Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 7
Margrét Gissurardóttir frá Byggðahorni Framhald af bls. 8 hjónaband, 30.6. 1937. Hamingjaþeirravarmikil er þau litu litla soninn. Hann var látinn bera nafn afa síns Sigurjóns. Kona hans er Gunnlaug Jónsdóttir: Þau eiga 3 börn. Enn átti eftir að verða mikil breyting í lífi þeirra hjóna. Guðbirni bauðst vinna við viðhald hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Föst vinna í augum aldamótakynslóðarinnar veitti heimilinu örugga afkomu. Þau slógu því til og kvöddu Asheima og Selfossbúa með söknuði og settust að í Safamýri 93. Eftir það var Safamýri 93 ævinlega viðkomustaður Selfossbúa er vildu veita og þiggja, því aldrei gat Margrét þegið án þess að gjalda vinargjöf og vinirnir voru margir, óendanlega margir og alltaf gladdist hún jafn innilega við hverja heimsókn. í Safamýri 93 hófst nýtt tímaskeið í lífi Margrét- ar. Þá sneri hún sér alfarið að þjóðbúningasaum. Hún saumaði allar gerðir, frá upphlutsettum og skúfhúfum upp í mötla og skautbúninga. Eftir- spurnin var mikil. Hún fékk ótal upphringingar utan úr hinum stóra heimi, svo sem Ameríku og Evrópu. Þá var hún beðin um að kaupa í búningana og sauma eftir máli, sem að henni var gefið upp í símann. Allt fór þetta vel og allir voru harðánægðir. Hún gat hvergi nærri liðsinnt öllum og var ósátt við að þurfa að segja nei, en hún gat ekki annað. Vinnutími hennar var oft frá kl. 7 að morgni til kl. 23 að kvöldi og færi hún í heimsókn var hún vís að hafa með sér verkefni, svo tímanum væri ekki eitt til einskis. Fáir dagar á ári voru of heilagir fyrir vinnu og henni leiddist slíkir dagar. Hún naut þess að eiga góðan mann sem hjálpaði henni við allt sem í hans valdi stóð. Hann setti allar merkingar á stakkpeysu stakkana fyrir saum, hann sneið öll skinn á möttlana. Hann ryksugaði hvern tvinnaspotta af gólfinu, svo það var eins og spegill. Það er áreiðanlega sú besta hjálp sem nokkur saumakona fær. Bæði unnu þau af kappi að tekjuöflun nokkuð fram yfir áttrætt. Það fé var ekki lagt á vöxtu í banka, nei, nei. Það fór til að gleðja aðra, bæði innan fjölskyldunnar og ekki síður utan, því margur var vinurinn. Um árabil var námsfólk til húsa hjá þeim á vetrum. Það fólk á áreiðanlega ljúfar minningar frá þeim tíma. Þau hafa sjálf reist sér þann bautastein, sem mölur og ryð fær ekki grandað. Þeirra beggja verður svinlega getið í einu af kunnugum, fyrir rausn þeirra og sanna vináttu, Margrétar mun lengi verða getið sem einnar mikilhæfustu þjóðbúningasaumakonu á liðnum áratugum. Sjálf er ég innilega þakklát að hafa átt kost á því að þekkja svo mikið mannkostafólk. Guðbjörn andaðist 20.11. 1981 eftir þunga legu á Landakotsspítala og Margrét Ingibjörg kvaddi þennan heim hálfu öðru ári seinna úr sama sjúkdómi, eða 24/5 1983 eftir 2ja mánaða legu á íslendingaþættir Landspítalanum. Hún var jarðsett frá Selfoss- kirkju 4/6 1983. Blessuð sé minning mætrar konu. Hulda Pétursdóttir, Útkoti t Sl. laugardag 4. júní var gerð frá Selfosskirkju, útför Margrétar Gissurardóttur, Safamýri 93, Reykjavík. Margrét var fædd 26. júlí 1897 og var elst af 16 •börnum þeirra hjóna Ingibjargar Sigurðardóttur og Gissurar Gunnarssonar ábúenda í Byggðar- horni í Flóa. Margrét giftist 17. júlí 1921 miklum ágætis manni, Guðbirni Sigurjónssyni frá Króki í Hraungerðishreppi. Guðbjöm lést 21. nóvember 1981. Blessuð sé minning hans. Þau Margrét og Guðbjörn hófu búskap sinn í Króki, en síðan lá leið þeirra í Sandvíkurhrepp þar sem þau keyptu og hófu búskap á eyðijörð- inni Jórvík í næsta nágrenni við Byggðarhorn. Þar lá mikið verk fyrir höndum við uppbyggingu jarðarinnar. Þcssari uppbyggingu urðu þau þó frá að hverfa vegna lasleika Guðbjörns sem hann náði sér þó af, og fluttu um set til Selfoss. Þar reistu þau sér mikið myndarhcimili að Austurvegi 36. Ég veit að þar ríkti mikill myndarbragur óg var gestum ekki á kot vísað, hvorki þá né seinna þar sem heimili þeirra var annars vegar. Upp úr 1960 fluttu þau svo til Reykjavíkur að Safamýri 93 þar sem þau bjuggu svo síðan. Margrét og Guðbjörn eignuðust tvö börn, Sigrúnu, ekkja Valdimars Karls Þorsteinssonar, búsett í Reykjavík og Sigurjón, kvæntur Guð- laugu Jónsdóttur, búsettur í Njarðvík. Auk þeirra