Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 5
nær samfleytt í 16 ár. Hún lét sér annt um það stóra heimili og var sívökul um velferð bamanna. Hún mun hafa lagt nær alla sína fjármuni í að prýða skólaheimilið og lagði því til ómælt af húsgögnum og tækjum, keypti m.a. orgel og gaf skólanum, sem enn er þar í sæmilegu standi. Á sumrum var hún oftast ráðskona hjá vegagerðinni hér, en þrjú sumur var hún ráðskona á Stóra- Hamri í Eyjafirði hjá Þórhalli Jónassyni, sem þá hafði misst konu sína, og Jónasi syni hans. Þá var hún tíma og tíma heima í Ytri-Hlíð, annaðist m.a. móður sína veturinn 1949 er hún lá banaleguna. Síðla árs 1963 flutti hún svo til Reykjavíkur og leigði sér þar íbúð. Var heilsan þá farin að gefa sig til muna. Fór hún þó að vinna á Elliheimilinu Grund og vann þar nærri samfleytt í 6 ár. Þá fór hún að aðstoða gamalt fólk í heimahúsum nokkra tíma á dag. Þar á meðal voru prófastshjónin frá Hofi sr. Jakob og Guðbjörgu, sem flutt voru súður, einnig Halldór Ásgrímsson frv. kaupfélags- stjóra og alþingismann og Önnu konu hans, og allmargt fleira fólk. Þetta stundaði hún meðan heilsan leyfði. Fyrir sex sjö árum flutti hún svo á Minni-Grund, fékk þar herbergi sem hún gat verið útaf fyrir sig að mestu, vann þó smátíma úr degi á heimilinu allt fram á síðasta haust, er hún gaf-ekki lengur haft fótavist. Flest öll sumur eftir að hún flutti suður kom hún heim til Vopnafjarð- ar. Hún unni heimabyggð sinni og fæðingarstað mjög, vinföst var hún og ættrækin. Einhverra hluta vegna hafði hún nokkurt dálæti á mér, er ég var smábarn, og var ég stundum um smátíma hjá þeim Alexander á Torfastöðum þegar ég var 6-8 ára og var þar dekrað við mig. Sú umhyggja hefur síðan fylgt mér og fjölskyldu minni. Eitt af því sem ég held að hafi glatt frænku mína mest nú síðustu árin var, þegar sonur minn Hörður réðst í að kaupa ættarjörðina Vakursstaði I á því harða ári 1979, en þá leit út fyrir að jörðin færi úr ábúð œttar okkar eftir nær tvöhundruð ára samfellda búsetu þar. Hefur hún fylgst af áhuga með afkomu hans þar, og stutt hann eftir mætti sínum. Fjármuni sína alla hefur hún gtfið stofnunum og einstaklingum í Vopnafirði m.a. til íbúða fyrir aldraða hér, og Hofskirkju gaf hún messuhökul og altarisklæði, til minningar um foreldra sína. Við hjónin þökkum ástúð í garð okkar og fjölskyldu okkar alla tíð, og biðjum henni blessun- ar Guðs. Guðlaug var jarðsungin frá Hofskirkju þann 3. maí og þann dag skein sól í heiði. Sigurjón Friðriksson + Þegar ég fyrir rúmum áratug fer að reyna að ná áttum á nýjum vinnustað, Torfastaðaskóla í Vopnafirði, mátti mér fljótlega verða Ijóst að ég var ekki eingöngu staddur innan grárra stein- veggja opinberrar byggingar. Ég var kominn í hús sem átti sér líkan anda og rótgróin menningar- heimili í sveit eiga. Sem skólasetur eiga Torfastaðir sér stutta en merkilega sögu. Alexander Stefánsson, sem þar bjó myndarbúi, gaf Vopnfirðingum jörðina og aðrar eignir sínar eftir sinn dag til þess að reisa heimavistarskóla á Torfastöðum. Hann dó á besta aldri 5. febrúar 1945. En það er nú svo að öll börn eiga sér mæður, þótt við flest berum föðurnafnið eitt með okkur ls|endingaþættir allan okkar ævistig og alla okkar sögu. Nafn Alexanders mun fylgja sögu Vopnafjarðar meðan einhver lætur sig skólamál þar nokkru varða. Hitt óttast ég að gleymist að það hefur einnig önnur manneskja gefið þessari menntastofnun alla alúð sína og ævistarf. Guðlaug Friðrika Sigurjónsdóttir frá Ytri-Hlíð hafði verið ráðskona hjá Alexander á Torfa- stöðum seinustu 7 æviár hans. Hún var kona natin og umhyggjusöm og hefur því sem góð húsmóðir átt sinn þátt í velgengni búsins. Eftir fráfall Alexanders heldur Guðlaug