Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 13. júli 1983 — 26. tbl. TÍMANS Hj ónaminning Sæmundur Brynjólfsson, hreppstjóri, Kletti Fscddur 12. maí 1888 Dáinn 13. júlí 1974 Soffía Ólafsdóttir húsfreyja Fædd 11. janúar 1892 Dáin 1. mars 1983 Arið 1927 fluttust ung hjón norðan úr Stein grímsfirði suður að Kletti í Gufudalssveit, þau Sæntundur Brvnjólfsson frá Kleppustöðum í Staðardal í Steingrímsfirði og kona hans Soffía Ólafsdóttir. ættuð og uppalin í Veiðileysufirði í Jökulfjörðum. Þau höfðu þá í nokkur ár búið á prestsetrinu Stað í Steingrímsfirði. en urðu að fara þaðan sökum þess að prestur kom til staðarins og settist þar að. Það varð til þess að þau tóku sig upp og fluttust í annað byggðarlag. En það þurfti töluvert átak til þess að flytja sig alla þessa leið vfir fjöll og firnindi, mest vegleysur. með 3 eða 4 ung börn og alla búslóð. Það hefur hlotiö að vera mikil hcstalest. um annað var ekki að ræða. en hvað um það, allt gekk þetta vel. En það sagði Soffía mér löngu síðar að hún hafi verið orðin þreytt og það mjög, þegar hún kom á leiðarenda og ekki að furða, eftir alla þessa erfiðu leið. Þegar fólk eða fjölskylda flvtur svona langan veg í annað byggðarlag, þar sem það þekkir engan hlýtur margt að hvarfla að manni: - hvernig er tólkið í þessari sveit eða bvggðarlagi og hvernig eru og verða nágrannarnir og hvernig verður okkur tekið - hvernig er landið þarna og jörðin sem við ætlum að fara að búa á? Það er þetta sem mér skilst að haft sé í huga þegar flutt er búferlum milli héraða. Þegar þessi ungu hjón fluttust í sveitina. var ég unglingur, innan við fermingu og ólst upp á næsta bæ. hafði því all mikil og náin kynni af þessum traustu og ágætu hjónum og börnum þeirra. Klettur er og var talin góð jörð. en þegar þau Sæmundur og Soffía komu þangað var jörðin í hálfgcrðri niðurníðslu. búin aö vera þar tíð ábúendaskipti og búin að vera í eyði í 1 eða 2 ár. en þar áður bjuggu þar búhöldar um árabil af rausn og myndarskap. húsuðu jörðina vel á gamla vísu. sóttu timbur mest norður á Strandir. rekavið. allt sótt á hestum. óravegu. - þar voru gerðar meiri jarðabætur en nokkursstaðar annarsstaðar í nærliggjandi sveitum, túnið á Kletti var því langtum besta í sveitinni og vfðar. Fjárhúsin voru reist á 3 eða 4 stöðum á túninu og hafði hvert sitt nafn. Bæjarhúsin voru byggð í hefðbundnum stíl. þilin 5 eða 6 fram á hlaðið. vcl rúmgóður bær. en varla mun nú frambærinn hafa verið hlýr. Bærinn sjálfur var farinn að síga að framan. stoðir að bila - nýi bóndinn var fljótur að gera við, hann tók þekjuna af og lyfti bænum í hæfilega hæð, þilið fékk sína reisn sem fyrr, stofuþiljurnar, sem voru orðnar skakkar og signar voru reistar við. stofan fékk sitt gamla form og útlit. loftið hvítt með breiðum listum eða böndum og bláum þiljum. Alltaf fannst mér þessi gamla stofa falleg. - þangað kom margur gesturinn. þáði góðar veiting- ar og þar gistu margir. Þetta finnst nú sumum ef til vill ekki merkileg saga. þarna hefði átt að byggja nýtt hús eða bæ, en þau þessi hjón þekktu sín takmörk í byggingu búskapar. var lítið vit í því að hleypa sér í stór skuldir. láta þær vaða sér yfir höfuð. Þá varð hver að hjálpa sér sjálfur. Fyrstu búskaparár þeirra hjóna á Kletti voru þau leiguliðar. síðar keyptu þau jörðina. Þau hjón komu með sæmilegan bústofn að Kletti og hann stækkaði með árunum. en Sæmundur stundaði meira en búskap - hann var ágætur smiður. bæði á tré og járn. Hann setti fljótlega upp smiðjuna á Kletti, ef til vill hefur hún ekki verið að nýjustu gerð, en gerði sitt gagn og vel það. Á vetuma, þegar tími var til fór Sæmundur í smiðjuna og smíðaði flest sem smíða þurfti til búskapar eða aðallega smíðaði hann skeifur. það var gaman að virða hann fyrir sér þegar hann var að móta þær, glóandi járnið - þar voru sjaldan mistök - verkið lék í höndum hans eins og sagt var - skeifurnar komu - ein af annarri - fullmótað- ar og fallega lagaðar og það var ekki verið að slá af. það var blásið af fullum krafti í kolaglóðina, langt fram á kvöld - soðið stál í skaflaskeifur - hamrað járnið heitt. Ef til vill hefur orðið þar til við smiðjuna mörg stakan, því Sæmundur var ágætur hagyrðingur, en fór ákaflega dult með það. En smiðjuhúsið sjálft hentaði honum eiginlega ekki. hefði þurft að vera stærra, hann staðsetti smiðjuna í gamla eldhúsinu. Það var að vísu nokkuð stórt, en æfagamalt, búið að gegna sínu hiutverki að mestu, það hefði að sjálfsögðu getað sagt frá mörgu meðan það var og hét, meðan þar fóru fram allar eldamennskur. Klettur er í þjóðbraut og þangað hefur margur ferðamaðurinn komið norðan yfir heiði eða vestan yfir hálsa, hrakinn og blautur og fengið þurrkuð þar fötin sín 4, * A é i é i«

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.