Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 4
Jóhannes Davíðsson Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði Fæddur 23. september 1893 Dáinn 21. apni 1983 Einn af alþekktustu Vestfirðingum Jóhannes Davíðsson frá Neðri-Hjarðardal er lafinn. Hann dó á Blönduósi á sumardaginn fyrsta 21. apríl 1983. Hann var fæddur að Álfadal á Ingjaldssandi. Hann var 6 árum eldri en ég og man ég hann nokkuð t.d. á efstu bernsku árum hans, sem áhorfandi á fyrstu árum þessarar aldar okkar og frumbernsku minnar. Man ég æskufólk á Ingjalds- sandi, hversu margt það var og vel gert. Allt átti það góða foreldra og eftir getu fyrirhyggjusama. Foreldrar Jóhannesar, Davíð Davíðsson og Jó- hanna Jónsdóttir, voru þar í fremstu röð hús- bænda þeirra ára. Davíð var þekktur fyrir vinnu- lagni og traustur í öllum viðskiptum. Bæði þau hjón höfðu kynnst Kristjáni kennimanni á Kirkju- bóli í Valþjófsdal, Önundarfirði, manni Gróu Greipsdóttur, en Jóhanna var bróðurdóttir hans og hann var fóstri hennar frá 16 vikna aldri. Kristján var ættaður frá Ketildölum í Arnarfirði, snilldar lestrar- og reikningskennari og auðugur af manndyggðum og öflugri kristinni trú. Heimili Jóhannesar fannst mér bera með sér einkenni nefndra forfeðra. Haustið 1906. man ég að þessi sonur hjónanna í Álfadal, á að fara í barnaskóla norður í Bolungarvík og vera í heimili Jóhannesar Jensson- ar formanns og frænda í Bolungarvík. Móðir mín í Hrauni og Jóhanna í Álfadal voru fóstursystur og komu þær oft hvor til annarar og ræddu um drenginn í barnaskólanum í Bolungarvík og hugsaði maður þá að gaman hlyti að verða stór og fara í skóia. En hvað var skóli? Eitthvað ævintýri. Jóhannes kom vorið 1907 til fermingarinnar og virtum við hann, ungir strákarnir, kominn úr skólanum á nýjum fötum og dönskum skóm og í samræðum vissi hann svo margt, mundi margt og sagði vel frá. 1908 er U.M.F. Vorblóm stofnað að tilhlutan Guðmundar frá Mosdal. Meðal Vorblóms-félaganna, myndaðist strax sterkur og þroskamikill áhugi til að duga hverju máli vel, taka þátt í ræðu og rituðu máli og þar gafst Jóhannesi hin ávaxtaríkustu átök við ræðu- mennsku og ritleikni, sem hann efldi stöðugt og naut til hins síðasta dags. Jóhannes var einn af duglegustu nemendum Núpsskóla, seinna var hann í skólanefnd hans lengi. Þannig var Álfadals- fjölskyldan meira en hlutgeng í öllu er horfði til framfara og dáða og má þar nefna söngáhuga Guðjóns bróður hans og Vilborgar systur þeirra, að öðrum ónefndum ungs fólks af Ingjaldssandi. 1911 fóru þeir bræður Guðjón og Jóhannes að Hvanneyri til náms ásamt Ingimar Jóhannessyni skólastj. og Bjarna ívarssyni, allir úr sömu sveit, Mýrahreppi í Dýrafirði. Mun ég áræða að segja að þeir hafi haldið vel hlut sínum í námi, dugnaði öllum og öðru er prýddi unga sveina með framkomu sinni og áhuga. Landbúnaðarmálin hrifu hinn unga mann og engu síður félagsmálin bænda og sveitanna. Þeir 4 bræður Kristján og Jóhannes gerast bændur í Neðri Hjarðardal 1915-1916, búa félagsbúi, með- an báðir bjuggu. Voru störf þeirra öllum ungum bændum til fyrirmyndar vegna hirðusemi, nýtni í hvívetna, sígandi lukku með afrakstur ræktunar túngrasa og jarðepla. Þetta er af heimilisþætti Jóhannesar, en hinn þátturinn er af félagsmálum hans á víðari starfs- velli, er mörgum kunnur, svo þekktur var hann um allt land. Á þingum naut hann sín vel, ötull málsvari hugsjóna sveitalífsins, fólksins í landinu og einnig var hann mikið