Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 1. júni 1983 — 20. tbl. TIMANS Þorgeir Jakobsson, frá Brúum i Aðaldal Fæddur 6. apríl 1902 Dáinn 19. mars 1983 Bjarg að sandi mátlur mól, margra handa á vegi. Allt er landið svarið sól, sérhver ándinn degi. Þessa vísu Indriða Þorkelssonar á Fjalli, birti Þorgeir sem eins konar mottó fyrir greininni. Mótun iandslags í Þingeyjarsýslu (Árbók Þing. 1968) og lætur fylgja þessa skýringu: „Stakaþessi var rituð í forskriftarbók mína, þegar ég var í barnaskóla. Hún varð mér hugstæð þá, og þó enn meir síðar, þegar mér varð ljóst, hve mikinn sannleik hún hafði að geyma." Nú sýnist mér stakan hæfa vel sem eins konar grafskrift yfir þessum heiðursmanni sem fyrir fáum vikum hvarf yfir dauðafljótið, þaðan sem enginn á afturkvæmt. Enn eitt bjarg hafði þá verið malað að sandi. Naumast er ástæða til að óttast, að honum muni ekki vegna.vel á þeirri framlífsreisu, sem hann hefur nú byrjað, því fáa hefi ég þekkt sem voru eins vel undir það ferðalag búnir, af lestri góðra bóka, eigin íhugun og viðræðum við spakvitra menn. Um syndabyrðina skal ég að vísu ekki dæma, en fáir hafa mér sýnst ólíklegri til afreka á því sviði, og víst er að aldrei heyrði ég Þorgeir segja neitt, sem kalla mætti hnjóðsyrði um nokkurn mann eða skepnu, en slíkt er fágætt í heimi þar sem flestir velta sér uþp úr vanvirðing- um náungans. Hygg ég að þetta lýsi nokkuð hans innra manni. Ekki er þó svo að skilja að maðurinn væri skaplauseðaskoðanalaus-þvífórfjarri,-en hitt má vera, að hann hafi oftast séð fleiri en einn flöt á sama máli, (að hætti góðra vísindamanna) og því getað sett sig inní og skilið andstæðar skoðanir. Málefnalegar rökræður voru mjög að skapi Þorgeirs, og jafnvel held ég að honum hafi fundist þær einhver besta skemmtun sem völ var á, einkum á efri árum. Þorgeir hafði í rauninni marga eiginleika hins sanna \ísindamanns. Hann mun snemma hafa' verið spurulli og íhugulli en almennt .gerist um umhverfi sitt. Upp alinn í Haga í Aðaldal, á hraunbreiðunni miklu, sem þekurláglendi dalsins, 'ók hann í æsku að íhuga söguleg rök þessa hrauns og leggja sig eftir að ráða þær rúnir, sem tönn tímans hafði rist í landslagið á þessum slóðum. Hann er heldur ekki ósnortinn af hinni marg- frægu þingeysku menningarvakningu aldamótaár- anna, enda var hann um tíma samvistum við einn merkasta fulltrúa hennar, Jóhannes Friðlaugsson kennara, sem gerðist mágur hans. Er mér tjáð að Þorgeir hafi á yngri árum tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, m.a. í Ungmennafélags- hreyfingunni, og undirbúið stofnun Laugaskóla, sem hann var alla æfi mjög tengdur. Mun hann hafa haft nokkuð náin kynni af flestum eða öllum skólastjórum Laugaskóla frá upphafi til þessa tíma, og fjölmörgum kennurum skólans, og hefur sú kynning eflaust verið honum nokkurs virði, aukið menntun hans og víðsýni. Þannig naut hann hins besta af þekkingu skólamanna, án þess að kenna gallanna sem oft vilja fylgja langri skóla- setUr Á æskuárum Þorgeirs var rafmagnið eitt af undrum veraldar, og rafvæðingin hugsjón bestu manna. Fyrir mann með náttúrufræðilegar til- hneigingar lá beint við að snúa sér að því viðfangsefni. Þorgeir var svo heppinn að komast í kynni