Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Síða 1
ÍSLENMNGAÞÆTTIR Miðvikudagur 15. júni 1983 — 22. tbl. TÍMANS Jónas Antonsson, trésmiður Fæddur 14. ágúst 1909 Dáinn 1. júní 1983 Þann 1. júní s.l. andaðist hér í Reykjavík vinur minn Jónas Antonsson trésmiður. Skagfirðingur að ætt og uppruna. Hann var jafnlyndur maður og lífsglaður, skrafhreifinn og skemmtilegur, duglegur og árisull alla tíð - meðan heilsan leyfði Hans er nú saknað og minningar margar þyrptust fram þá hann er kvaddur hinstu kveðju, hinn 9.júní síðastliðinn frá Fossvogskapellu. Jónas var fæddur að Deplum í Stíflu 14. ágúst 1909. Foreldrar hans voru hjónin sem þá bjuggu þar Anton Grímur Jónsson f. 11. des. 1882 og Jónína Stefanía Jónasdóttir f. 15. maí 1881 Anton var sonur Jóns Gunnlaugssonar bónda að Garði, síðast að Móafelli í Stíflu og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Jónína Stefanía var dóttir Jónasar Jósafatssonar síðast bónda á Knapp- stöðum og fyrri konu hans Guðlaugar Jónsdóttur bónda í Móskógum Jónssonar bónda á Helgu- stöðum Ólafssonar í Stóraholti Jónssonar. Foreldrar Jónasar Antonssonar gengu í hjóna- band 1905 og fluttust að Deplum 1907 og bjuggu þar f 13 ár en fluttust þá að Reykjum í Ólafsfirði og síðar 1924 að Nefstöðum í Stíflu. Voru þau fyrst leiguliðar þar en keyptu síðan jörðina. Eftir að Stefanía og Anton hófu búskap að Nefstöðum hófu þau endurbætur á jörðinni, byggðu myndar- legt íbúðarhús, ásamt stóru fjárhúsi og hlöðu úr steinsteypu. Þessar framkvæmdir á tíma erfiðleika og fátæktar, sýna vel áræði og stórhug þessara hjóna. Anton var góður smiður og átti því léttar með að byggja hús sín en margir aðrir á þessum slóðum. Jónas Antonsson sem kvaddur er hér með þessum línum var fæddur eins og fyrr segir að Deplum, hann var elstur sinna systkina er upp komust. Anton og Stefanía misstu tvö ung börn en systkini Jónasar sem upp komust eru hér talin í aldursröð: 1. Steinunn búsett í Siglufirði, 2. Jóhanna gift1 Sigurbirni Bogasyni frá Skeiði búsett í Siglufirði. 3. Guðmundur Ingimar kvæntur Árnýju Jóhanns- dóttur frá Gautastöðum búsett í Siglufirði. 4. Sigríður gift Guðmundi Jónssyni frá Molastöðum búsett í Reykjavík. Fósturdóttur tóku Nefstaðar- hjónin, Stefaníu Guðnadóttur, f. 17/10 1926 gift G. Hjálmari Jónssyni frá Sléttu búsett í Reykja- vík. Hjónin á Nefstöðum komust vel af á sinni búskapartíð sakir fyrirhyggju og dugnaðar. Anton andaðist snögglega 26. apríl 1931 þá staddur í Siglufirði tæplega fimmtugur, var það mikið áfall fyrir fjölskylduna en bót í máli að þrjú elstu börnin voru um og yfir tvítugt. Stefanía hélt áfram búskap í nokkur ár eftir lát manns síns en síðar tók Jónas við búskaparforráðum á Nef- stöðum. Stefanía Jónasdóttir andaðist 24. apríl 1954 eða 23 árum eftir lát manns síns. Ég hefi hér fjölyrt nokkuð um foreldra Jónasar Antonssonar og aðstæður þær sem þau bjuggu við. Jónas vandist ungur, vinnusemi á æskuheimili sínu, og varð hann hinn duglegasti maður. Um móður hans var sagt að sjaldan eða aldrei hafi heyrst frá hennar munni styggðaryrði eða illt umtal, það sama mátti segja um Jónas, hann var' aðgætinn og orðvar. Ég sá Jónas fyrst þegar hann kom til Siglufjarðar 