Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Side 7
Sigrún J. Einarsdóttir Fædd 25. febrúar 1938 Dáin 26. apríl 1983 Hún Sigrún okkar er dáin Lífsganga hennar, örðug síðasta spölinn, er á enda. Við taka bjartir stígar hins æðra heims. Við hin sem göngum áfram, stöldrum við óvissari um framtíðina en áður, með spurningu á vörum sem við fáum líklega aldrei svar við. Af hverju? Dauðinn tók Sigrúnu frá okkur. Það gat hann. En við eigum eitt eftir sem hvorki hann né nokkuð annað fær tekið frá okkur. Minninguna .um elsku Sigrúnu okkar sem var svo róleg og góð. Þá minningu eigum við nú og munum eiga óskerta allt okkar líf. Minnisstæð eru okkur samtöl hennar við vini sína sem spurðu um líðan hennar. Þá fyllist maður stolti yfir að hafa þekkt Sigrúnu, sem ekki vildi íþyngja sínum nánustu, heldur bera byrðina ein, hún sat þjáð af sjúkdómnum og sagði brosandi að sér liði vel, en spurði um líðan annarra í staðimi. Það var alltaf notalegt að hafa Sigrúnu og Astráð á heimilinu. Við kveðjum Sigrúnu svo rík af minningum en samt svo fátæk í tómleikanum. Ástráður, lóhanna, Sigga og Magnús! Érfitt er að fá stryrk í svo mikilli sorg. En þó má finna huggun í orðum Matthíasar Jochumssonar: En andinn vitjar vor aftur og ylur að hjartanu snýr; þá sjáttm vér gegnum svalandi tár, hve sorgin er fögur og dýr. Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eiltfan aldingarð því ölltt, sem Drottinn gaf. austur að Eiðum þar sem hún hóf kennslustörf, og þar og á Hallormsstað kenndi hún hannyrðir þar til hún varð að láta af störfum vegna veikinda fyrir um ári síðan. Á Eiðum kynntist hún eftirlifandi manhi sínum Ástráði Helgfell Magnússyni frá Uppsölum. Þeim várð þriggja barna auðið, þau eru: Sigríður Júnía 19 ára, Magnús 17 ára og Jóhanna 15 ára. Að þeim öllum er sár harmur kveðinn við fráfall elskulegrar eiginkonu og móður. Sigrún var mikill listunnandi. Hún hafði mikla ánægju af tónlist, myndlist og góðum bókum. Við höfum ávallt haft mikla ánægju af dvöl Sigrúnar og Ástráðs á heimili okkar,en skuggi hefur verið yfir heimsóknunum síðasta árið vegna sjúkdóms tiennar. Og við fjölskyldan minnumst elskulegra samverustunda á heimili þeirra. Fyrir tæpu ári fórum við til spánar ásamt þeim og nutum ferðarinnar með þeim á aflan hátt, og þó Sigrún væri þá orðin veik gerði hún sitt besta til að allir nytu ferðarinnar sem best. Ástráði er mikill sómi af umhyggju sinni og fórnfýsi í veikindum hennar. Betri hjúkrun hefði hún ekki getað fengið. Að sjá Ástráð hjúkra Sigrúnu var kennslustund í kærleika. Að leiðarlokum sem þessum vill hugurinn staldra við og fá mann til að líta yfir farinn veg. Og þegar við kveðjum Sigrúnu hinstu kveðju er okkur þakklæti efst í huga, því hjálpsemi hennar og gleði var slík að gott var með henni að vera. Við kveðjum hana með söknuði, þökkum góða samfylgd og félagsskap og biðjum henni blessunar Guðs á hennar nýju vegferð. Guð blessi fjölskyldu hennar. Dídí og Steini Ágústa Sigríður Guðj ónsdóttir Guð blessi þig elsku Sigrún okkar. Þorsteinn og Berglind. t Elsku Sigrún okkar er látin. Hún lést að heimili sínu þriðjudaginn 26. apríl, aftir erfiða sjúkdómslegu. Við minnumst Sigrúnar sem glæsilegrar og heilbrigðrar konu en ekki síður sem sjúkrar konu sem bar sig eins og sú ein er skynsemina hefur, síglöð og jákvæð. Sigrún var dóttir Sigríðar Júníusdóttur og Einars G. Guðmundssonar. Hún ólst upp með wóður sinni og stjúpföður, ásamt tveimur hálf- systrum, í Vestmannaeyjum. Ung að árum fór hún að heiman í Kennaraskóla íslands, þar lagði hún stund á hannyrðir. Fór síðan til Noregs og dvaldi þar í einn vetur við nám. Síðan lá leiðin Islendingaþættir Fædd 16. júní 1903 Dáin 28. apríl 1983 Hún Sigríður Guðjónsdóttir lést í Landspítalan- um 28. apríl s.l. Mér kom andlát hennar ekki á óvart, svo og öðru sem þekktu hana. Því að hún hafði verið sjúk lengi. En lengstaf var hún heima í litla húsinu sínu að Þrastargötu 5 á Grímstaða- holtinu. Sigga var vinmörg. Þess vegna var afar gestkvæmt hjá henni. Oft kom égog mitt fólk þar, og nutum við ætíð góðra veitinga. Gistum þar einnig. Slíks er gott að minnast. Ég rek ekki ættir Sigríðar í þessari litlu grein, það gera væntanlega aðrir sem þar um eru fróðari. Veit ég þó að æskuslóðir hennar voru Hvalfjörður og nágrenni hans. Bar hún hlýjan hug til þessara byggða, enda er þar óvenjuleg náttúrufegurð. Sigríður eða Sigga á Þrastargötu, eins og hún lifir í hugum þeirra sem þekktu hana, lætur eftir sig tvö börn, en þau eru - í aldursröð: Ása Skaftadóttir, húsfreyja í Breiðholti í Reykjavík, og Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekku- skóla í Reykjavík og borgarfulltrúi. Eiga þau bæði afkomendur. Barnabörnin veittu henni mikla lífsfyliingu, enda voru þau tíðir gestir á Þrastargöt- unni. Nú er litla húsið autt. Nú er Sigga ekki lengur á stjái til að hella upp á könnuna og bera fram veitingar gestum og gangandi. Ég undraðist oft að Sigga skyldí hafa fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af öllum þeim gestagangi sem á henni mæddi. Aldrei kvartaði hún. Ég sem þessar línur rita, þekkti Siggu á Þrastargötu í rúm 30 ár. Hún eltist að ytra útliti eins og við gerum öll á efri árum. En Sigga var ætíð ftin sama inn við beinið: artarleg, veitul, gestrisin og hlý. Og þá held ég að eigi við hin fleygu orð Hávamála, þegar Siggu er minnst að leiðarlokum: Orstír deyr aldregi, hveim sér góðan.getur. Við hjónin sendum aðstandendum Siggu á Þrastargötu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Auðunn Bragi Sveinsson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.