Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Síða 8
Jón Jónasson Reykjum Fæddur 1. desember 1896 Dáinn 6. maí 1983 Varla mun það geta talist mikill sorgarviðburð- ur né stór héraðsbrestur þó háaldraður maður þrotinn að kröftum bæði Iíkamlega og andlega kveðji þennan heim. Við vitum að þetta er vegurinn okkarallra, hitt er í óvissu hversu margir dagarnir verða þar til kallið kemur. En þó þessu sé þannig varið þá fer ekki hjá því í hvert sinn er gamall vinur og samstarfsmaður hverfur af sjónar- sviðinu að manni finnst tilveran vera snauðari og skarðið verði naumast að fullu bætt. Þó engum sem til þekktu komi andlát Jóns á Reykjum á óvart, fór ekki hjá því að slíkar hugrenningar komu mér í hug er ég heyrði að hann væri allur. Jón var fæddur á Bjargshóli í Miðfirði þann 1. desember 1896. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jónsson og Anna Kristófersdóttir. Þau bjuggu á ýmsum jörðum í Miðfirði eins og títt var um fólk á þeim árum sem ekki höfðu eignarhald á ábúðarjörðum sínum, en 1917 fluttu þau að Reykjum og dvöldu þar í skjóli barna sinna það sem eftir var ævinnar. Jón ólst upp ásamt fjórum systkinum hjá foreldrum sínum, en fór þó sem smali fyrir fermingaraldur til sr. Hálfdáns Guð- jónssonar prófasts á Breiðabólstað í Vesturhópi og var þar í nokkur ár, var fermdur af sr. Hálfdáni. Jón mun hafa notið svipaðrar tilsagnar fyrir fermingu sem algengust var á þeim árum en auk Þeir sem skrifa minningar- eða afmœlisgreinar í íslendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum þess var hann einn vetur á alþýðuskólanum á Hvammstanga og stundaði alla algenga vinnu eftir því sem bauðst. Meðal annars fór hann á vetran'ertíð á Suðurnesjum. En eftir að fjölskyld- an fluttist að Reykjum stundaði hann eingöngu búskap, fyrst sem ráðsmaður hjá Helgu Arnbjarn- ardóttur og síðar á félagsbúi með mági sínum og eftir það einkabúskap á Ytri-Reykjum. Árið 1938 kvæntist Jón Aðalheiði Ólafsdóttur ættaðri af Fljótsdalshéraði, hinni mestu atorku- og dugnaðarkonu sem ekki lét sinn hlut eftir liggja að sjá um velgengni heimilisins. Þau eignuðust ekki börn en fengu kjörson, Hjört Líndal, sem nú er búsettur í Keflavík, auk þess dvaldi margt af börnum og unglingum langdvölum á heimili þeirra, sum fram á fullorðinsár og segir það sína sögu um heimilishald og heimilislíf. Að hætti góðra bænda sá Jón um að fénaður sem hann hafði undir hendi fengi nóg fóður og góða umhirðu en sérstakt yndi hafði hann af Hestum, tók oft að sér að temja hesta og átti sjálfur ágæta hesta, enda oft á ferðalögum, meðal annars póstur frá Hvamms- tanga fram í Miðfjarðardali í mörg ár áður en bílar komu þar við sögu. Þegar líða tók á búskapartíð þeirra hjóna færðu þau sig aðeins um set og settust að á Laugarbakka en þá voru þar komin nokkur hús. Höfðu þau þar gróðurhús og nokkrar kýr. Einnig hafði Jón þar bréfhirðingu á hendi, þar þekktist enginn lokunartími heldur sífellt opið hús og afgreiðsla og önnur fyrirgreiðsla talin sjálfsögð hvenær sem var og auk þess alltaf veitingar á borðum og virtist sem þau hjón væru fremur þiggjendur en veitendur svo mikla ánægju höfðu þau af að taka á móti gestum. Jón var mjög félagslyndur maður og hafði mikla ánægju af glaðværð og góðum félagsskap. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélagsins Grett- is og í fyrstu stjórn þess. Síðar var hann lengi í skattanefnd Ytri-Torfustaðahrepps. Ég, sem þess- ar línur rita, vann með honum að þessum málum og get vart hugsáð mér betri samstarfsmann. En svo fór að lokum eins og alls staðar þegar ellin knýr dyra þá verður að hætta öllum umsvif- um. Síðustu þrjú ár höfðu þau hjón bæði dvalið á sjúkraskýlinu á Hvammstanga en þó þau hefðu þar góða umönnun eftir því sem ástæður leyfðu mun Jón oftast hafa verið með hugann í sveitinni og við störfin þar. Hann andaðist þar eftir erfiða sjúkdómslegu þann 6.þ.m. Við hjónin kveðjum Jón með besta þakklæti fyrir trygga vináttu og minnumst margra ánægju- legra samfunda frá liðnum árum. Aðalheiði vottum við samúð okkar og óskum henni alls velfarnaðar. Benedikt Guðmundsson íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.