Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 3
Jakobína Pálmadóttir Fædd 1. apríl 1912 Dáin 18. júní 1983 Ég vil því trúa, uð dauðinn sé ei dattði, en dýrleg lattsn frá eymd og sorg og neyð. Ég vil því triía hann attðgi mig þeim auði, sem einn á himneskt gildi á vorri leið. Ég trúi því, að ástin ódauðlega sé aðalþáttur lífsins bak við gröf, og það sem kvqddi ég hér með harmi og trega mér heilsi á ný sem ódauðleikans gjöf. K.S. - Bína systir er dáin Þegar Gunna frænka hringdi til þess að segja mér þessa voðafregn, fannst mér naumast geta verið um raunveruleika að ræða. Aðeins nokkrum dögum áður hafði ég kvatt þær systur, sVo inniiega hressar í bragði, er þær héldu norður til Akureyr- ar í leit að framtíðarhúsnæði fyrir sig. Þær höfðu báðar skilað sínu langa og dygga ævistarfi og nú skyldi elliáranna notið í faðmi Eyjafjarðarins, sem fóstrað hafði ættmenni okkar, mann fram af manni, þar sem minningar fegurstu æviáranna höfðu orðið til. Sem snöggvast fannst mér helmyrkrið gagntaka mig. Það var svo erfitt að gera sér grein fyrir því, að svo snögglega væri hún horfin, hún sem gengið hafði mér barnungum í móðurstað, svo að ég hafði alla tíð síðan fengið að njóta umhyggju hennar og ástúðar, sem verið hafa mér og mínu fólki leiðarljós á iðulega torrataðri lífsleiðinni. En eins og sólargeisli gegnum sortann skein mér minning hennar, rétt eins og enn einu sinni stryki hún mér um vangann til að hugga mig og styrkja mig í trúnni á guðlega forsjón, endurfundi ástvin- anna og eilíft líf að loknu þessu. Jakobína Pálmadóttir. eða Bína frænka, einsog við þekktum hana betur. var dóttir hjónanna Kristínar Sigfúsdóttur. skáldkonu. og Pálma Jó- hannessonar. bónda, sem þá bjuggu að Kálfagerði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Hún var fjórða barn þeirra hjóna, fædd 1. apríl 1912. Að þeim Kristínu og Pálma standa rótgrónar eyfirskar ættir. Pau giftu sig árið 1901 og bjuggu fyrstu tvö árin að Helgastöðum. en fluttust árið 1903 að Skriðu. Þar fæddust tvö fyrstu börnin, Hólmgeir árið 1903 (dáinn 1956) og Sigrún árið 1907 (dáin 1932). Árið 1908 flyst fjölskyldan að Kálfagerði og þar fæðast þrjú börn auk Jakobínu. Hannes árið 1909 (dáinn 1911), JóhanneS'árið 1914(dáinn 1978) og Guðrún árið 1917, en hún er búsett í Reykjavík. Fósturdóttur ólu þau hjónin upp. Lilju Jónsdótturfædda 1921 ogcrhúnbúsett að Kristnesi í Eyjafirði. Jakobína ólst upp í Kálfagerði til ársins 1930, er Pálmi bregður búi og flyst á mölina til Akur- eyrar með konu og yngri börnin. Við búinu tekur Hólmgeir elsti sonurinn. Um þessar mundir fer hvíti dauðinn hamförum um Eyjafjörðinn og heggur stór skörð í raðir ungra sem aldinna. Kristneshæli er þéttskipað, margir dvelja þar langdvölum, sumir skemur, og íslendingaþættir enn aðrir eiga ekki þaðan afturkvæmt. Afleiðing- anna sér merki á heimili Kristínar og Pálma. Þau sjá á eftir Sigrúnu dóttur sinni í gröfina 1932, og ' Freygerði tengdadóttur sinni, móður minni, vorið 1933. Þá er Hólmgeir fársjúkur og nokkru síðar veikist Jakobína. Flenni er komið til Reykjavíkur, þar sem hún hlýtur bata eftir nokkra legu á Landspítalanum. Nokkru eftir komuna norður fer Jakobína aftur suður til Reykjavíkur. Hún hefur náð heilsu og er nú komin til náms í saumaskap, en á því sviði var hún gædd afburða snilli og kunnáttu, enda varð það ævistarf hennar. Ekki aðeins að sníða og sauma, heldur tileinkaði hún sér þekkingu á víðfeðmari sviðum hannyrða, og hélt á kennara- ferli sínum til Kaupmannahafnar til að fullnuma sig í hannyrðum. Kennslu á þessu sviði stundaði hún víða um land. nú síðast við Húsmæðraskóla Reykjavíkur, þar