Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 2
Guðrún Rósinkarsdóttir, Y tra-Krossanesi Fædd 3. ágúst 1905 Dáin 4. maí 1983 Föstudaginn 13. maí, fór fram útför Guðrúnar Rósinkarsdóttur, húsfreyju, Ytra-Krossanesi, en hún andaðist 4. maí s.i. í sjúkrahúsinu á Akureyri eftir stutta legu. Hún var fædd að Kjarna í Arnarneshreppi, Eyjafirði, 3. ágúst 1905 og voru foreldrar hennar sæmdarhjónin Þorgerður Septína Sigurðardóttir frá Kjarna og Rósinkar Guðmundsson frá Æðey, Isafjarðardjúpi. En þangað hafði Þorgerður ráðist sem kennslukona eftir að hafa dvalið við nám í Kaupmannahöfn. Fluttist Rósinkar, sem var næst- elstur hinna tólf Æðeyjarsystkina, með Þorgerði til Eyjafjarðar og tóku þau síðar við búi foreldra hennar að Kjarna. Þar ólst Guðrún upp á miklu myndarheimili ásamt systkinunum Valgerði, sem nú er látin og Guðmundi sem lengi var bóndi á Skriðulandi. Snemma kom í ljós að Guðrún var góðum gáfum gædd og þótti hafa óvenjulega stærðfræði- hæfileika eins og faðir hennar, og heyrði ég þess getið að hún hefði aðstoðað börn sín við úrlausnir erfiðustu reikningsdæma, jafnvel í stærðfræði- deildum menntaskólans. Vegna frábærrar frammi- stöðu mun hún hafa verið látin ljúka fullnað- arprófi 11 ára gömul með 13-14 ára gömlum börnum. Ekki var í þá daga um langa skólagöngu að ræða, en ung að árum mun hún hafa verið send til Akureyrar til að læra hannyrðir, saum o.fl. Sextán ára gömul missti hún móður sína og dvaldist eftir það um skeið hjá frændfólkinu í, Æðey. Þá þegar hafði hún kynnst Brynjólfi Sigtryggssyni frá Skriðu í Hörgárdal, sem þá var fyrri greininni fjallar hann einkum um landmótun í Ljósavatnsskarði og Kinn og setur fram þá hugmynd að Kinnarfell sé ungt eldfjall þ.e. orðið til seint á ísöld. Hafi það stíflað upp vatn í Bárðardal og beint rennsli Skjálfandafljóts vestur til Enjóskadals um skeið. Utdráttur úr þessari grein Þorgeirs birtist einnig í Náttúrufræðingnum árið 1968. í síðari greininni ræðir hann vítt og breitt um landslag á NA-landi einkum með tilliti til land- rekskenningarinnar og lýsir þróun gosbeltisins á þessum slóðum. Má segja að þær skoðanir hans hafi hlotið staðfestingu í Kröflueldum þeim er hófust árið 1975. Hér verður ekki lagður frekari dómur á skoðanir Þorgeirs varðandi jarðsögu Þingeyjar- sýslu. Eins og hann minnist á í greinum sínum, hafa margir jarðfræðingar, innlendir og erlendir, lagt þar hönd á plóginn, og ýmsir stærri spámenn en Þorgeir hafa orðið að sætta sig við að kenningar þeirra yrðu úreltar og lítils metnar, (eins og dæmið um Sigurð sýnir hér að framan). Það er eðli vísindanna. Það sem máli skiptir er, að til skuli vera fróðleiksmenn á borð við Þorgeir, sem hafa yndi af því að tileinka sér vísindalega þekkingu og efla þannig anda sinn til frekari íhugunar og þekking- 2 kennari þar í sveitinni og gengu þau í hjónaband þann 3. ágúst 1923. Bjuggu þau fyrstu búskaparár- in í Hörgárdal og lagði Brynjólfur stund á kennslu og kenndi bæði börnunr á barnaskólastigi og undirbjó unglinga undir framhaldsskóla, en hann var mikill tungumálamaður. Síðar fluttust þau Guðrún og Brynjólfur að Krossanesi við Akureyri þar sem þau stunduðu búskap, en jafnframt nokkrum kennslustörfum vann Brynjólfur við verksmiðjuna í Krossanesi, þegar þar var vinnu að fá. Þá var barnahópurinn orðinn stór og ekki veitti af hverri björg í bú. Á þessum árum reyndi mikið á dugnað, hugvit og nýtni Guðrúnar, en hún var hamhleypa til allra arleitar. Þekkingarleitin var einmitt eitt höfuðeinkenni Þorgeirs á efri árum, þeim tíma sem ég hafði af honum einhver kynni, og takmarkaðist þá ekki við þann geira tilverunnar sem vísindi nútímans hafa valið sér að viðfangsefni. Ég hygg að umræðuefni okkar hafi þá jafnoft