Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 7
Guðmundur Einarsson Skálholtsbraut 5, Þorlákshöfn Fæddur 7. fcbrúar 1965. Dáinn 13. apríl 1983. I. kr. 13.13. „En nú varir trú, von og kœrleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. “ Þegar unglingar eiga í hlut berum við þeini óskir. Við berum íhljóði einarogaðraróskirþeim til handa. Við óskum þeim langra lífdaga og góðrar heilsu, efnalegrar velmegunar. Ef til vill erum við metnaðargjörn og óskum þeim mann- virðingar fyrst og fremst, frægðar og vinsælda margra. Við kunnum að óska þeim fegurðapað þau fat notið hennar á heimilinu,við brunn listanna eða úti í náttúrunni við sólarupprás í hádegissól og við sólarlag. Við óskum og þekking- ar og mennta. En oft ber við að óskir okkar margra beri varanlcgt skipbrot, sem og skeði við fráfall Guðmundar vinar okkar. Og svo þegar maður kemur á kunnugan stað eftir örstutta fjarveru saknar maður hans, sem maður hefur þekkt svo vel og var hluti af lífi fjölskyldunnar. Kirkjugarðinum hefur bætst hvíla sem er ævinlega þögul. Bölsýnismenn finna lífsgátu sinni sök við hvert fótmál. Þær raddir virðast hafa nokkuð til síns máls er segja: Hlýðið ekki kalli lífsins. Vek ekki nýtt líf. Aðhlynning við lífið borgar sig ekki.það er fyrr en varir tekið fram fyrir hendur ykkar án miskunnar. Við hin spyrjum við slíkt tækifæri hver er tilgangurinn með þessu öllu.því hann? Okkur er fengin í hendur bók og kenning. Margar bækur og margar kenningar. En þær verða úreltar fyrr en varir. Ritningin aftur á móti kallar kristindóminn gleðiboðskap.þaö heiti hefur ekki verið gefið neinum trúarbrögðum öðrum. En í hvaða skilningi er kristindómurinn gleðiboð- skapur, kennir hann: Leitið gleðinnar án allra takmarkana, færið ykkur lífið í nyt til hins ýtrasta? Nei, alls ekki.hann boðar heldur ekkert meinlæti, en hann bendir okkur á að lífið er af tvennum toga. Líf annarsvegar og hinsvegar Lífið og að hið fyrra er grundvallað á blckkingu einatt og á sér ekki nein fyrirheit veruleikans. „En nú varir trú von og kærleikur þetta þrennt, cn þeirra er kærleikurinn mestur". Mennirnir unnu eitt sinn að því að búa til eilífðarvéþþað tekst víst aldrei. Það sem er eilíft.það kemur frá eilífð og stefnir til eilífðar. Það er ekki hægt aö búa til þetta þrennt: tími, vinna, kærleikur. En logi trúarinnar lýsir, huggar og styrkir sól eilífa lífsins. Sá sem á þetta þrcnnt mun lifa. Og það sem cf til vill er undursamlegast sá lifir sem hefur notið þcssa. Þeir sem bera gæfu til að þekkja þennan unga vin okkar vita að í þessu andrúmslofti ólst hann upp í faðmi sinna ástvina. Mannsævi cr mislöng.það þýðir ckkcrt að mæla lengd hennar. Það væri eins og að ætla sér að leggja sólargeisla á vog. Aðalatriöið er að byggja upp mannlífið með hjartablóði sínu og innstu tilfinningum og það er eina byggingin sem ekki verður eyðilögð né rifin til grunna. Vinir látið ekki þessi hcilögu lífsöfl veikjast í brjóstum ykkar þótt nú hafi syrt að. Ég heid að sorgin muni gera ykkur ennþá sterkari en þið annars hefðuð orðið er þið hófuð sameiginlega vegferð út í lífið og starfið. Lífið er framundan,en öll vonbrigði og allur missir minnir á að allt er fallvalt nema Guð og eilífa lífið. Ef gleðibros er gefið mér, sú gjöf er drottinn öll frá þér. Og verði afsorgum vol mín kinn, ég veit að þú ert faðir minn. Guð blessi ykkur öll og heimili ykkar. Bjarni E. Sigurösson. Guðlaug Dagbj ar tsdóttir frá Syðri-Vík Fædd 19. maí 1899 Dáin 20. febrúar 1983 Langt er flug til fjarra stranda, fýkur löður, stormur hvín. Eins ogfugl, sem leitar landa, leita ég, ó, Guð, til þín. Eins og sœvarbylgjan breiða býður faðminn þreyttri lind, þannig, faðir, lát mig leiða löngun háa að þinni mynd. Líkt og móðir blindu barni beinir veg af kœrleiksgnótt, leið þú mig á lífsins hjarni, leið þú mig um harmsins nótt. Leið þú mig í myrkri nauða, mig þú leið, er sólin skín. Leið þú mig í lifi og dauða, leið mig, Gttð, æ nœr til þín. J.J. Smári. Kveðja frá vinum. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.