1925. Hann var þá að koma til föður míns í vinnu og trésmíðanám þó ungur væri. Hann var hár og herðabreiður og minnti frekar á tvítugan mann en 15 ára ungling. Hann bjó heima hjá okkur og var mér og jafnöldrum mínum og vinum sérstaklega nota- legur. Það var margt snjóhúsið sem hann byggði fyrir okkur án byggingarleyfis og aldrei þreyttist hann á því að flytja okkur í stórbyljum milli húsa. í fangi hans var maður öruggur, þó vart sæist út úr augum. Árin liðu - Jónas óx úr grasi og við líka guttarnir á eyrinni. Éins og fyrr segir tók Jónas við búsforráðum á Nefstöðum nokkru eftir lát föður síns. Meðan Jónas bjó á Nefstöðum kvæntist hann 26/12 1934 Hólmfríði Guðleifu Jónsdóttur frá Ólafsfirði. Nokkru síðar fluttu þau þangað þar sem Jónas vann við smíðar. Árið 1953 fluttu þau til Siglufj- arðar og bjuggu þar til 1961 að þau fluttu í Kópavog. Þau reistu skála um þjóðbraut þvera bæði í Ólafsfirði, Siglufirði og síðar í Kópavogi. Og þar var gestkvæmt - frændlið húsráðenda vissi að það var velkomið og það naut þess að dvelja þar. í Siglufirði vann Jónas við smíðar eins og í Ólafsfirði en þau hjón fluttu til Kópavogs 1961 eins og fyrr segir. f Reykjavík og Kópavogi vann hann einnig að iðn sinni. Hólmfríður andaðist 25. jan. 1972 og var það Jónasi og Önnu dóttur þeirra og Margréti fóstur- dótturinni, mikill missir. Anna er gift Páli Guð- bjartssyni rafv.meistara en Margrét er gift Hirti Ingólfssyrii starfsmanni hjá ísal. Barnabörn Jónas- ar sex að tölu og barnabarnabörnin tvö voru yndi og eftirlæti afa síns. Við Jónas hittumst oft á Reykjavíkur dögum okkar. Gamlar minningar voru rifjaðar upp og ferðalög norður bollalögð. Hann unni norðlensku byggðunum í Fljótum og Siglufirði og bar einnig einstaka hlýju til þeirra staða er voru heimkynni hans á efri árum. Til dóttur sinnar og tengdasonar flutti hann árið 1973 og naut þar góðrar umhyggju. Hann andaðist á Elliheimilinu Grund en þar dvaldi hann síðasta árið. Ég minntist margra kosta Jónasar í upphafi þessara kveðjuorða, allt er það satt og rétt sem þar er sagt. Hann var sómamaður í hvívetna og öllum vildi hann vel. Stíflan sveitin sem ól hann og fóstraði þykir flestum falleg einkunr þó að horfa inn yfir hana af Stíflu hólunum. Sveitin er fögur. Guðmundur Davíðsson á Hraunum sá sóma- maður sagði að Stíflan væri smáfríð því hún væri fremur lítil og þröng. Jónas minntist oft á þessa fegurð, fjöllin háu, stöðuvatnið, lygnu ána, sem liðaðist eftir engjum og rennisléttar grasflesjur. Frá þessari „fögru veröld“ flutti Jónas ungur en gleymdi henni eigi. Nú er hann fluttur á ný, hann kveið engu en þráði hvíld. Hann var þakklátur fyrir veru sína í þessum heimi hann var þakklátur öllum sem höfðu liðsinnt honum fyrr og síðar. Hann taldi sig hafa lifað lengst af sæll og glaður og gat því við leiðarlok tekið undir með Jóhannesi úr Kötlum þar sem hann segir í kvæði sínu Heima. Hnígur sunna til sœvar kveður sólheitur dagur. Undrast hugur minn hrifinn hvað þú heimur ertfagur. Fjölskylda mín og ég minnumst Jónasar Ant- onssonar með söknuði og þökkum honum sam- fyigdina. Blessuð sé minning hans Jón Kjartansson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.