Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 5
wzsiznEn Björn Björnsson, málari loknu lagði hann stund á búfræðinám á Hvanneyri og lauk þaðan prófi 1914. Á árinu 1917 hóf hann búskap í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði í félagi við Kristján bróður sinn. í>ar bjuggu þeir bræður hinu mesta myndarbúi þar til Kristján andaðist, en þá tók sonur Kristjáns við rekstri búsins. í um það bil 10 ár, eða liðlega það, hafði Jóhannes ekki stundað búrekstur. Það munu nú vera um 2 ár síðan Jóhannes flutti frá Hjarðardal til Valgerðar Krist jánsdóttur. bróðurdóttur sinnar, sem á heima á Blönduósi. Par hafði hann góða alúð síðustu árin. Jóhannes kvæntist ekki og átti ekki börn. Jóhannes Davíðsson var ágætlega vel gefinn og minnugur. Hann var óvenjulega mikill félagsmála- maður og lagði fram gífurlega mikla vinnu í þeim efnum í áratugi. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Dýrfirðinga, lengi í stjórn þess og formaður um skeið. Hann var lengi sýslunefnd- armaður í V-ísafjarðarsýslu og um árabil í skólanefnd Núpsskólans. í stjórn Búnaðarsam- bands Vestfjarða var hann í áratugi svo og fulltrúi á Búnaðarþingi. Hann varlengi í stjórn Ræktunar- félags sýslunnar. í stjórn Sparisjóðs Mýrahrepps átti hann sæti árum saman og hann var einn af stofnendum sjóðsins og lengi annar starfsmanna hans. Fulltrúi á fundum Stéttasambands bænda var hann árum saman. Formaður fasteignamats- nefndar Vestur-ísafjarðarsýslu var hann um skeið. Hann var heiðursfélagi Ungmennafél. Mýra- hrepps og Héraðssambands V-ísfirðinga. Ýmsum öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir sveit stna og sýslu um lengri eða skemmri tíma; Að málefnum Framsóknarflokksins starfaði Jóhannes vel og lengi. Hann var lengi formaður Framsóknarfélags sýslunnar og í miðstjórn Fram- sóknarflokksins. Eftir að blaðið ísfirðingur var stofnað varð Jóhannes einn af áhugasömustu og bestu stuðningsmönnum þess. Hann var mjög áhugasamur um málefni Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Vestfjarðarkjördæmi ogsótti flest þing þess. Það gefur auga leið að framantalin og fleiri félagsmálastörf Jóhannesar hafa verið tímafrek. En hugsjón hans var að verða sem flestum góðum málum að liði. Jóhannes var hafsjór af fróðleik um mannlíf og atvinnuhætti á Vestfjörðum. Hann ritaði fjölda greina í blöð og flutti oft fróðleg erindi m.a. í útvarpið um þau efni. Hann bjó yfir ágætum frásagnarhæfileika. Með Jóhannesi er genginn heilsteyptur og velviljaður maður. Undirritaður vottar aðstandendum hans ein- læga samúð. Jón Á. Jóhannsson Fæddur 10. júlí 1894 Dáinn 9. maí 1983 Björn Björnsson málari lést á Landakotsspítal- anum sunnudaginn 9. maí s.l. Iðnaðarmaður sem lítur 50-60 ár til baka og ekki síst til þeirra minninga, er hann vann með sér eldri og reyndari mönnum, hlýtur oft að staldra við þau atvikin, er slíkir reyndust honum best, voru honum sem eldri bróðir og sumir jafnvel föðurlegir. Því var það er ég lyfti blæju frá andliti eins slíks góðvinar, Björns Björnssonar málara í síðasta hvílurúmi sínu í Fossvogskapellunni nýju, að gamlar minningamyndir runnu upp í huganum. Ró og friður ríkti þar í svip sem ávallt á hans ævibraut. Slík var minning mín frá fyrstu kynnum okkar. Auk samvinnu okkar í vinnuflokki, vildi svo til, á vetrartíma; oft var á þeim tímurn lítið að gera, að ég var að mála húsgögn og meira barst að, frá húsgagnaversluninni, cn ég gat annað og þóttist heppinn að fá Björn með mér í starfið. Víst vissi ég hann vel vinnandi í algengri húsamálun. en að hann heföi lært ntálun húgsagna- numið starfið úti í Kaupmannahöfn, vissi ég ekki fyrr en síðar, sá þó fljótt, að af honum gæti ég lært og dáðist því meir að háttvísi hans, hversu hann gætti þess vel að meiða í engu mig fákunnandi. Þannig kom Björn mér ávallt fyrir sjónir í allri rcynd og svo mun hafa verið um fleiri, því a.m.k. minnist ég þess ekki að hafa heyrt honum hallmælt af samvinnumönnum hans. Björn var fæddur á Eskifirði 10. júlí 1894, sonur Björns Eiríkssonar trésmiðs og konu hans Susane Soffía (f. Weywadt). Á unga aldri missti Björn foreldra sína og fluttist með mági sínum til Reyðarfjarðar. Hlotið hafði hann almenna barnafræðslu er hann fluttist til Danmerkur 1910 og nam þar málaraiðn og stundaði heimkominn til Austfjarða ogverslunar- störf, þar til að hann fluttist til Reykjavíkur 1924. Einn son hafði Björn eignast, Björn, sem er skipasmiður hér í borginni. Björn hefur að ég held alla tíð verið í Málarasveinafélaginu sem nú er skráð Málarafé- lag Reykjavíkur, en meistarabréf í iðninni tók hann fyrst 1938. Hinn 5. júní 1937 héldu þau Elínborg Stefáns- dóttir frá Stykkishólmi brúðkaup sitt og eignuðust eitt barn, er þau misstu kornungt. Til þeirra á Kleppsveg 120 var vinalega hlýtt að koma og virðist mér þar oftast hafa verið sól, hvernig sem viðraði. Er Björn hætti málarastörfum réðist hann til næturvörslu hj á versluninni Geysi og virtist reynd- in sanna heppni beggja, Gcysis að fá svo öruggan vaktmann og Birni, að fá húsbændur sem vel virtu trúmennsku hans og launuðu. Misjafn- lega taka menn því mótlæti, er tækni nútímans nær ekki að greina sjúkdóm þeirra eða lækna þá, en Björn mun hafa tekið því með ró sem öðru, en viljað þess í stað leggja sitt til, að Borgarspítalinn fengi nýtt tæki sem öðrum gæti orðið til hjálpar og gaf því 16.3. 1981 40 þúsund g.kr. til kaupa á; Tölvusneiðmyndatæki er talið var nauðsynlegt fyrir Þróunarstofnunina. Þannig er vonandi að bræðralagshugsunarháttur þcirra hjóna gæti orðið öðrum sjúklingum til hjálpar. Ég efast ekki um að allir sem til þekkja vita að mikið hefur Elínborg misst en gleðst líka við góðar minningar, dáir minningar síns góða ástvin- ar. kærleika hans og umhyggju. Mcgi þau Ijós góðhugs allra sem Björn sálugi þekkti og það ljós scm hann var henni öll þeirra samveruár, lýsa henni og verma alla hennar ógengna ævibraut. Jarðarförin fór fram frá Nýju kapellunni í Fossvogi 17. maí. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum •slendingaþættir Ingþór Sigurbjs 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.