verið Kröflueld- ar eins og ýmis fyrirbæri sem kölluð eru dulræns eðlis, af því menn vita ekki neina venjulega skýringu á þeim. Þau síðarnefndu voru Þorgeiri mjög hugleikin, einkum það er varðaði framhald lífs eftir dauðann, en um það efni las hann flest er til náðist, og var fyrir löngu orðinn sannfærður um framhaldslíf þegar kallið kom, og ekki hygg ég að hann hafi neitt kviðið þeim umskiptum. Hins vegar mun honum hafa leiðst aðgerðarleysi ejlinn- ar og talið líklegt að hann gæti fljótlega tekist á hendur eitthvert gagnlegt starf handan mæranna. Það er viðeigandi að ljúka þessu spjalli með annari stöku, sem Þorgeir valdi sem inngang að annari grein sinni um mótun landslags í Þingeyjar- sýslu, en hún er eftir Sigurjón Friðjónsson. Neisti vits um aldir alda, á andartaki rennur skeið. Óravegu Ijósárs langa, líður á svipstund hu'gans reið. verka og einstaklega lagið við hvað eina sem hún tók sér fyrir hendur, hvort heldur laut að bú- skapnum sjálfum eða húsverkum, matargerð og saumaskap. Það var eins og hún gæti gert allt úr engu. Eins og hún hafði lag á að hjúkra og stunda sjúka, hvort heldur voru börn eða gamalmenni, þá var hún dýralæknir af guðs náð. Var hún því oft kvödd til er skepna var í nauðum. Að því var ég sjálfur vitni og átti Guðrún þá alla mína aðdáun. Það var ætíð tilhlökkunarefni að fara norður í Krossanes. Þær stundir eru mér ógleymanlegar er ég stóð á hlaðvarpanum og horfði út eða inn eftir Eyjafirðinum í glaða sólskini, en bæjarstæðið að Krossanesi er eitt hið fegursta er finnst. - Enda þótt ástæða væri til að dvelja löngum stundum úti við og fara í gönguferðir niður í fjöruna, upp í klappirnar eða annað í hinu fagra umhverfi, var annar staður sem hafði mikið aðdráttarafl, þegar í Krossanes var komið. Það var eldhúskrókurinn. Þar var ætíð freistandi að sitja og spjalla um heima og geima - þar leið tíminn fljótt. Guðrún, tengdamóðir mín, var ekki aðeins gjöfull gestgjafi - hún var gjöful á fróðleik og við hana var hægt að ræða um alla hluti. Hún var ótrúlega víðlesjn og aldrei kom maður að tómum kofunum - hvort heldur um var að ræða þjóðmál, heimsmál eða bókmenntir. Guðrún var hávaxin, fríð kona, ljós yfirlitum með mikið fagurlega gyllt hár og hún var höfðingi í sér, en kom fram af hógværð og Iítillæti. Þau hjónin Brynjólfur og Guðrún voru samhent í því að gera allt sem þau gátu til að stuðla að menntum barna sinna. Þau eignuðust sjö börn og Var elst þeirra Ragnheiður, sem dó í blóma lífsins, 24 ára gömul. Næst var Þorgerður, sem búsett er í Álasundi í Noregi, gift Knut O. Garnes, framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, þá Ari, dr. í eðlisfræði, búsettur í Boston, kvæntur Margréti Brynjólfsson og eiga þau 5 börn, Sigrún, gift Jóni Erlingi Þorlákssyni, tryggingafræðingi og eiga þau 6 börn, Sigurður Óli BA í eðlisfræði og stærðfræði og bæjarfulltrúi á Akureyri, kvæntur Hólmfríði Kristjánsdóttur og eiga þau 5 börn, þá Áslaug, fræðslustjóri áður gift dr. Guðmundi Sigvaldasyni, jarðfræðingi og eiga þau 4 börn. Yngst er svo Hclga gift Eyþóri Ómari Þórhalls- syni, tannlækni og eiga þau þrjú börn. Barnabörnin eru því 25 talsips og öll hin mannvænlegustu, en barnabarnabörnin eru 14. Öll áttu barnabörnin athvarf í Krossanesi og dvöldu mörg þeirra sumarlangt þar og hefur það verið þeim gott veganesti. Mann sinn missti Guðrún 10. ágúst 1962. Bjó hún áfram í Krossanesi og reyndist Sigurður Óli. sonur hennar, kona hans og börn, Guðrúnu ómetanleg stoð og stytta öll þessi ár. Mér er efst í huga nú á þessari stundu þakklæti fyrir að liafa fengið að kynnast þessari göfugu og mætu konu. Guð blessi minningu hennar. Eyþór Ómar íslendingaþsettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.