Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞAYTTIR Miðvikudagur 22. júní 1983 — 23. tbl. TIMANS Björn J. Andrésson Leynimýri Fæddur25.apríI1896 Dáinn 5. júní 1983 Aldamótakynslóðin er að smákveðja, sú kyn- slóð sem við vaxandi þjóðerniskennd samfara trú á landið og framtíðina gerði mögulegt að skapa þann grundvöll sem þjóðfélag okkar byggist nú á. Með þessari kynslóð ríkti víðsýni meiri en áður, bjartsýni um betra mannlíf en það sem varð til að hrekja menn til Vesturheims úr örbirgðinni á harðindaárunum upp úr 1880, og skilningur á því að menn þyrftu að vinna saman til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þetta var gæfusöm kynslóð sem horfði á marga drauma, sína rætast - og' miklu meira en það, horfði á þær breytingar sem engan gat órað fyrir, sumar ef til vill til ills, en þó miklu fleiri til góðs. Og meðal þeirra sem þrátt fyrir alla augljósa agnúa þótti breytingin til mikilla bóta, var Björn J. Andrésson, sem andaðist eftir nokkurra mán- aða sjúkrahúsvist 5. júní sl., 87 ára að aldri. Hann var fæddur á Ystaskála undir Eyjafjöllum 25. apríl 1896, sonur hjónanna Andrésar Pálsson- ar og Katrínar Magnúsdóttur. Um Katrínu birtist grein í Islendingaþáttum Tímans vegna m'ræðisaf- mælis hennar 25. ág. 1952, og um Andrés mun einnig hafa verið skrifuð fróðleg grein, þótt mér hafi ekki tekist að hafa upp á henni nú. Þau hjón eignuðust sjö börn, eitt dó í frumbernsku, en hin voru: Björn Jóhann mun hafa verið þeirra elstur, en bræður hans voru Páll sem dó ekki gamall, Magnús bóndi í Króktúni á Landi, dáinn fyrir skömmu, og Andrés bóndi í Berjanesi, sem nú er einn á lífi þeirra systkina og hefur verið sjúklingur á sjúkrahúsi mörg ár. Systur þeirra voru tvær, Marta saumakona í Reykjavík, og Margrét sem mun hafa verið blind eða nær bJind frá bernsku. Milli Björns og Andrésar, yngsta bróðurins, var mjög kært, og síðustu fótavist sína notaði Björn "1 að heimsækja þá bræður sína Magnús og Andrés sem báðir lágu á sjúkrahúsi. Þeir áttu hug Björns sem einhverra hluta vegna áttu í erfið- 'eikum. Þau Andrés og Katrín höfðu ekki fast jarðnæði, en baðstofuna sem þau bjuggu í, áttu þau og fluttu með sér þegar þau höfðu jarðaskipti. Frá Ysta- skála fluttust þau að Búðarhóli í Landeyjum, síðan að Fitjamýri undir Vestur-Eyjafjöllum og svo loks 1902 að Steinum undir Austur-Eyja- fjöllum (þar sem kallaðist Gata). En á þessum arum fóru ábúðarréttindi leiguliða mjög að vilja jarðeigenda. í Steinum bjuggu þau ,18 ár og fluttust svo að Berjaneskoti. Lífskjör hérlendis hafa batnað þann veg að nú flytja frumbýlingar ekki lengur hús sín með sér, enda mun það hafa verið eins dæmi. En við þessar aðstæður og þessa sjálfsbjargarviðleitni ólst Björn upp. Að vísu voru menn ekki einir í veröldinnni þá fremur en nú, menn léðu hver öðrum hesta og handarvik þegar þurfti. Og skilning á gildi samvinnu og samhjálpar mun Björn hafa öðlast snemma. Hann lærði sund hjá Páli Erlingssyni 1921, var svo á íþróttanámskeiði í Reykjavík næsta sumar, að hvötum oddvitans í sveitinni. Þá var áhuginn vaknaður fyrir alvöru, og með stuðningi góðra manna hófust ungir menn í hreppnum handa þá um haustið að hlaða upp