Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 3
Ottó Björgvin Árnason Fæddur 28. júní 1919 Dáinn 23. apríl 1983 Liðinn vetur hefur orðið mörgum þungur í skauti, fyrstu sumardagarnir kaldir og víðast snjóþungir, meginhluti landsins hulið frostgljáð- um fannkyngi skrúða og þrátt fyrir komu sumars virðist vorið fjarri. En þótt kuldalegt sé um að lítast munu hlýir straumar og geislar frá skini hækkandi sólar taka völdin, landið afhjúpast klakakufli og íklæðast blómum skrýddri gróður- skikkju. Hin sígildu orð munu rætast að aftur kemur vor í dal. Á þriðja degi þessa nýbyrjaða sumars kvaddi Ottó vinur minn þennan jarðneska heim ogengill dauðans sveif með sál hans á vængjum vorsins til fegri heima þar sem eilífðin sjálf er alein til. Að þessu sinni var dvöl hans á sjúkrahúsi stutþaðeins rúm vika þar til yfir lauk. Hann stundaði vinnu sína þar til t' marsmánuði, en þá var þrekið á þrotum og fór það ekki fram hjá neinum sem til þekktu, hressandi viðmót og líflegar viðræður urðu aðeins svipur hjá sjón. Ég sem þessar línur rita hefi þekkt Ottó s.l. fjörutíu ár. Fyrst lágu leiðir okkar saman í byggingarvinnu hér í borg- inni. Hann var þá í fríi frá sjómennsku um stundarsakir, en að öðru Ieyti varsjómennskan þá hans aðalstarf. Mér er minnisstætt hvað hann var glaður og hress, skemmtilegur og hvers manns hugljúfi, bráðduglegur, kappsámur og ósérhlíf- inn. Hann var glettinn og spaugsamur.smástríðinn og hrekkjóttur en hrekkir hans komu öllum í gott skap en særðu engan. í febrúar 1948 lágu leiðir okkar aftur saman á B.S.R. og höfum við verið þar starfsbræður síðan í rúm 35 ár. Það er langur tími sem segir stóra sögu ef hún væri sögð en minningin ein verður svo margt að geyma, en hún er líka gott veganesti ef staldrað er við og litið yfir farinn veg. Lífsbraut Ottós var ekki alltaf böðuð í rósum heldur oft þyrnum stráð. Við læknisskoðun 1945 kom í ljós að hann var með berkla í lungum og þurfti að dvelja á Vífilsstöðum þó ekki væri það Eftir það gekk hann aldrei heill til skógar og þurfti oft að dvelja á Vífilsstöðum þó ekki væri það lengi í einu, einnig átti hann við erfiðan magasjúkdóm að stríða á tímabili. En þrátt fyrir heilsubrest lét hann aldrei deigan síga, stundaði bílstjórastarfið af kostgæfni. Þrifnaður og snyrtimennska var honum í blóð borið og eru það eiginleikar sem henta þeim vel sem veita öðrum þjónustu. Ekki var hann efnishyggjumaður þótt hann væri sjálf- stæður efnalega, greiðvikinn með afbrigðum og mátti ekkert aumt sjá. Það var hans mottó að hjálpa og líkna en ekki að troða skóinn niður af náunganum. Hann hafði ákveðnar skoðanir og gat verið þéttur fyrir ef fast var deilt, en sáttfús og drengskaparmaður til orða og verka. Ottó var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 28. júní 1919, sonur hjónanna Árna Árnasonar sjómanns og Bjargar Ottósdóttur. Faðir hans var Eyfirðingur en móðir hans vestan úr Bolungarvík en þaðan fluttu þau að Möðruvöllum, áttu' þar íslendingaþættir heima um stundarsakir, en síðan lá leiðin til Akureyrar og þar áttu þau heima upp frá því. Á Akureyri eru því æskustöðvar Ottós. Ottó var sjötti í röðinni af 10 systkinum. Mörg dóu ung og aðeins tvö á lífi af þessum stóra hóp. Hann ólst upp í foreldrahúsum á erfiðum tímum þegar ekki þótti sjálfsagður hlutur að hafa nóg að borða, klæðnað og húsnæði, skorturinn var oft á næsta leiti og hver þóttist góður sem gat séð sér og sfnum farborða. Ungir fá ekki skilið í dag hvað fólkið í landinu þurfti áður fyrr að leggja hart að sér til að afla brýnustu nauðsynja. Nauðsynjar sem þykja sjálfsagður hlutur í dag. Ungur vann Ottó við.