Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 2
'V»o»c» Hjálmar Pálsson, Kambi Fæddur 3. mars 1904 Dáinn 15. apríl 1983 Hinn 15. apríl sl. lést á sjúkrahúsi í Hafnarfirði Hjálmar Pálsson frá Kambi í Deildardal eftir erfið veikindi. Foreldrar Hjálmars voru Guðfinna Pálsdóttir, fædd á Skeggjabrekku í Ólafsfirði, en móðir hennar, kona Páls, var Þuríður Bjarnadóttir frá Staðarhóli í Siglufirði. Faðir Guðfinnu var Páll Jónsson frá Skeggjabrekku. Faðir Hjálmars var Páll Ágúst frá Kambi, sonur Þorgils bónda þar og k.h. Steinunnar Árnadóttur. Þau Páll og Guðfinna hófu búskap í Stafni 1897 og þar fæddist Hjálmar 5. mars 1904. Árið 1905 flytja þau að Brúarlandi, þar sem Páll bjó til dauðadags, 1925, en þá lést hann iangt um aldur fram, aðcins 52 ára. Á Brúarlandi ólst Hjálmar upp og var þar öll sín uppvaxtarár, síðustu 3 eða 4 árin bjó hann þar félagsbúi með móður sinni og bræðrum. Vorið 1928 flutti hann að Kambi og giftist frændkonu sinni, Steinunni Hjálmarsdótturá Kambi, Þorgils- sonar og k.h. Guðrúnar Magnúsdóttur frá Sleitu- stöðum. Steinunn varð skammlíf, lést 15. júlí 1942, þá 37 ára frá 7 ungum börnum. Þá átti Hjálmar frændi minn erfitt. Elsta dóttir hans, Guðrún, var þá um fermingu og varð þá að taka að sér húsmóðurskyldurnar ásamt yngri systur sinni, Ástu. Að vísu voru tvö börnin tekin í fóstur, Þóranna fór að Háleggsstöðum, þá 5 ára, til foreldra minna, Þórönnu og Þórðar, og Skarphéð- inn, sem var yngstur, fór í Sandfell til Stefaníu og Marvins. Ég man, að Hjálmar ræddi um það stundum á þessum árum að hætta búskap og víst hefðu margir gert það við svipaðar aðstæður, en Hjálmar var manndóms- og kjarkmaður og tók þann kostinn að ala börnin upp í sveitinni. Hjálmar bjó á Kambi frá 1928 til 1982 en síðastliðið haust fargaði hann flestu fé sínu, er hann fann að hverju stefndi með heilsuna,.en veikindum sínum tók hann með stakri ró og karlmennsku. í rúm 20 ár bjó Páll sonur hans og kona hans, Erla, félagsbúi með honum á Kambi uns þau fluttu til Sauðárkróks og hættu búskap. Síðustu 3 eða 4 árin var Hjálmar oftast að vetrinum yfir á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni og manni hennar, Hafsteini. Gekk hann þá á milli og hirti fé sitt. Við Hjálmar vorum nágrannar í 36 ár því ekki er nema áin milli bæjanna. Hjálmar var ágætur nágranni og allra manna hjálpsamastur ef á þurfti að halda. Hann hafði alltaf allstórt bú á Kambi miðað við það hve þarna er landþröngt og snjóþungt. Hann var hagsýnn bóndi og fjármaður ágætur. Var það talinn góður kostur á bónda hér fyrr á árum. Hann hafði mikla ánægju af sauðfé og átti harðgert beitarfé, a.m.k. fyrir fjárskiptin 1950, en ég held að hann hafi aldrei verið fyllilega ánægður með það fé sem þá kom upp. Hann hafði 2 líka mikla ánægju af góðum hestum og mun hafa tamið alla sína hesta sjálfur. Hjálmar á Kambi var hið mesta hraustmenni og harðduglegur að hverju sem hann gekk. Hann var sérstaklega góður heyskaparmaður, afburða sláttumaður, enda sló hann með orfi og Ijá manna lengst þar um slóðir, eða allt fram um 1981. Gamla túnið á Kambi er ekki nálægt því allt véltækt, en oft grasgefið. Þetta sló Hjálmar allt með orfi og Ijá og einnig engi sem hann bar á. Hjálmar var manna áhugasamastur að koma afurðum sínum í gott verð, þar á ég við sumar- markaðinn á Siglufirði á síldarárunum. Hann var búinn að fara margar ferðir til Siglufjarðar sumar og haust með fé til slátrunar. Ég sem skrifa þessar línur fór margar ferðir með honum og fleiri úr sveitinni og stundum lentum við í illhleypum og svaðilförum á haustin. Hjálmar var glaðlyndur að eðlisfari og hrókur alls fagnaðar á mannfundum, hafði gaman af að spila og tefla við kunningjana og gekk þá heill til leiks sem honum var lagið. Hann var óhlutdeilinn um