoðunum og var fólk ekki alltaf sammála.
Ekki var húsmóðurinni að skapi að víkja frá sínu
máli, teldi húnsig hafa rétt að mæla.
Gunna Jóh. var dýravinur og hafði alltaf dýr
allan sinn búskap. Hún talaði við dýrin enda
hændust þau að henni.
Hugleikin er mér æðarkollan, sem þáði reglulega
rhat frá henni, á fjórukampirium fyrir sunnan
húsið hennar. Væri húsmóðirin of sein með
matinn þá gekk kollan yfir götuna og fast að
dyrum hússins.
Veturinn kom og sjóinn tók að leggja. Skörin
færðist utar og utar með hverjum deginum, sem
veður var kyrrt og frost á. Æðarkollan kom
gangandi eftir fsnum morgun eftir morgun um
langan veg. Þáði velgjórðir. Leit sínum dökku
djúpu augum til vinkonu sinnar. Gekk sömu leið
til baka, áleiðis á auðan sjó, virðuleg en lítið eitt
vaggandi í spori. Síðar varð húsavegurínn henni
of langur. Um vorið þegar ísa leysti var fagnaðar-
fundur í fjörukampinum fyrir sunnan húsið. Þessi
minning, samspil örfárra þátta náttúrunnar í
bland við vináttu og tryggð gefur þeim sem nýtur
sanna gleði og lífinu gildi.
Faðir minn dvaldi einn um árabil. Til að gera
honum bærilegri og jafnframt að skapa honum
nokkurt öryggi var lagður „sími" frá hans bæ til
Gunnu og Binna, enda stutt á milli. Á hverju
kveldi mun gamli maðurinn hafa hringt og alltaf
var tími aflögu til að spjalla. Einn af kostum góðra
manna er aðstoð við lítilmagnann.
Þau hjónin áttu sér gott heimili, sem einkennd-
ist af miklu starfi, vinnugleði og góðvild. Börnin
ólust upp í öryggi og góðu umhverfi. Síðar komu
barnabörnin í heimsókn éða til stuttrar dvalar.
Á sjúkdómstíma sínum dvaldi Guðrún lengst af
á sjúkrahúsum. Kom heim til sín stöku sinnum til
stuttrar dvalar í senn. Hún var styrk í mótlæti og
hófsöm í gleði. Eg minnist hennar með virðingu
og þökk.
Votta Brynjólfi vini mínum, börnum þeirra
hjóna og barnabörnum og öðrum aðstandendum
samúð.
Jónas Einarsson.
+
Elskuleg systir okkar hefir kvatt þetta jarðlíf.
Það kom okkur ekki á óvart því að hún leið
iangvarandi veikindi sfðastliðin ár, og var þungt
haldin.
AUtaf kemur dauðinn samt í opna skjöldu, og
þá finnst okkur oft að við hófum ekki verið ástvini
okkar eins mikið og við hefðum óskað.
Guðrún systir okkar var gift Brynjólfi Sæ-
mundssyni á Borðeyri, þau áttu þrjár efnilegar
dætur. Sú elsta, Dagmar, er gift Georg Jóni
Jónssyni bónda á Kjörseyri, og eiga þau átta börn.
Þá er Jóhanna Guðrún, gift Sveinbirni Jónssyni
bónda í Skálholtsvík, og eiga þau þrjú börn. Sú
yngsta Jóna Pálína, er gift Gyfla Þóri Helgasyni,
kaupmanni og eiga þau tvö börn.
Eiginmaðurinn og dæturnar og tengdasynirnir
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta systur
okkar veikindastríðið og stóðu eins og hetjur við
hlið hennar unz yfir lauk.
Það sem okkur er efst í huga að leiðarlokum er
hin hressandi glaðværð sem alltaf fylgdi Gunnu
hvar sem fór, og entist henni til hinstu stundar.
Svo var gestrisni þeirra hjóna, þau voru aldrei
glaðari en þegar fullt var af gestum, og var þá veitt
af rausn. Oft nutum við systkinin og makar okkar
yndisstunda á þeirra góða heimili, fyrir það
þókkum við öll.
Við biðjum góðan guð að milda sorg ástvinanna
sem hafa svo mikið misst, en minningin lifir í
hjörtum okkar og huggar okkur 611.
Guð blessi þig systir, og þökk fyrir allt.
Systkinin frá Skálholtsvík
23E