sem hún leiðbeindi uns hún hætti kennslustörfum fyrir aldur; sakir fyrir nokkrum árum. Afi og amma hófu búskap sinn á Akureyri í húsinu númer 19 við Brekkugötu. Það hús var ckki aðeins stórt í eiginlegri merkingu, heldur miklu fremur hinni óeiginlegu. Þar áttu allir athvarf, sem þangað leituðu. Öllum var tekið opnum örmum, hverjum sem var og hvernig, sem á stóð, aðallega fyrir tilstuðlan ömmu, sem alltaf gaf sér tíma til að sinna vandamálum hvers og eins og laða fram eitthvað gott í sérhverri manneskju. Hún sat venjulegast við gamla saumavélarborð- ið sitt, reykti pípu, skrifaði með sverum sjálfblek- ungi, hlustaði, huggaði og gaf holl ráð, og hugsunarháttur hennar hafði sín áhrif á alla fjölskylduna, svo að maður varð betri og jákvæð- ari af samvistum við hana. Þarna var jafnan margt um manninn, og allir innilega velkomnir. Síðar heyrði ég ömmu iðulega segja mæðulega, er ltða tók á daginn: -Æi, ætlar nú enginn að koma í dag? Slíkir dagar voru mislukkudagar í hennar augum. Við mamma áttum líka athvarf í Brekkugötu 19, þegar hún fékk að fara af sjúkrahúsinu haustið 1932. Þar með var ég kominn inn á heimili afa og ömmu, og orðinn einn af fjölskyldunni. Þangað kom pabbi líka, þegar hann hafði náð heilsu, þótt löngu síðar væri. Þarna ólst ég upp, í þessu trausta og unaðslega umhverfi, við umhyggju og ástúð, í faðmi samhentrar fjölskyldu, sem kappkostaði umfram allt annað að rækta það góða í manneðl- inu. Allt frá því fyrsta var Bína frænka mér eins og besta móðir, og þegar hún fór að kenna veturlangt utan Akureyrar, var það helsta tilhlökkunarefnið, að hún kæmi heim. Á viðkvæmustu uppvaxtarár- um mínum var hún örgeðja unglingnum sá einlægi félagi og vinur, sem ég gat alltaf leitað til, með gleði mína og sorg, og hlaut hverju sinni þá hvatningu, huggun eða hrós, sem best átti við hverju sinni, og fór harla lítið fyrir ávítun og snuprum, þótt vissulega væri til unnið, því að fyrirgefningin og ástríkið var öllu ofar. Þessi umhyggja dofnaði aldrei, þótt árin liðu og þegar drengirnir mínir og nú síðast sonarsonurinn kom til sögunnar, gengdi alveg sama máli um þá. Það er sannfæring mín, að henni hafi ekki verið síður umhugað um ömmuhlutverkið gagnvart þeim en móðurhlutverkið gagnvart mér, og móð- urhlutverk hennar var frábærlega af hendi leyst, og átti eiginkona mín sannarlega hauk í horni, þar sem Bína frænka var. Ein helsta ánægja okkar hefur jafnan verið „ að líta við á Háaleitisbrautinni hjá Bínu og Gunnu", en þær systur hafa um tveggja áratuga skeið búið sér menningarheimili í sama anda og ríkti hjá afa og ömmu og var samnefnari allrar ættarinnar. Þangað komu allir í ættinni, sem mögulega áttu þess kost í hvert sinn, sem eitthvað stóð til. Enginn viðburður innan ættarinnar, í gleði eða sorg, átti sér stað án þess að Bína og Gunna legðu á sig ærna fyrirhöfn til þess að allt mætti fara sem best fram og er alltof langt mál upp að telja, en líður engu okkar úr minni. Virðing okkar fyrir þeim var ótvíræð og við stöndum í þakkarskuld, sem seint verður goldin til fulls. Á kveðjustund er margs að minnast og fyrir mikið að þakka, en gegnum tárin gerum við okkur ljóst, að þetta er kveðjustund, en ekki leiðarlok. Minningin lifir um ástríki góðrar konu, sem hvarvetna lét einungis gott af sér leiða og í virðingu og þökk fylgja henni alúðarkveðjur fyrir móðuna miklu, með fullvissu um endurfundi. Ef kxrleik vantar von og trúin deyja. Þá verður jörð í geimnum kulnuð eyja. Hans kraftur byggir háa stjörnu heima. Um hann er hverja öreind lífs að dreyma. K.S: Baldur Hólmgeirsson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.