sundlaug við heitar uppsprettur fyrir innan Seljavelli og steypa hana upp næsta vor. Þarna var Björn í fararbroddi og kenndi svo sund í lauginni. Um tíma kenndi hann einnig sund í Reykjavík fyrir Ólaf Pálsson. Hér skal þetta ekki rakið frekar, en frá þessu og fleiru fróðlegu segir Björn í skemmtilegu viðtali sem Ólafur Jónsson frá Skála birti við hann í Morgun- blaðinu 10. des. 1976. Alþingishátíðarárið 1930 festi Björn ráð sitt og kvæntist heitkonu sinni húnvetnskri, Jósefínu Rósants. Þau festu þá kaup á tveim þriðju hlutum grasbýlisins Leynimýri við Reykjanesbraut, sem nú heitir svo, fyrir ofan þar sem nú er kirkjugarður inn í Fossvogi. Þá sá þaðan ekki til neinnar byggðar í Reykjavík né Kópavogi. Þriðjung jarðarinnar keyptu þau svo 1936 og bjuggu þarna meðan heilsa og aðrar aðstæður leyfðu. Börn þeirra urðu þrjú: Edda er gift Stefáni Hallgríms- syni málara, þau eiga átta börn og sjö barnabörn. Bragi er kvæntur Soffíu Jónsdóttur, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Baldur var yngstur, kvæntist ekki, en synir hans tveir eru á lífi og eitt barnabarn. Hann andaðist snögglega 1980. Það varð gamla manninum þung raun. Annars var Björn lengst einn í íbúð sinni í Leynimýri, eftir að kona hans dó, en í hinum enda hússins býr Bragi með fjölskyldu sinni, og þar átti hann athvarf. í áðurnefndu viðtali getur Björn þess að hann hafi stundað sjómennsku 17 ár, sveitabúskap 17 ár, iðnaðarstörf ogskylda þjónustu hjá Blindrafél- aginu í Reykjavík 17 ár og ætli að stunda innheimtustörf 17 ár. En að heiman fór hann fyrst 17 ára gamall, og hann náði því marki sínu að sinna störfum til 85 ára aldurs. Samhliða þessu vann Björn mikið að félagsmál- um, svo sem fram kom í sambandi við sundlaugar- bygginguna, enda hefur mér verið sagt að alls staðar þar sem félagsstarf stóð með blóma undir Austur-Eyjafjöllum meðan hann átti þar heima, hafi mátt búast við að „Bjössi í Berjaneskoti" stæði þar framarlega í flokki. Þegar tóm gafst hér í Reykjavík, snerist hann til liðs við þann félagsskap sem honum þótti standa sér næst. Hann starfaði í Sjómannafélagi Reykjavíkur, en þegar við kynntumst vann hann fyrir Blindrafélagið. Hann mun hafa átt drjúgan þátt í fjáraflastarfsemi þess og stóð fyrir byggingu stórhýsis þess við Hamrahlíð í Reykjavík. Síðan hætti hann störfum þar. Ekki munu allar vinnu- stundir hans þar hafa verið reiknaðar til kaup- greiðslna. Fyrir honum vakti jafnan að sjá góðan árangur af starfi sínu. Einmitt þessum þætti í hugarfari og starfi Björns kynntist ég vel. Hann var fjölmörg ár gjaldkeri Rangæingafélagsins í Reykjavík, tók við því starfi 1960 meðan ég var þar í stjórn. Og þar var ekki kastað til höndunum sem Björn tók við starfi. hann skipulagði innheimtu félagsgjalda með því að fá allmarga sjálfboðaliða til samstarfs, þannig að allir voru ánægðir, óvirkir félagar sem gjarnan vildu leggja sinn skerf til félagsins, virkari félagsmenn sem sóttu aðalfund til að fylgjast með starfsemi félagsins, og við í stjórninni sem vildum afla fjár til að „eitthvað væri hægt að gera" af því sem var á prjónunum. Og að sjálfsögðu átti Björn

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.