Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1983, Blaðsíða 8
NG Margrét Ingibjörg Gissurardóttir frá Byggðarhorni Fædd 26. júlí 1897 Dáin 24. maí 1983 Margrét saumakona, Safamýri 93 er látin, fregnin kom mér á óvart eins og slíkar fréttir gera ævinlega þegar góöir vinir hverfa úr samfélagi okkar, Hún átti langan og giftudrjúgan starfsdag að baki er hún kvaddi. Margrét Ingibjörg var fædd að Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi og var fyrsta barn þeirra mætu og dugmiklu hjóna Gissurar Guðmundssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur frá Langholti í Hraungerðishreppi. Börn þeirra hjóna urðu alls sextán og komust öll til manns, sem að var óvanalegt á þeim tíma og urðu stórmyndarlegt fólk. Til þess að bæta afkomu heimilisins varð heimilisfaðirinn að stunda sjóróðra fjarri heimili sínu á vetrum. Húsfreyja sá þá um börn og búpening, oftast nær ófrísk, berandi nýja mann- veru undir belti. Margrét sem var elst barnanna varð því fljótlega að axla byrðarnar með móður sinni og gæta litlu systkinanna á meðan Ingibjörg leysti hey í garði og gaf kúm og kindum eða öslaði snjó og krapa að vatnsbólinu og bar vatn í menn og dýr. Heimilisbragurinn var léttur því Ingibjörg húsfreyja var svo glaðlynd, að hún smitaði alla sem hún umgekkst með sinni léttu lund. Þegar Ingibjörg eignaðist sitt þrettánda barn vannst ekki tími til að ná í Ijósmóður og varð þá Margrét, óharnaður unglingurinn, að taka að sér nærkonu- starfið. Það fór allt vel, sem að vænta mátti því Ingibjörg með sinni styrku lund gat leiðbeint og hughreyst. Á þessu heimili mótaðist Margrét, hún var glaðlynd, stefnuföst, gjafmild og vildi hvers manns vanda leysa. í upphafi fyrri heimstyrjaldarinnar eða árið 1915 hleypti Margrét heimdraganum, aðeins átján ára gömul og fór suður í Reykjavík til náms. Að baki hafði hún aðeins stuttan tíma í farskóla fyrir fermingu. Þó má gera ráð fyrir að hún hafi verið búin að læra meira í skóla lífsins en unglingar á þeim aldri kunna í dag. Það var mikill viðburður í lífi hverrar stúlku á þeim tíma að geta lært. Þó var ekki um margar valgreinar að ræða fyrir alþýðustúlkur. Það má þó telja að hún hafi lent á réttri braut er hún lærði karlmannafatasaum og í kjölfarið fylgdi kjólasaumur og þjóðbúninga- saumur en á því sviði var hún listakona og það handbragð mun halda minningu hennar á lofti um ókomna framtíð. Margrét hafði nú lokið námi og unnið um hríð í Reykjavík við sauma, þá var hún gripin þrá til uppruna síns,þar sem grösin gréru og lömbin léku sér við litla lækjarsytru. En það varannað og meira sem beið hennar í sveitinni, hún átti þar æskuvin og í byrjun heyanna eða nánar 17. júlí 1920, giftist hún Guðbirni Sigurjónss. frá Króki. Hann var fæddur í Sölvholti í Hrunamannahreppi, 8 jarðskjálftaárið mikla á Suðurlandi árið 1896, hús höfðu hrunið, fólk og fénaður orðið undir og látið lífið. Fólk þorði ekki að sofa í bæjunum þó uppi- standandi væru og hélst að mestu við í tjöldum eða útihúsum. Foreldrar Guðbjörns, Sigurjón Steinþórsson og Þorbjörg Einarsdóttir höfðu verið í húsmennsku á prestsetrinu Stóra-Hrauni, þar sem Sigurjón var ráðsmaður hjá prestinum Ólafi Helgasyni, er skipaður þafði verið kennari heyrnardaufra og mállausra 20. ágúst 1891. Jarðskjálftarnir urðu m.a. til þess að miklum óhug sló á fólk. Það var hvergi óhult innan dyra, þessa síðsumardaga. Þorbjörg Einarsdóttir