Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 6. júli 1983 — 25. tbl. TÍMANS Þrjár systur Fríða Ingimundardóttir, Klúku í Bjarnarfirði F*dd 22. nóv. 1908 Dáin 1. júní 1983 Sína Karólína Ingimundardóttir Fædd 29. ágúst 1923 Dáin 24. apríl 1977 Sína Vilhelmína Svanborg Ingimundardóttir Fædd 19. júlí 1913 Dáin 12. desember 1948 Fríða Ingimundardnttir. Sína Karolína Ingimundardóttir. Sína Vilhelmína Svanborg Ingimundardóttir Laugardaginn 11. júní 1983 fór fram frá Kaldrananeskirkju útför Fríðu systur minnar, að viðstöddu miklu fjölmenni þrátt fyrir veðurhörku. Fríða var fædd í Reykjavík 22. nóv. 1908 og var sjöunda barn foreldra okkar, og það fyrsta er náði fullorðinsaldri. Foreldrar okkar voru þau Svanshólshjón, Ólöf Ingimundardóttir (af Tröllatunguætt) og Ingi- mundur Jónsson, afkomandi Páls-ættar. Foreldrar okkar voru lengst af leiguliðar og afgjöld jarðar- 'nnar greidd í smjöri. Við Fríða kynntumst því á unga aldri að passa kvíær að sumrinu. Venjulega fram undir Goðdalshyrnu, skammt frá landa- merkjunum. Goðdalssmalarnir voru á næstu grösum og samskipti við þá hin ánægjulegustu við landamerkjatjörnina hjá Sjónarhólnum. Petta var áður en vísindaglaðir fræðingar grunuðu mjólkur- afurðir um óhollustu fyrir gott mannlíf. Fríða ólst upp við venjuleg sveitarstörf. Ólöt til allra verka. Ávallt létt í spori og kvik að hverju sem hún gekk fram á efri ár. Yngri systkini hennar voru: Ingimundur fv. bóndi á Svanshóli. S.V. Svanborg húsmóðir í Goðdal - látin. Guðjón kennari á Sauðárkróki. Sigríður iðnverkakona Akureyri. Arngrímur J. bóndi í Odda. Sína K. iðnverkakona Akureyri - látin. Þessum yngri systkinum sínum var hún fyrir- mynd og forsjá. Þeim er þetta ritar var hún aðal kennarinn í þeim fræðum er krafist var til fermingaraldurs. Átti sjálf auðvelt með nám og góður skrifari til dauðadags. Á 16. ári missti hún föður sinn, eða 21. mars 1924. Heimilinu vann hún þar til eigin búskapar var stofnað. 31. mars 1930 gekk hún að eiga Sigurð Arn- grímsson frá Reykjavík, en þau voru bræðrabörn. Framhald á bls. 2 EE

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.