Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 2
Heiðar Þeyr Fjölnisson Fæddur 8. ágúst 1973 Dáinn 22. mars 1983 Þriðjudaginn 29. mars var borinn til grafar lítill vinur minn, Heiðar Þeyr Fjölnisson til heimilis að Sunnuhlíð 2, Akureyri. Ég kynntist Heiðari og fjölskyldu hans fyrir um það bil tveimur árum. Hann var þá átta ára. Mér er óhætt að fullyrða að sjaldan hef ég fyrir hitt kraftmeira og viljasterkara barn en Heiðar. Iðulega þegar gesti bar að garði í Sunnuhlíðina var Heiðar fyrstur á vettvang með sitt alkunna „Hæ!". Þar á eftirfylgdi gjarnan spurningaregn sem ég átti stundum fullt í fangi með að svara. Núna þegar hann hefur kvatt koma endurminningarnar frá okkar of stuttu kynnum upp í hugann. Einhverju sinni gaf ég Heiðari nýjar gallabuxur. Eins og krakka er vani, dreif hann sig strax í buxurnar og spígsporaði svo um cldhús- gólfið heiiua hjá sér til að sýna okkur, en varaðist þó að beygja hnén til að skemma ekki brotin í buxunum. Eg brosti í laumi og gat ekki hugsað mér betri þakklætisvott heldur en ánægjuna sem skein úr andliti hans. , Einhver skemmtilegasta minningin sem ég á um Heiðar, er frá Illugastaðarétt í Fnjóskadal haustið 1981. Heiðar hafði þá komið í heimsókn ásamt systkinum sínum, til afa og ömmu á Reykjum til að vera við réttirnar. Þegar kom að því að draga í dilka tók Heiðar heldur betur við sér, því allra síst mátti hann vera eftirbátur annarra. Oft urðum við þó að taka viljann fyrir verkið (Heiðar var ekki nema átta ára þá), því ósjaldan sá maður í iljar Heiðari, skellihlæjandi klofvega yfir einhverja stóra ána á þeysireið um réttina með Finn, litla bróður, skríkjandi af ánægju í eftirdragi. Mín síðasta minning um Heiðar er þó sú ljúfasta Þannig er mál með vexti að ég stunda nú framhaldsnám í Bandaríkjunum. Ég var svo lánsöm að geta farið heim til íslands í jólafríinu, og lá þá leið mín sem oftar í Sunnuhlíðina. Ferðalangurinn var auðvitað spurður spjórunum úr og við spjölluðum um heima og geima yfir rjúkandi súkkulaði og „jólabakkelsi". Einhiern veginn hefur Heiðari litla skilist að í útlegðinni fengi ég stundum heimþrá. Aðeins viku eftir að ég kvaddi ísland aftur, fékk ég hraðbréf með póstin- um, löngu fyrr en ég hafði þorað að vona að fá línu að heiman.Bréfið var stflað þann 18. janúar, aðeins þremur dögum eftir að ég fór utan, og byrjaði þannig: „Hæ Hæ. Ég ætla að skrifa þér nokkrar línur, ég hef nú ekki mikið að segja en ég ætlaði að skrifa svo þér leiddist ekki." Síðan kom stuttur, en greinargóður pistill um gang mála heima á Akureyri. Bréfið endaði svo á þennan veg: „nú hef ég ekki meira að segja bæ bæ, þinn vinur Heiðar, skrifaðu aftur". Þetta stutta bréf ýljaði mér um hjartaræturnar og með glöðu geði skrifaði ég litla vini mínum strax aftur. Hann hafði skynjað að ég saknaði allra heima, og eins og venjulega var hann fyrstur á vettvang til að hjálpa. Fyrir það er ég innilega þakklát og bréfið ætla ég að geyma til minningar um lítinn vin sem kvaddi of snemma. Það er svo ótrúlegt að Heiðar, eins sterkur og lifandi og hann var, skuli ekki vera á meðal okkar lengur, og það er víst að við munum öll sakna hans. Sárastur er þó missirinn fyrir foreldra hans og systkini. Kæru Lára og Fjölnir, Vala, Pála, Finnur og Eva Dögg, þó stórt skarð hafi nú verið rofið í fjölskyldu ykkar sem ekki verður bætt, skulum við öll sameinast um að varðveita minninguna um Heiðar Þey. , Með þessum kveðjuorðum til vinar mfns sendi ég öllum sem þótti svo vænt um Heiðar mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að vera með ykkur öllum. Ema H. Gunnarsdóttir Elín Guðmundsdóttir frá Stakkanesi Fædd 24. desember 1964 Dáin 3. aprfl 1983 Hvífellur sóley þá œskan brosir svo björt en biðukolla starir fjarrœnum sjónum. Á slíkum tímum veróldin virðist svört og vorharpan góða slegin svo fölskum tónum. Margs verður vís sá er náttúrulógbók les iim litfagrar jurtir er blœsveipar örlítið hreyfðu. Sem lítil hnyðra þú snemma um Stakkanes snérist við lambfé, og annað sem kraftar leyfðu. Á góðviðris stundum var gaman í skínandi sól að ganga á brattann og líta á blómskrúðið dafna og sjá þau undur hve vallgresið von sér ól með vaknandi lífsþrá, og kröftum að nýju safna. Jafnvelþótt snjóbreiður hyldi hið græna gras var gaman að bruna á smásleða niður halla. Úr snjókorna safni margur leyndardóm las um lífsóldu gjálfrið, erþær rísa ogfalla. Hvað ríkir á bak við hið óræða ómælistjald veit enginn svo gjörla, en gjarnan þvímargir trúa, að lífsbreytni sérhvers öðlist þar endurgjald og öllum sæla erþeim megin ná að búa. Ég sá þig sem smábarn fyrrum, frænka mín góð, ogfylgdistað nokkru með ungmeyjarvextiþínum. Ætla að tileinka þér þetta litla Ijóð við lokadægrið, með saknaðarorðum mínum. Ingimundur á Svanshóli. íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.