annarra hagi og lastvar. Þau Steinunn á Kambi og Hjálmar eignuðust 10 börn, 3 dóu'á fyrsta ári, en 7 komust upp og eru öll á lífi, en þau eru: Guðrún, húsfreyja í Hólkoti í Unadal, gift Hjálmari Sigmarssyni, þau eiga 10 börn. Páll Ágúst, fyrrum bóndi á Kambi, nú búsettur á Sauðárkróki, giftur Erlu Jónsdóttur frá Axlarhaga, þau eiga 3 syni. Hjálmar Ragnar, trésmiður í Hafnarfirði, giftur Bjarneyju Sigurð- ardóttur, þau eiga 5 syni. Guðfinna Ásta, gift Pétri Kúld Ingólfssyni verkstjóra, þau búa í Hafnarfirði og eiga 1 son. Hulda, gift Þórarni Andrew kennara í Hafnarfirði, þau eiga 3 börn. Þóranna Kristín, gift Hafsteini þ-árussyni, bónda á Háleggsstöðum, þau eiga 3 börn. Skarphéðinn, trésmiður, búsettur í Hnífsdal, býr með Lindu Steingrímsdóttur, þau eiga eitt barn. Öll eru börn Hjálmars nýtir þjóðfélagsþegnar og dugnaðar- fólk. Ég þakka frænda mínum og vini samfylgdina og votta aðstandendum hans samúð mína. Trausti Þórðarson frá Háleggsstöðum t í apríl sl. var jarðsettur frá Hofskirkju á Höfðaströnd Hjálmar Pálsson frá Kambi. Fregnin um andlát hans kom kannske ekki svo mjög á óvart, því að síðustu vikurnar þótti sýnt að hverju stefndi. Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að minnast tengdaföður míns. Ég kynntist Hjálmari heitnum ekki fyrr en hann var kominn af léttasta skeiði eins og sagt er, þá nær sextugu, en fáa menn hef ég þekkt um dagana sem höfðu slíkt þrek sem hann. Á hverju sumri sló hann með orfinu sínu 300-400 hesta, hljóp um haga og kleif fjöll allt fram á síðasta ár. Hann minnti um margt á kappa úr íslendingasögunum enda hafði þing- maður hans fyrrum, Steingrímur Steinþórsson, einhverju sinni að orði við Hjálmar að hann líktist einna helst Kolbeini grön úr Sturlungu. Hjálmar var um áratuga skeið fjallkóngur þeirra Deilddæl- inga. Fjárglöggur var hann með afbrigðum og hestamaður góður, enda átti hann góða hesta oft á tíðum. Sjálfsbjargarviðleitni var rík hjá Hjálmari og reynt var að draga björg í bú með ýmsum hætti hér áður fyrr. Eitt var það sem þeir sveitungar Jóns á Grindum og Hjálmar gerðu um árabil, að reka lömb sín oftast í ágúst til slátrunar út, á Siglufjörð og selja afurðir sínar í síldarskipin og einnig til heimamanna. Svona ferðir um langan veg hljóta oft á tíðum að hafa verið erfiðar en þeir félagar stóðust hverja raun. En nú er önnur tíð, tækniöld riðin í garð með nýjum siðum en mér fannst á Hjálmari að þessi liðna tíð með þeirra tíma búskaparháttu hefði ekki skilað minna til bóndans en tæknivæðingin gerir í dag. Hjálmar átti ættir sínar að rekja til þeirra sæmdarhjóna Páls Þorgilssonar bónda á Brúarlandi og konu hans Guðfinnu Ástu Pálsdóttur. Þau hjón Páll og Guðfinna eignuðust 7 börn og var Hjálmar fjórða barn þeirra. Afi hans var Þorgils óðalsbóndi að Kambi. Ekki var skólaganga Hjálmars mikil en það sagði hann mér einhverju sinni að fyrirhugað hefði verið að hann færi að Hólum, en örlögin gripu þar inn í því faðir hans dó um sumarið svo að ekkert varð af skólagöngunni. Árið 1928 gengur Hjálmar að eiga Steinunni Hjálmarsdóttur Þorgilssonar frá Kambi, mikla sæmdarkonu. Þau hjón hófu búskap að Kambi það sama ár og þar bjó Hjálmar allan sinn búskap. Árin líða. Þau hjón eignuðust 10 börn, þar af dóu 3 á unga aldri. Þau sem lifa eru: Guðrún húsfreyja, Hólkoti; Páll starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga; Ragnar byggingameistari, Hafnar- firði; Ásta húsfreyja, Hafnarfirði; Þóranna hús- freyja, Háleggsstöðum; Hulda húsfreyja, Hafn- arfirði og Skarphéðinn byggingameistari, Hnífsdal. Afkomendur þeirra hjóna eru að nálgast sjötta tuginn. Árið 1942 verður Hjálmar fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa konu sína frá sjö íslendingaþsettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.