Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 6
Jón Guðmundsson Fæddur 14. ágúst 1899. Dáinn 15. apríl 1983. „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka." (Einar Benediktsson.) í dag er lagður til hinstu hvíldar í Skeiðflatar kirkjugarði í Mýrdal, Jón Guðmundsson, fyrrum bóndi að Norðurgárði í sömu sveit. Með þessum fátæklegu orðum er ekki ætlun mín að rekja æviferil tengdaföður míns svo tæmandi sé, til þess skortir mig svo margt. Jón var fæddur 14. ágúst 1899íTúninu,semsvovarnefnt, það var lítil jörð í næsta nágrenni Ketilstaða í Mýrdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Hann var fjórði í aldursröð af tólf börnum þeirra. Ungum var honum komið í fóstur til vandalausra, eins og títt var um börn í þá daga, sérstaklega frá barnmörgum heimilum. Fyrst var hann einhvern tíma í Norðurgarði, og síðar á Ketilstöðum. Fljótlega eftir fermingu fór hann í vinnumennsku til Eyjólfs bónda og rithöf- undar á Hvoli í sömu sveit. Þar var hann heimilisfastur til ársins 1923, er hann hóf búskap að Norðurgarði. Það sama ár gekk hann að eiga unnustu sína Guðrúnu Erlendsdótfur, ættaða frá Giljum í Hvolhreppi. Hún lést fyrir rúmum þrem árum. Blessuð sé minning hennar. Á þessum árum var erfitt að byrja búskap fyrir eignalaust fólk' og það sem leiguliðar á lítilli jörð. En með viljastyrk og harðfylgi tókst þeim að sigrast á þessum erfiðleikum og verða vel bjarg- álna. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi, allmikið sagt svo mjög sem menning okkar öll er félagsleg og afkoma okkar háð félagslegum fors- endum. Þórður var ræktunarmaður mikill af hugsjón og það náði t.d. bæði til skógræktar og mannræktar. Eftir langa og farsæla sambúð þeirra hjóna komu kvöldskuggar efri ára svo sem oft verður. Daðína lamaðist svo að hún hefur veríð bundin við rúm 'og hjólastól árum saman. Þreyta sótti á Þórð eftir annasaman ævidag og vinnuþrek hans þvarr en hann hélt þó andlegu atgjörvi. Þá varð „íþróttin vorra feðra" athvarf hans og afþreying. Kom þá í ljós hve skáldskapurinn var honum hjartfólginn þó ekki gæfist tóm til að sinna meðan heimilisfað- irinn lagði sig allan fram við skyldustörf sín, Nú var Ijóðagerð stunduð að ámóta elju og búsýslan áður. En þó fór svo að þreytan varð meir en líkamleg og Þórði hvarf veröldin smám saman. Hann hafði dvalið hjá dóttur sinni í Hafnarfirði að vetrinum en fór alltaf vestur í Arnarfjörð að sumrinu meðan hann gat tekið til hendi. En síðustu árin tvö dvöldu þau hjónin bæði á Sólvangi. „Vinir mínir fara fjöld", sagði Bólu-Hjálmar. Undir það taka þeir sem ná gamals aldri á annað borð. Það er náttúrulögmál, sem ekki verður umflúið. Jafnvíst er það og að þeir sem kveðja geta sagt með fullri vissu eins og Bólu-Hjálmar ,Ég kem eftir." En á þessari kveðjustund finnst mér að sé um annað og meira að ræða en að kveðja tvo eftirminnilega samferðamenn og góða vini. Þeir éru fulltrúar kynslóðar sem er að hverfa. Hér var.¦ áður minnst á upphafstíma ungmennafélaganna. Sá tími mótaðí báða þá sem hér eru kvaddir. Sú kynslóð sem tók á herðar sér, „heill og forráð þessa lands," fyrir 60-70 árum, breytti íslensku þjóðfélagi og þjóðlífi á margan hátt. Það var stórhuga kynslóð og ötul. En ég hygg að gæfa hennar hafi ekki síst legið í því að þar gerði hver og einn kröf ur til sjálfs sín engu síður en anriarra. Jóhannes Davíðsson og Þórður Njálsson unnu báðir æskustöðvum sínum langa og farsæla ævi. Þeim er þökkuð tryggð og ræktarsemi, umhyggja og fórnfýsi. Miklu væri lífið snauðara og kulda- legra ef ekki hefði notið samfylgdar slíkra manna. H.Kr. talin í aldursröð; Erlendur, Ólafía, Sigurður, Valdimar og Rannveíg. Barnabörnin eru 19 og barnabörnin kominsnokkuð á annan tug. Kynni mín af þessum mætu hjónum hófust fyrir kringum 35 árum, er ég kom fyrst á heimili þeirra, sem tilvonandi tengdadóttir og á þau kynni féll aldrei skuggi. Bæði voru þau hjón mjög gestrisin, enda óvenju gestkvæmt á heimili þeirra alla tíð. Meðan þau bjuggu í Norðurgarði, dvöldu hjá þeim á hverju sumri börn, bæði þeim skyld og óskyld, og veit ég að þau eiga þaðan öll góðar minningar, 1 Norðurgarði bjuggu þau til ársins 1960, en brugðu þá búi og fluttu til Víkur í Mýrdal. Stundaði Jón þar ýmsa vinnu sem að til féll og fyrstu árin fóru þau hjón bæði á vetrarvertíð til Vestmannaeyja', meðan heilsa þeirra leyfði. Eftir það var hann svo lánsamur að hafa létta vinnu hluta úr degi hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík, svo lengi sem kraftarnir entust, og fyrir það var hann mjög þakklátur. Guðrún andaðist sem fyrr segir fyrir rúmum þrem árum. Eftir það bjó Jón einn að mestu, að eigin ósk. Það sem gerði honum það mögulegt, voru hans góðu nágrannar í Vík. Síðustu þrjá mánuðina dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og andaðist þar þann 15. þ.m. Jón var mjög greiðvikinn maður og vildi hvers manns vanda leysa, ef hann gat því við komið. Hann var hreinskilinn og heiðarlegur og sagði gjarnan meiningu sína umbúðalaust, því hræsni átti hann ekki til. Nú þegar hann er allur, þökkum við samfylgd- ina hér í þessu lífi, og biðjum honum blessunar Drottins á landi eilífðarinnar. Ég vil að endingu gera þetta vers að lokaorðum mínum: „Af eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðír. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum ossfaðminn breiðir." (Einar Benediktsson.) Sesselja Þórðardótiír. vÆm Wí |(»í íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.