Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 3
\JlA32
Páll Fálsson
Fæddur 19. ágúst 1912
Dáinn 17. apríl 1983
Um aldamótin var margt í heimili víða til sveita.
Aðdrættir voru erfiðir og býlin sjálfum sér nóg um
festa hluti. Þannigvarum Seljaland íFljótshverfi,
Þar sem Páll Pálsson fæddist 19. ágúst 1912.
Systkinin muna þennan dag með bjartri sól og
strekkingsvindi, en nýr bróðir var ekkert tiltöku-
mál, því að það var nær árviss viðburður að barn
'Sddist á Seljalandi. Páll var hinn tíundi í röðinni
M fimmtán systkinum, auk eins hálfbróður .
Foreldrar Páls voru Málfríður Þórarinsdóttir og
Páll Bjarnason. Móðir Málfríðar var Kristín
Jónsdóttir bónda á Dalshöfða í Fljótshverfi
Magnússonar en faðir Málfríðar var Þórarinn
Þórarinsson bónda á Seljalandi Eyjólfssonar. Páll
var sonur Bjarna bónda og hreppstjóra í Hörgsdal
á Síðu Bjarnasonar hreppstjóra á Keldunúpi og
Helgu, yngstu dóttur sr. Páls Pálssonar prófasts í
Hörgsdal. Málfríður og Páll byrjuðu sinn búskap
á Seljalandi í tvíbýli við foreldra Málfríðar. Efni
voru góð á Seljalandi á þeím árum en í hönd fóru
erfiðari tímar. I páskaáhlaupi 1917 tapaðist nær
helmingur fjárstofnsins, ær króknuðu lambfullar.
Bóndinn lagðist í brjósthimnubólgu um sumarið
og lá rúmfastur í hálft annað ár. Vorið 1918 var
með eindæmum kalt og sumarið graslítið. Kötlu-
gos í október 1918 bætti gráu ofan á svart og
eyðilagði alla beit. Bústofninn komst niður í 60
kindur, 2 kýr og nokkur hross til að framfleyta
þrettán barna heimili. Heilsa bóndans var brostin,
en elstu börnin léttu nú undir, og með seiglu,
útsjónarsemi og æðruleysi komst heimilið í
gegnum þessár þrengingar án nokkurra opinberra
"ún því aldrei kynni af fóður ^sínum. Móðir
"ennar giftist öðru sinni 1897 H íram Veturliðasyni
°g ólst Soffía upp hjá þeim ásamt systur sinni
Margréti Híramsdóttur. sem lifir systur sína. Þau
"juggu fyrst að Búðum en síðan á Steinólfsstöðum
1 Veiðileysufirði og fluttust til Hnífsdals 1912.
Soffía giftist Matthíasi Jakobssyni, ættuðum úr
Jökulfjörðum, en missti hann eftir fárra mánaða
sambúð. Þau eignuðust einn dreng, sem dó
skómmu eftir fæðingu.
Arið 1919 giftist Soffía í annað sinn. Sæmundi
"rynjólfssyni. síðar hreppstjóra á Kletti. Hánn
nafði þá fyrir nokkru tekið við búi foreldra sinna
að Kleppustöðum í Staðardal. Þau bjuggu þar til
'"21, er þau fluttust að prestssetrinu Stað í
^tcingrímsfirði og voru þar í sex ár. 1927 fluttu
Pau að Kletti í Gufudalssveit og bjuggu þar góðu
"úi fram yfir 1960 að þau seldu búið í hendur
Haraldi syni sínum. Sæmundur lést í júlí 1974, þá
um haustið fórst Haraldur af slysförum. og varþá
Þungur harmur kveðinn að Soffíu. Hún fór þá frá
Kletti til Brynjólfs sonar síns á Hólmavík. en
s'ðustu árin var hún hjá dóttur sinni. Sigurbjörgu
a Akranesi.
Þau Soffía og Sæmundur eignuðust 8 börn og
er stór ættbogi frá þeim kominn. Börn þeirra
voru: Matthías. hann lést 14 ára og var foreldrum
sínum harmdauði. enda mikið mannsefni.
Drengur. em dó við fæðingu. Sigurbjörg. gift Óla
"• Ananíassyni. fyrrum bónda á Hamarlandi í
Reykhólasveit. nú starfsmanni á Grundartanga.
Þau búa á Akranesi. Margrét. talsímakona í
Keykjavík. Ólína. gift Vikari Davíðssyni. skrif-
siofumanni í Reykjavík. Brynhildur. gift Ásgeiri
B^enediktssyni. múrara í Reykjavík. Haraldur.
