Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 5
Katrín Stefánsdóttir, frá Syðri-Vík Fædd 15. mars 1920 Dáin 21. nóvember 1982 Þann 21. nóvember s.l. lést á Landspítalanum í Reykjavík Katrín Stefánsdóttir frá Syðri-Vík í Landbroti, 62ja ára gömul. Andlátsfregn hennar liljómaði svo ótrúlega í eyrum þeirra sem þekktu hana að þeir trúðu henni naumast. Það hlaut að vera einhver misskilningur að hún Katrín í Vík, þessi dugmikla og hrausta kona hefði verið lögð að velli langt fyrir aldur fram. En dauðinn spyr ekki um slíkt. Jafnvel þó vissan um hann sé nánast það eina, sem við vitum að fyrir okkur eigi að liggja, þá kenrur hann okkur oft á óvart. Katrín fæddist í Arnardrangi í Landbroti 15. mars 1920. Foreldrar hennar voru Ma'rgrét Davíðs- dóttir og Stefán Þorláksson, sem þar bjuggu sæmdarbúi. Þar ólst hún upp ásamt 6 systkinum sínum. Hér verður ekki rakin æviferill Katrínar, enda sú sem þessar línur ritar alls ófróð um hann. Katrín giftist Rögnvaldi Dagbjartssyni frá Syðri- Vík árið 1944 og þar bjuggu þau síðan. Á heimili þeirra hjóna áttu heima auk fóstursonarins, Guð- bjartar, tvö fullorðin systkin Rögnvaldur, Guðlaug og Dagbjartur, sem þörfnuðust mikillar uinönnun- ’ ar. Guðlaug lést 20. febrúar s.l. Þá hafði hún verið rúmliggjandi að mestu síðan í ágúst. Það var talsvert álag á Katrínu að annast sjúkling auk annarra verka. Katrín hafði dvalið í Reykjavík nokkra daga þegar kallið kom. Erindi hennar þangað hafði aðallega verið „til að létta sér upp“, eins og hún orðaði það sjálf, en einnig til að gangast undir smávægilega læknisrannsókn. Sú rannsókn hafði ekki leitt neitt alvarlegt í Ijós og kom Katrín úr henni kát og hress að vanda. Tveim dögum síðar var hún látin. Ég kynntist Katrínu fyrst fyrir 15 árum er við hjón hófum búskap í nábýli við hana. Af þeim kynnum hefði ég síst viljað rnissa. Strax á fyrstu búskapar- dögum okkar kom hún í heimsókn og bauð fram hjálp sína. Þannig var hún alltaf, boðin og búin til að rétta öðrum hjálparhönd, hvort heldur var til þess að takaá móti kálfi, geraslátur eðaannað, sem hún taldi að hún gæti orðið að liði við. Katrín var mesti dugnaðarforkur til vinnu og var þá sama að hverju hún gekk. Hún vann nærsamfellt í 25 ár við haustsláfrun í sláturhúsinu á Kirkju- bæjarklaustri og ét sér oft ekki muna um að vinna þar tveggja manna verk. í kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps hafði hún starfað í áratugi og er þar nú skarð fyrir skildi þar sem á þessu ári létust 2 aðrar konur úr félaginu. Önnur þeirra hafði lokið sínum starfsdegi, en hin var, eins og Katrín, kölluð burt úr fullu starfi, fyrir aldur fram. Katrín var einstaklega barngóð og hændust börn því jafnan að henni. Þau voru ófá bæjarbörnin, sem dvalið höfðu hjá þeim Syðri-Víkurhjónum á sumrin og sum þeirra einnig á vetrum. Hún átti auðvelt með að skilja þau og var þeim góður félagi. Af öllu góðu í fari Katrínar mat ég þó mest lundarfar hennar. Þar var aldrei neinn tóm- leika að finna. Hún hafði alltaf áhuga á líðandi stund og sagði jafnan það sem henni bjó í brjósti umbúðalaust. Hún var fjörkálfur hinn mesti og var því jafnan kátt í kringum hana. Þær eru margar ánægjulegar minningar sem hún bætti í sjóð sveitunga sinna. Ég og fjölskylda mín munum ætið minnast hennar Katrínar frá Syðri-Vík með virðingu og þökk. Ég bið algóðan Guð að veita eftirlifandi manni hennar og heimilisfólki styrk og blessun. Nágranni. Sigríður Steinunn Ingimundardóttir Fædd ll.júní 1962. Dáin 13.apríl 1983. Að heilsast og kveðjast hér um fáa daga. -dð hryggjast og gleðjast það er lífsins saga. Það kom eins og reiðarslag yfir mig er ég frétti að elskuleg frænka mín hefði dáið á svo sviplegan hátt, í blóma lífsins. Hvers vegna er dauðinn svona miskunarlaus. Við fáum engin svör við því. Sigrfður Steinunn var dóttir hjónanna Steinunnar Hermannsdóttur og Ingimundar Reimarssonar ®>n af 5 börnum þeirra. Það er mikið áfall að missa ham sitt, sem miklar framtíðarvonir eru bundnar V|ð, á besta skeiði lífsins. Sigga eins og hún Var kölluð af ættingjum og vinum, vann hug íslendingaþættir og hjörtu allra sem hún umgekkst með sinni léttu lund og hlýhug að hjálpa þeim sem bágt áttu. Hin látna var heitbundin Auðni Óskari Jónassyni og ætluðu þau að byggja nýbýli í sveit, en hann var fjarri heimili sínu að afla sér tekna, því mikils þarf við er stofna á heimili, hún var nú á leiðinni að sækja hann er slysið varð. En hér sannaðist það sem fyrr, að enginn ræður sínum næturstað. Ég og fjölskylda mín vottum foreldrum, systkin- um og unnusta hinnar látnu innilega samúð og biðjum guð að styrkja þau í raunum sínum. Elsku frænka, far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hjartkœra frænka hv'e sárt ég þess sakna að sjá aldrei hrosið þitt framar á jörð þó veit ég j>að lifir í Ijósina bjarta og ijótnar sem stjarna með guðsbarna hjörð. Pú áttir svo mikið afæsku og vori þú áttir ívo vonglaða framtíðar þrá svo lífsglöð og starfsöm og létt í svörum Ijómandi af hreysti og geðþekk að sjá. Með lárvota hvarma við tregum þig kœra en tíminn mun dreyfa þann svíðandi harm því foreldrar trúa og ástvinur ungur að alsæl þú lifir við frelsarans barm. Hólmfríður Reimarsdóttir.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.