flúði því heim í öryggið í foreldrahúsum, að Sölvholti og ól þar fyrsta barn sitt í tjaldi á þessum köldu haustdögum eða 17. sept. 1896. Drengurinn var látinn bera nafn hjónanna Guðrúnar og Arnbjörns er létu lífið þegar bær þeirra Selfoss hrundi og þau grófust undir brakinu. Guðbjörn flutti brúði sína heim að Króki í Hraungerðishreppi til foreldra sinna, þar bjuggu þau fyrstu árin og þar fæddist fyrsta barn þeirra. Margrét kom hart niður og gekk ekki heil til skógar lengi á eftir. Hún elskaði og virti tengda- foreldra sína en þó fannst henni þröngt um sig, athafnaþrá hennar og lífsfjör gat ekki blómstrað á fámennum sveitabæ, þar sem hún réði ekki einu sinni ríkjum. Guðbjörn og Margrét tóku sig því upp eitt vorið með dótturina unga og fóru í ráðsmennsku að Elliðavatni í nágrenni Reykja- víkur og síðar að Saltvík á Kjalarnesi, þar sem þau undu vel hag sínum og þaðan átti Margrét ógleymanlegar minningar um vinnuveitendurna og ekki síður um nágranna sem að hún minntist æ síðar með hlýhug. Það var ekki að ástæðulausu að þau yfirgáfu Kjalarnesið. Þeim hafði sem sé boðist ábúð á Jórvík í Flóa, vildisjörð og þar með sáu þau hylla undir það takmark sitt að láta drauma sína rætast. Margrét var mikil húsmóðir og sveitakona eins og hún átti kyn til, hana skorti ekki dugnað eða hagsýni og nýtni eins og á þeim tíma var talinn höfuðkostur hverrar konu. Guðbirni var margt til lista lagt en gróðurmoldin var honum heilög, þar gat hann áorkað ótrúlegustu hlutum svo til afreks má telja. Þarna bjuggu þau í fimm ár, góðu búi. En þó Margrét væri góð búkona þá blundaði alltaf í vitund hennar listhneigðin og með annasömum búverkum gat hún ekki fengið þá útrás fyrir handmennt sína sem hún þráði. Þau hættú því sveitabúskap og fluttu að Selfossi. Þá fyrst var Margrét í essinu sínu, hún vann alla daga að saumaskap og með því móti gat hún borgað allt sem þurfti til heimilishaldsins en Guðbjörn vann við húsbyggingar og múrverk á daginn, vann við að koma upp sínu eigin húsi á kvöldin og um helgar. Þannig tókst þeim með sameiginlegu átaki að byggja sér stórt og myndar- legt hús er þau nefndu Ásheima, þar ríkti glaðværð eins og ávallt hefur fylgt Margréti. Guðbjörn hafði góða söngrödd og þegar gesti bar að garði var glatt á hjalla og það komu oft gestir því þeim var báðum gestrisni í blóð borin en um fram allt voru þau góðar og hjálpsamar mann- eskjur. Á meðan þau bjuggu í Jórvík var hjá þeim stúlka er eignaðist barn. Þegar barnið var orðið 3ja mánaða og stúlkan ætlaði að fara gat Margrét ekki hugsað sér að hún færi með barnið milli vista, svo hún tók barnið og þau ólu það upp sem sitt eigið barn til fullorðinsára. Það er Ragna Pálsdótt- ir. Eftir að þau fluttu í Ásheima á Selfossi, andaðist í þorpinu móðir frá 4um börnum. Margrét gat ekki staðið aðgerðarlaus hjá. Hún bauðst til að taka eina 9 ára gamla telpu heim með sér. „Ég gat ekki annað“, sagði hún síðar. Telpuna ólu þau upp. Það er Guðrún Guðmunds- dóttir. Báðar eru þær giftar og hafa átt mörg börn og Margrét hefur verið þeim eins og sönn amma. Sjálf eignaðist hún tvö börn: Margréti Sigrúnu L 28.12. 1921, hún var gift Karli Þorsteinssyni frá Bakkafirði. Þau eignuðust 4ar dætur, hann lést skyndilega 1981. Barnabörn þeirra eru 12. Margrét eignaðist annað barn sitt eftir 17 ára Framhald á bls. 7 Islendingaþsettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.