systkina ólu þau upp tvær fósturdætur, Rögnu Pálsdóttur, gift Gunnari Ingvarssyni, búsett í Mosfellssveit og Guðrún Guðmundsdóttur gift Sigurði Jónssyni. Afkomendahópurinn er orðinn stór og lagði oft leið sína í Safamýrina. Kynni mín af þeim hjónum hófust fyrir um 15 árum, þegar ég sem ungur námsmaður fékk leigt herbergi hjá þeim í Safamýrinni. Mér er eftir- minnilegt fyrst þegar ég kvaddi þar dyra og þau hjón birtust. Það vakti strax athygli mína hve þessi fullorðna kona bar sig vel. Samfara mikilli reisn og glæsileik í framkomu var ákveðni í svip og tali. Mér var vísað til herbergis í íbúð þeirra, afhentur lykill og boðinn velkominn. Fyrsta kvöldið fór ég út til að skemmta mér og uppgötvaði svo þegar heim kom, mér til skelfingar að ég hefði gleymt húslyklinum. Ekki var um annað að gera en að vekja húsráðendur til að komast inn. Þetta kostaði mig talsverð innri átök, en þó þóttist ég vita eftir stutt kynni að betra þætti Margréti að ég vekti hana, frekar en að ég gisti annars staðar. Það reyndist I íka rétt, en eftir þetta tók Margrét af mér völdin hvað varðaði frekara útstáelsi á þann hátt sem hcnni var lagið. Síðan hófust pieð okkur mjög ágæt kynni sem vöruðu allt fram til hins síðasta. Hjá þeim hjónum dvaldi ég að meira eða minna leyti í þrjú ár, og cftir að námi lauk átti ég og mín fjölskylda þar öruggt athvarf. Margs er að minnast og þakka frá þessum tíma. Sameiginlegra ferða austur fyrir fjall, skreiðar- ferða til Þorlákshafnar eða suður með sjó eða innkaupaferða víðsvegar um borgina. Þá koma upp í huga mér notalegar kvöldstundir þegar við Guðbjörn sátum yfir sjónvarpi eða spjalli en Margrét sat við sína sauma svo sem hennar var venjan. Þá var rætt um liðna daga, og ég fræddur um ýmsa samtímamenn þeirra og annað sem vert var að kynnast. í sliku spjalli naut Guðbjörn sín einkar vel enda stálminnugur og vel greindur. Margrét var létt í skapi og átti afar gott með að gera að gamni sínu, og var það ekki síst sá þáttur í fari hcnnar sem ég kunni hvað best að meta. Af þeirri alvöru ræddum við um stjórnmálin og tókum afstöðu til manna og málefna út frá þeim punkti. Gestrisni hafði Margrét í blóði sér. Ófáir hafa þcgið frá henni flatkökusneið, kleinur eða hangi- kjötsbita og sjaldan þótti henni maturinn of- skammtaður. Varla kom það fyrir að maður kæmi til hennar án þess að vera leystur út með gjöfum í einni eða annarri mynd, hvort heldur það var matur fatnaður eða eitthvað annað. Um greiðslur var ekki að ræða enda ríkti hjá þeim hjónum báðum sá andi að betra væri að gefa en þiggja. Ég er ekki grunlaus um að þessi mikla gjafmildi Margrétar hafi stundum virkað sem afskiptasemi, en ég tel mig vita að ef henni fannst hún eiga of mikið af einhverju þá var höfuðatriðið frá hennar hálfu að koma því til annarra sem hún taldi þess frekar þurfa. Þessa þáttar í fari hennar fékk ég að kynnast og fyrir það vil ég nú þakka. Margrét var landsþekkt fyrir saumaskap sinn á íslenska þjóðbúningnum. Á því sviði var hún listamaður sem átti fáa sína líka. Hvort heldur það var við saum á peysufötum, upphlut eða skautbún- ingi var handbragð hennar snilldarverk. Ég var vottur að því þegar kona ein kom niðurbrotin með nýjan búning sem hún hafði látið sauma annars staðar og bar upp vandræði sín við Margréti þar sem búningurinn var alls ónothæfur og illa saum- aður. Þá sá ég þann feikna mun sem var á vinnubrögðum Margrétar og annarra. Allt fram undir það síðasta var Margrét að suma búninga. Eftirspurnin var mikil en kraftarnir að þverra. Það er öllum unnendum íslenska þjóðbúningsins mikil eftirsjá að Margréti og margir sem þakka henni störf við að koma honum á framfæri á svo vandaðan máta. Nú þegar þau hjón eru bæði horfin héðan vil ég þakka þeim fyrir samveruna og þá tryggð sem þau sýndu mér og minni fjölskyldu á allan máfa. Framkoma þeirra í minn garð var einstök og var mér til góða. Hafið mína hjartans þökk. Margréti fylgja einnig kveðjur með þakklæti fyrir einlæga vináttu frá Maríönnu og hennar fjölskyldu. Margrét mín, far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Börn um þeirra hjóna og aðstandendum öllum flytjum égogmín fjölskyldaokkarsamúðarkveðj- ur. Níels Arni Lund. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.