öll venjuleg störf bæði til sjós og lands. En sjómennskan heillaði hugann og fljótlega fór hann að vinna á togurum og var einnig f siglingum sem þá var sóst eftir. Eins og áður segir var sjómennskan hans aðalstarf á meðan heilsan leyfði. Ekki mun Ottó hafa hlotið aðra menntun en skyldunám í barnaskóla. Á þeim árum gátu fæstir veitt sér það sem þeir höfðu mesta löngun til, en starfið og lífið sjálft er reynsluríkur skóli. Um tvítugsaldur flutti hann hingað til Reykjavík- ur og átti hér heima upp frá því. Eftir að hann kom frá Vífilsstöðum 1946 keypti hann sér vörubíl og stundaði vínnu með hann í eitt ár, en sú vinna reyndist honum of erfið svo hann skipti um og fór að keyra leigubíl á B.S.R. fyrst sem launþegi, en fljótlega keypti hann sér bíl og gerðist sjálfseignar- bílstjóri og hélt því starfi upp frá því. Hann var mikill stuðningsmaður SÍBS og með bílstjórastarfi sínu veitti hann þeim samtökum mikla þjónustu. 1. desember 1945 giftist hann eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur ættaðri úr Strandasýslu frá Bæ í Hrútafirði. Þau eiga eina dóttur Guðrúnu gift Richard O’Brien tölvufræðing,eru búsett hér í borg og eiga eina dóttur bama. Þau hjónin Ottó og Dúna eins og hún er oftast kölluð hafa búið s.l. 25 ár í Gnoðavog 32. Þá íbúð eignuðust þau nýja og hafa búið þar síðan. Þau voru gestrisin og góð heim að sækja, falleg umgengni á lítilli íbúð ber húsmóðurinni gott vitni og þarna hefi ég fundið vermandi viðmót umvefja mig frá húsbændanna hálfu. Ég stend f mikilli þakkarskuld við þessi heiðurshjón og aldrei sér maður betur en þegar leiðir skilja hvað maður hefur mikið misst. Bakvið hlýtt og þétt handtak bjó heiðríkja hugans og fölskvalaus vinátta. Ég tel það mér til ávinnings að hafa notið trausts og vináttu þessa góða drengs. Heilsubrestur um áratugi jafnhliða bílstjóra- starfi sem útheimtir mjög langan vinnudag gerðu það að verkum að sumarfríin urðu hvorki mörg eða löng og aðrir frídagar færri en skyldi. En einu sleppti hann aldrei ef unnt var að koma því við, en það var að fara einn eða fleiri laxveiðitúra á hverju sumri og var þá oft farið norður í Hrútafjarðará. Fallegu umhverfi með fengsælum veiðiám unni hann mjög, þangað sótti hann hvíld frá annríki líðandi stundar. Ottó var sterkur hlekkur í samtökum okkar á B.S.R., hann skildi það vel að samtakamátturinn er sterkasta aflið til stórra átaka og því væri rétt og skylt að styrkja þau öfl sem vildu gera vel. Sigð dauðans hefur höggvið stórt skarð sem vandfyllt verður í raðir okkar á B.S.R., létti og hlýi hláturinn er hljóðnaður, fallega og hýra brosið horfið okkur sjónum, en minningin lifir þó maðurinn hverfi. Við hjónin þökkum langa og trausta vináttu, jafnframt vott- um við eiginkonu, dóttur og fjölskyldu hennar dýpstu samúð, megi algóður guð veita þeim þrek í þungri raun. Ég kveð hann svo að síðustu með þessum sígildu ljóðlínum eftir „Listaskáldið góða“ Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Jakob Þorsteinsson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.