Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 4
Jóhannes Davíðsson, Neðri-Hjarðardal Fæddur 23. sepl. 1893 Dáinn 21. apríl 1983 Á sumardaginn fyrsta í ár - hinn 21. apríl s.l. - lést norður á Blönduósi kunnur Vestfirðingur; Jóhannes Davíðsson fyrrv. bóndi og búnaðar- þingsfulltrúi í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði. Hann kom víða við sögu félagsmála um sína mörgu daga, og sat m.a. í fulltrúarráði tryggingafélaga samvinnumanna 22ja ára skeið. Hann mun hafa verið kosinn í ráðið á aðalfundi SÍS 1959, sem eftirmaður Eiríks heitins PorSteinssonar kaupfélags- stjóra á Þingeyri. Þar sem annars staðar tók Jóhannes hlutvcrk sitt og trúnaðarstarf alvarlega. Hann sótti alla fulltrúaráðsfundina, sem ég man eftir frá 1960, hvar sem þeir voru - síðast í fyrra, þá kominn fast að níræðu. Jóhannes var jafnan óbrigðull þátttakandi í umræðum. bæði á sjálfum fundunum og ekki síður í gleðskap eftir þá; þannig bæði í gamni og alvöru, sem honum var lagið að tvinna saman í hnittinn ogoft skemmtileg- an málflutning. Jóhannes var því öllum fundar- mönnum á þessu alllanga tímabiii harla minnis- stæður, enda var hann óumdeilanlega einn þeirra, sem settu hvað mestan svip á þessar samkomur. Það er bæði ljúft og skylt að geta hans að nokkru við leiðarlok, með þakklæti fyrir samstöðu og hugsjónatryggð. Jóhannes Davíðsson var fæddur í Álfadal á Ingjaldssandi í Önundarfirði 23. sept. 1893 og hefði því orðið níræður, ef honum hefði enst aldur til hausts. Foreldrar hans voru þáverandi ábúend- ur þar: Jóhanna Jónsdóttir og Davíð Davíðsson; kunn sæmdarhjón. Eftir fárra ára búskap í Álfadal, flutti fjölskyldan að Neðri-Hjarðardal í Mýrahreppi, þar sem gömlu hjónin bjuggu til æviloka, að synir þeirra Kristján og Jóhatines tóku við búsforráðum og bjuggu þar í sambýli meðan líf og heilsa entust báðum og gerðu garðinn frægan, einkum sökum lifandi þafttöku í marg- þættri lífsbaráttu samfcrðarmannanna. Snemma þótti Jóhannes greindur piltur - „vissi og mundi margt og sagði vel frá," segir gamall samherji hans að vestan. Loddu þeir ágætu eiginleikar við Jóhannes alla tíð. Af þeim var hann veitull, og eiga margir honum því þakkar- skuld að gjalda fyrir fróðleik og skemmtan, því víða kom Jóhannes við sögu á sínum fjölmörgu fundum um dagana, auk þess sem hann flutti oft í útvarpi hin síðari árin, fróðleikserindi á kvöld- vökum og samdi önnur til flutnings - einkum minningar um lífsaðstöðu og þjóðhætti frá upp- vaxtarárunum þar vestra. Vöktu þessi erindi athygli þeirra, sem kunnu að meta, fyrir trútt minni sögumanns, nákvæmni út í yztu æsar og trúverðugheit. Jóhannes Davíðsson var búfræðingur að mennt; útskrifaðist frá Hvanneyrarskóla 1914. Hann var rakinn bóndi af lífi og sál og einlægur málsvari sveitalífsins - manna og dýra, - þótt hann vissulega hefði útsýn til fleiri átta og áhugaefnin 4 væru mörg. Þeir Neðri-Hjarðardalsbræður voru um margt öðrum bændum til fyrirmyndar; ekki síst varðandi hirðusemi, þrifnað og nýtni, sem annars ber nú ekki hátt í okkar kærulausa nútíma ofneyslu þjóðfélagi. Þeir höfðu í heiðri hinar „fornu dyggðir og voru einir af núorðið fáum forsvarsmönnum þeirra. Félagsmálaáhugi Jóhannesar var einstakur og fúsleikinn til þátttöku og forystu í þeim eftir því. Um það ber vitni hlutdeild hans í stofnun og starfsemi fjölmargra samtaka, sem öll vinna að bættum hag og aukinni velferð manna. Hvort tveggja var, að Jóhannes var óvenju áhugasamur og óserhlífinn félagsmálamaður allt frá bernsku, enda naut hann hvatningar í því efni á heimili sínu og frá góðum grönnum, sem mótuðust mjög af þeim þingeyskur bræðrum Kristni og séra Sig- tryggi Guðlaugsson - en þó ekki síst af Núpsskóla- num, sem var gegnsýrður grundtvigskum anda þjóðernis og kristni, en þar var Jóhannes með fyrstu nemendum séra Sigtryggs. Sá skóli gaf mörgu ungmenningu á þeim árum byr undir vængi, sem entist áfram ævilangt. Jóhannes vildi allt gott styðja til vaxtar og þroska; mann og mold. Ungur drakk hann í sig anda ungmennafélags- skapar, bindindis og samvinnuhreyfingar. Hann var einhver hinn dæmigerðasti aldamótamaður í bestu merkingu orðsins; yljaður af hugsjónum allra þessara samtaka og öllum þessum mannrækt- arstefnum þjónaði hann í einlægni og reyndist þeim trúr í lífi og starfi - já, meira en það: virkur þátttakandi og forystumaður í verki. Jóhannes var fyrir allmörgum árum sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir félagsmálastörf. Útför Jóhannesar Davíðssonar fór fram frá sóknarkirkju hans að Mýrum 29. apríl, að við- stöddum fjölmenni, því margur hafði margs að minnast frá liðinni tíð. Að athöfn lokinni bauð Kaupfélag Dýrfirðinga til erfisdrykkju til heiðurs Jóhannesi, en hann hafði lengi verið í stjórn félagsins og mörg ár sem stjórnarformaður. Héð- an fylgja honum yfir landamærin góðar óskir og þakkarhugur fyrir langa og góða samstöðu, sem ekki gleymist. Baldvin Þ. Kristjánsson. Sína Vilhelmína Svanborg Ingimundardóttir Fædd 19. júlí 1913 Dáin 12. desember 1948 Hún gekk venjulega undir nafninu Svanborg, og af vinum og kunningjum ávallt nefnd Borga. Af kunnugum vorum við töld líkust í lyndiseink- unnum og útliti af systkinunum. Enda mjög samrýmd. Hún var vinnusöm og lagvirk eins og systur hennar allar. Hvers manns hugljúfi og óádeilin. Barnafræðsla okkar eldri systkinanna fór eingöngu fram á heimilinu. ogsíðasti leiðbein- andi Borgu á því sviði var sá er síðar varð lífsförunautur hennar, Jóhann Kristmundsson, búfræðingur og síðar bóndi í Goðdal. Þau giftust 22. júlí 1932. Jóhann var mjög vel gefinn. Mikill félagshyggjumaður og fastur fyrir með skoðanir sínar. Framámaður hér um slóðir í garðyrkju og ýmsum greinum landbúnaðarins. Unnandi íþrótta- og menningarmála. Þau hjón hófubúskap Framhald á bls. 6 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.