fyrir dýrin og meðferð þeirra í fóðrum og afurðum. Störf Jóhannesar í félagsmál- um dreifbýlisins, eru nær óteljandi. Hann var með stofnun þeirra margra, meðstjórnandi og formað- ur þeirra sumra, eftir að Kristinn Guðlaugsson, oddviti og bóndi á Núpi, lét af störfum t.d. einn af stofnendum K. Þing., síðar formaður Ræktun- arfél. V-ísafj. í stjórn Búnaðarsambands Vest- fjarða, átti sæti á Búnaðarþingi, formaður naut- gripafélags Mýrahrepps, auk margra ráða og nefnda, fyrir hið opinbera, er hann starfaði fyrir á margvíslegum grundvelli. Þá má nefna trúnað- armaður um mælingu jarðbóta bænda. Fyrir öll þessi störf varð hann landsþekktur og minni ég á sérstaklega, bændafarirnar, sem hann léði lið ásamt öðrum mönnum. Hvar sem hann kom var hann mjög skemmtinn, sögufróður og sagði dæmalaust vel frá, enda minnið frábært og talandinn ágætur. Vel hefði hann sómt sér í hópi lærðra manna fyrir orðgnótt og hyggni til góðra ráða fyrir land og þjóð. Jóhannes var ekki fjölskyldumaður og átti ekki börn, en eins og hann sagði sjálfur „Ástin mín var ekki nema hálf og engin vildi móðir hennar vera“, en hefði svo verið.þá ætti þjóðin e.t.v. nýjan Jóhannes. Kristján og Jóhannes voru bændur meðan starfsaflið var til staðar, en létu jörð og bú í hendur Bjama sonar Kristjáns, eftir að heilsa Kristjáns bilaði og hann dó. Jóhannes starfaði með frænda sínum að heyskap og leit til kinda á meðan hægt var, en svo fór sjónin að bila og smáminnka, svo hann gat ekki lesið. Fluttist hann þá austur í Húnaþing að Blönduósi til Valgerðar bróðurdóttur sinnar og dó þar 21. apríl s.l. Mér finnst þegar ég fer nú um heimaslóðir og Dýrafjörð vanti mig svo mikið, þegar Davíðs- bræðurnir eru horfnir og ekki heyrist til þeirra, fögur félagsleg ávörp, er yljuðu manni svo á mörgum samferða áratugum. Jóhannes kæri vinur. Þessir kæru liðnu dýrðar- dagar eru liðnir og dýrð mun fylgja þér í þá nýju fegurstu Hjarðardali, er þú hefur nú eignast. f Guðs friði. Guðm. Bemharðsson,frá Ástúni t Samherjar kvaddir Með fárra daga millibili voru bornir til grafar tveir menn sem áratugum saman voru í fremstu röð þeirra sem héldu upp merki Framsóknar- flokksins í Vestur-lsafjarðarsýslu. Hvor um sig og báðir saman voru þeir ágætir fulltrúar þeirrar« kynslóðar sem gerði Framsóknarflokkinn það afl sem skipti sköpum um örlög íslensku þjóðarinnar þegar heimskreppan mikla varð mörgum þjóðum ógurleg martröð á fjórða tug þessarar aldar. Framsóknarflokkurinn vestra var í sárum þegar Bændaflokkurinn hafði verið stofnaður og Ásgeir Ásgeirsson, vinsæll og virtur þingmaður, varutan flokka. Þá var það mjög að vonum að margur stæði ráðvilltur og vissi ekki að hverju helst skyldi halla sér. Þá stóðu þeir einir eftir með Framsókn- arflokknum sem lögðu málefnalegt mat á viðhorf- in og höfðu pólitíska sannfæringu. Sá kjarni var ekki stór, en það var góður kjarni. Með því fólki var gott að vinna. Og því eru það margar minningar sem sækja á hugann þegar þeir sem þar stóðu fremstir eru kvaddir. Hér er heldur ekki um að ræða flokksmál og flokksstarf inn á við eingöngu eða í þröngri merkingu. Þessu flokksstarfi tengist með ýmsum hætti mál héraðsins í heild, félagsstörf og menn- ingarlíf. Þeir sem þar stóðu fremstir og dugðu best tengjast því á ýmsa vegu ævi og sögu okkar hinna. Ég bið íslendingaþætti Tímans að geyma fyrir mig fáein kveðjuorð um þessa horfnu samherja. íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.