Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1983, Blaðsíða 5
Ég vil líka nefna Þórey uppeldisdóttur þeirra hjóna, missir hennar er mjög mikill því hún unni þeim sem foreldrum sínum, og Maríu sem er systkinabarn Sigrúnar í báðar hættir, bjuggu foreldrar þeirra í tvíbýli í áratugi í sveitinni sinni fögru að Hruna í V. Skaftafellssýslu. María og Sigrún hafa því verið saman frá fæðingu eða þar til þau fluttust til Ytri Njarðvíkur. Ég má til að minnast á eitt sem er sérstakt í þessari fjölskyldu og er orðið mjög sjaldgæft nú, að Eiríkur og Elín ásamt dóttur sinni og síðar barnabörnum og tengdasyni bjuggu alltaf saman og nú fyrir nokkrum árum keyptu þau Sigrún og Theódór og María og maður heúnar Sæmundur, en hann féll vel inn í þessa samlyndu fjölskyldu, enda mjög elskulegur og góður maður, öll íbúðir í sama húsi. Að sjálfsögðu fylgdi Eríkur dóttur sinni, keyptu þau sitt hvora hæðina í sama húsi og eru nú þar Sigrún og María komnar saman aftur eins og fyrr á árum, má á þessu sjá hversu samrýnd fjölskyldan er. Eiríkur var vel gerður maður hann mátti ekki vamm sitt vita í einu né neinu, hann var góður og trúaður maður í orðsins fyllstu merkingu. Að heyra Eirík segja frá var upplifun því svo vel sagði hann frá að maður sá það allt fyrir sér, slíkt er fáum gefið, einnig var hann svo ættfróður að undrun sætti og hélst sá eiginleiki fram á síðasta dag. Eiríkur var léttur í lund og var manna kátastur í góðum félagsskap, hann vartrygglyndurogmjög vinnusamur, hans kynslóð þekkti ekki annað. A hverju ári fór hann í sveitina sína og var þar um tíma og var þá tekið til hendinni við ýmiss störf því hann var með fé þar fram að síðustu æviárum, enda búmaður mikill. Hann kom alltaf endur- nærður heim aftur og tilbúinn að fara til starfa. Hann vann í áraraðir hjá varnaliðinu í Keflavík og vel hafa störf hans líkað því honum var veitt heiðursskjal fyrir trúa og dygga þjónustu. Síðustu misserin komst Eiríkur ekki austur að Fossi enda háaldraður og farinn að heilsu. Eiríkur dvaldi að Sólvangi í rúmt ár. Öllu starfsfólki sendi ég bestu þakkir fyrir góða umönnun. Bragi Guðmundsson læknir var honum mjög góður og veit ég að Eiríkur leit á hann sem perónulegan vin sinn. Færi ég honum kærar þakkir og bið honum guðs blessunar í starfi sínu. Nú eru þau hjómbæði farin yfir móðuna miklu. Við sem eftir lifum erum ríkari af því að hafa átt vináttu þeirra og traust. Hafið þökk fyrir allt og allt. Ég vil votta samúð mína Þórey og fjölskyldu hennar, Maríu og hennar fjölskyldu og öllum öðrum ástvinum. Barnabörnum Elínar og Eiríks Elínu og börnum hennar þeim Sigrúnu, Bjarna og Drífu Huld sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og einnig Eiríki og konu hans Margréti og börnum Sigrúnar Ólafi og Elínu. Guð blessi ykkur öll. Sigrún vina mín þinn er missirinn mestur, en ég veit að maðurinn þínn veitir þér styrk á erfiðri stund. Ég bið Guðs blessunar og huggunar í þeirri vissu að nú eru þau mætu hjón Eiríkur og Elín sameinuð á ný. Erna Friðriksdóttir. 5 Eiríkur lést á Sólvangi eftir nokkurra mánaða veru þar. Vegir okkar Eiríks og konu hans Elínar bar að fyrir 27 árum er ég var sjúklingur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar var þá sjúklingur líka einkadóttir þeirra Sigrún. Með okkur tókst góð vinátta og hefur aldrei fallið skuggi þar á. Er þetta var bjuggum þaú í Ytri Njarðvík, en 2 árum síðar fluttust þau til Hafnarfjarðar og áttu þá heima um árabil í nágrenni við mig, ekki skemmdi það vináttu okkar nema síður væri, það má segja að ég hafi verið heimagangur þar. Alltaf tóku þau jafnelskulega á móti mér og ég fann að ég var ætíð jafn velkomin. Fastur liður þegar ég kom var að Elín sem lagaði sérstaklega gott kaffi fór að hella upp á og kölluðum við það Ernukaffi. Ég hlakkaði alltaf til er ég kont til þeirra að fá Ernukaffi, en kaffi eins °g Elín lagaði hef ég ekki fengið síðan hún lést. Elín fæddist 14. 7. 1884 og lést eftir nokkurra íslendingaþættir mánaða legu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 14. 2. 1969. Elín var hæglát kona og ekki var hún margmál, en það sem hún sagði mátti byggja á. Elín várekki há, en þó var reisn yfir henni, hún var vinur vina sinna. Elín átti djúpa lifandi trú og þegar hún brosti þá geisluðu augu hennar og sá maður að hún hátti til glettni, en oftast tjáðu augu hennar skilning og kærleika. Ég sem þessi fátæklegu orð skrifa, get aldrei fullþakkað þeim hjónum fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig og mína. Þegar Elín lést var það mikill missir fyrir eiginmann, dóttur og barnabörn þá var það þeim styrkur að tengdasonur þeirra Theodór sem var þeim sem sonur og sem þeim þótti mjög vænt um stóð þá og stendur nú eftir lát tengdaföður síns, sterkur við hlið þeirra Sigrúnar og börnum hennar og barnabörnum. H j ónaminning Eiríkur Jónsson Fæddur 14. júlí 1891 Dáinn 17. júní 1983 Elín Einarsdóttir Fædd 14. júlí 1884 Dáin 14. febrúar 1969

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.