við frumkvöðul heimilisrafstöðvanna á íslandi, Bjarna Runólfsson frá Hólmi og vinna með honum við uppsetningu rafstöðva í Þingeyj- arsýslu og raflagnir, er síðan urðu atvinna hans og ævistarf. Tók hann próf í þeirri grein og fékk réttindi sem rafvirki árið 1938. Árið 1935 giftist Þorgeir eftirlifandi konu sinni, Ólöfu Indriðadóttur frá Ytra-Fjalli, og hófu þau búskap á Brúum við Laxárgljúfur, fornu eyðibýli í landi Grenjaðarstaðar í Aðaldal. Þurfti því að byggja þar allt frá grunni. Þarna áttu þau heima í um þrjá áratugi þar til þau fluttu til dóttur sinnar Kristínar, sem gift var Páli Rist lögreglumanni á Akureyri, og við Brúar var Þorgeir oftast kenndur á seinni árum. Aldrei mun búskapur þeirra á Brúum hafa verið mikill, enda stundaði Þorgeir oftast vinnu við raflagnir jafnframt búskapnum, og kom það því mest í hlut Ólafar að annast hann. Á Brúa-árunum kynntist Þorgeir Sigurði Þórar- inssyni jarðfræðingi, sem þá dvaldi um tíma við jarðfræðirannsóknir í Brúagljúfrum og í neðan- verðum Laxárdal, vegna fyrirhugaðrar Laxár- virkjunar, sem byggð var 1940. Þau kynni urðu varanleg og frjóvgandi á báða bóga. Gat Þorgeir bent Sigurði á ýmsa athyglisverða staði og fyrir- bæri, sem hann var kunnugur, en meðtók í staðinn ýmsa fræðslu hjá þessum vinsæla jarðfræðingi. Getur Sigurður þess í ritgerð sinni Um Laxárgljúf- ur og Laxárhraun og í smágrein í Náttúrufræð- ingnum árið 1966. Það mun einkum hafa verið upp frá þeim kynnum, að sú löngun tekur að sækja að Þorgeiri, að gera sérgrein fyrir landslagi í Þingeyjarsýslu, myndun þess og mótun, eins og hann orðar það í inngangi þeirrar greinar sem fyrr var vitnað til. Ekki er þó rasað um ráð fram, því að enn líða um 20 ár þar til hann vogar að setja hugmyndir sínar fram á prenti, með greininni „Myndun Aðaldals" í Árbók Þingeyinga árið 1963. Segist hann þar hafa „rætt um þessa hluti við ýmsa menn í héraðinu, og þeir hafa hvatt mig til að rita um myndun dalsins. Hef ég því hætt á að færa hugmyndir mínar í letur, ef fleirum þætti nokkurs um vert." (Minnir þetta ekki á inngang Ara fróða að íslendingabók). í ritgerð sinni rekur Þorgils jarðsögu Aðaldals frá ísöld til okkar tíma, og tekur sérstaklega fyrir hraunflóðin tvö, sem Sigurður nefndi Laxárhraun eldra og yngra, lýsir útbreiðslu þeirra í dalnum, áhrifum þeirra á renrisli. Laxár, myndun gervigíg- anna í Miðdalnum, stöðuvatns hjá Haga, o.fl. Byggir hann þar einnig að nokkru á athugunum Tómasar Tryggvasonar jarðfræðings. Niðurstöður Þórgeirs brutu á ýmsan hátt í bága við skoðanir Sigurðar Þórarinssonar, er hann hafði kynnt í riti sínu um Laxárhraunin, en Sigurður hafði í rauninni lítið skoðað sjálfan Aðaldal, og var þetta því ekki undarlegt, enda viðurkenndi hann strax helstu niðurstöður Þor- geirs, og ritaði af því tilefni sérstaka þakkargrein sem birtist í Náttúrufræðingnum 1966, sem fyrr va'r getið. Þessi viðurkenning hins merka vísindamanns, hefur áreiðanlega verið Þorgeiri mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut, enda fylgdu nú^ fljótlega á eftir tvær aðrar greinar um jarðfræði Þingeyjarþings, undir titlinum „Mótun landslags í Þingeyjarsýslu" (Árbók Þing. 1968 og 1969). I

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.