áfram vinnu á Torfastöðum sem ráðskona byggingar- manna og síðan í 16 ár við heimavistarskólann eftir að hann komst á. En hún var skólanum meira en ráðskona, hún var þessu óskabarni sveitarfólks- ins á vopnafirði sem sönn móðir. Öllum sínum stundum var hún að vinna skólanum og hugsa um að gera hann að fögru heimili. Hún saumaði tjöld fyrir glugga, sængurföt í rúm og dúka á borð. Hver króna sem hún gat sparað af ráðskonulaunum sínum rann til skólans,aftur í gjöfum. Veggir voru prýddir málverkum og eldhús var búið bæði hversdagsleirtaui og viðhafnarstelli. Ekki er meining mín að gera hér skrá yfir gjafir eða verk Guðlaugar fyrir Torfastaðaskóla, það er hvorki á mínu valdi né annarra, en mér er Ijúft og skylt að þakka fyrir það sem hún hefur gert fyrir æsku þessa byggðarlags. Menntun og uppeldi felst ekki eingöngu í ítroðslu og hörðum aga, heldur miklu meira í hlýju og fegrun umhverfisins. Þar var Guðlaug hinn mikli veitandi. Persónulega kynntist ég Guðlaugu aðeins lítil- lega sem gamalli konu, sem þó bar nteð sér skapfestu og reisn en þó um fram allt hlýhug. Hún kom nokkrum sinnum í heimsókn til okkar í Torfastaðaskóla, var þá býsett í Reykjavík. Mér þykir leitt hve mikið tímans tönn hafði þá nagað handaverk hennar og gjafir og sá að hún tók það nærri sér. Guðlaug var þó söm við sig og hugsjón sinni trú. Effir þetta sparar hún saman af ellilaun- unum sínum og sendir skólanum orgel að gjöf, hinn ágætasta grip. Guðlaug Friðrika Sigurjónsdóttir lést á sjúkra- húsi í Reykjavík 25. apríl síðast liðinn og verður jarðsett í Hofskirkjugarði í dag, tveimur dögum fyrir áttræðisafmælið sitt. Guð blessi minningu hennar. Vopnafirði, 4. maí 1983 Hermann Guðmundsson. Fædd 29. mars 1904 Dáin 5. maí 1983 Andlát móðurömmu okkar markar tímamót í langri sögu göfugrar konu. Samverustundir okkar með ömmu, sem börn, táningar og fullorðin voru góðar og ríkar. Við ýmis tækifæri þegar við sátum í einrúmi leiddi tal okkar að hugleiðingum um lífið og tilveruna, um dauðann og lífið eftir dauðann. Amma hafði frá ntörgu að segja, samt voru orð hennar ekki alltaf mörg, en þau sögðu mikið og meining þeirra hvarf aldrei. Hluta af ævisögu hennar hefur hún sagt okkur frá sjálf, mæður okkar hafa bætt sínum frásögnum við og síðasti hlekkurinn í þeirri keðju er okkar eigin mynd og minningar um hana. Hún sagði okkur frá sinni hörðu barnæsku, fátækt og óöryggi, um fjölskyldu sem mátti skilja að, að hún sem barn varð að byrja að sjá um sig og standa á eigin fótum. Allt sitt líf stóð hún á eigin fótum. Hún varð einstæð þriggja barna móðir og barðist áfram fyrir sínum kjörum, undir eilífum ótta um að geta ekki séð sínum börnum farboða og halda saman. Hún leiddi okkur í frásögnum sínum inní heima sinnar sjálfstæðisbaráttu sem manrieskja, móðir og kona síns tíma. Sagði okkur frá þeim styrk sem hún hafði öðlast við unnin stríð alein og í óöryggi með vinnu og húsaskjól og frá þeim máttarvana og beiskju hún fann er hún mætti óréttlæti lífsins. Amma á ættir sínar að rekja norðan úr Kollafirði í Strandasýslu. Einna helst gætum við best líkt persónuleika hennar þeim slóðum. Það er eins og lífskjör hennar hafi ékki verið ein um að móta hana, heldur að náttúran hafi átt sinn hlut. Hún var stolt og yfir henni hvíldi mikil reisn allt til síns dauðadags. Frá augum hennar og andliti skein bjarmi eins og Ijósið frá hinum bláa lit himins og hafs yfir firðinum fyrir norðan. Hún var hæversk og þrátt fyrir erfiðleika og veikindi kvartaði hún aldrei, en sýndi sinn virðuleika og kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Börn voru henni mikið yndi og gleði, hún lýsti upp í Framhald á bls. 7 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.