"óndi og hreppstjóri á Kletti. en hann lést um
aldur fram 1974. Haraldur var kvæntur Jóhönnu
¦•óhannesdóttur. Yngstur er Brynjólfur. búnaðar-
fáðunautur á Hólmavík. kvæntur Erlu Þorgeirs-
dóttur.
Þannig er í fáum dráttum ramminn um lífssögu
Þessarar h'fsreyndu alþýðukonu. en segir þó harla
'átt um manneskjuna sjálfa.
'slendingaþættir
Við nútímafólk, sem lifum í tæknivæddu vel-
ferðarþjóðfélagi gerum okkur ekki alltaf ljóst,
hversu ströng lífsbaráttan var í afskckktum sveit-
um á fyrrihluta þessarar aldar og hversu hún
reyndi á þolrif fólksins. Það þurfti sterkan stofn
til að standast þá raun og andlegt atgervi til að
vinna bug á erfiðleikunum. vaxa af þeim en láta
þá ekki smækka sig, heldur eflast og styrkjast við
áföllin. Slík manngerð var Soffía Ólafsdóttir.
Enda þótt Soffía nyti ekki skólagöngu, frekar
en flestir aðrir af hennar kynslóð, fylgdist hún vel
með mönnum og málefnum allt fram á tíræðisald-
ur. Hún var greind kona og minnug. Hún hafði
yndi af bóklestri, þótt lítt gæfust stundir til þess,
fyrr en hún var komin á efri ár. Hannyrðir voru
henni kærkomið verkefni, en á búskaparárunum
gáfust ekki tómstundir til þeirrar iðju, en þeim
mun betur naut hún þess, þegar árin færðust yfir
og var handbragð hennar og afköst með ólíkindum
allt fram á síðasta ár.
Soffía var ákaflega hógvær og hávaðalaus kona.
Hún var gæflynd og glaðsinna, en gleði hennar var
með hóglátum blæ og hun tók ávallt málstað
þeirra er minna máttu sín.
Ég sem þessar línur rita kynntist ekki Soffíu fyrr
en hún var komin um sjötugt. Mér er í fersku
minni. þegar ég sá hana í fyrsta sinn, hversu hlýtt
mér fannst viðmót þessarar lágvöxnu, vinnulúnu
konu, og eftir því sem kynnin urðu nánari, hef ég
æ betur skynjað að þar gekk góð kona og góður
vinur.
Soffía var lögð til hinstu hvíldar við hlið manns
síns í Gufudalskirkjugarði 9. mars .1. Hún kaus að
hvílast i faðmi þeirrar sveitar þar sem hún átti sín
manndóms ár, þar sem hún átti heima í 47 ár og
lciddi börn sín til vits og þroska.
Að loknum þessum fátæklegu minningarorðum
vil ég votta hinni öldnu heiðurskonu virðingu mína
og þakkir. Eg tel það mannbætandi að hafa átt því
láni að fagna að hafa kynnst henni og vera
samvistum við hana.
Blessuð sé minníng hennar.
Vikar Davíðsson
styrkja. Börnin komust öll á legg og döfnuðu vel.
Bræðurnir réðust sem unglingar í vinnu á næstu
bæi, og hinir elstu fóru til sjós á vetrum, gangandi
um langan veg. Þannig lögðu þeir heimilinu drjúgt
til og því var veitt eftirtekt, að systkinin frá
Seljalandi báru mcð sér þann brag, sem einkcnndi
fólk frá góðum heimilum. Páll Bjarnason lést af
lungnabólgu árið 1922, aðeins 47 ára að aldri.
Elsti sonurinn, Þórarinn, tók þá við búsforráðum
ásamt móður sinni. Þrátt fyrir þröng efni var
myndarbragur á hcimilinu, gestrisni og hjálpsemi
í heiðri höfð og sá höfðingsbragur er enn á
Seljalandi.
Þótt Páll Pálsson hafi verið of ungur til að skilja
alvöru lífsins á þessum árum, fer ekki hjá því, að
hugur hans hafi mótast af þeirri samheldni, nægju-
semi og hjálpfýsi, sem hann ólst upp við meðal
heimilisfólks og nágranna. Páll þóttí snemma
lipur til snúninga, léttur og vinnufús. Tvo vetur
sótti hann vinnu til Grindavíkur um vertíð en
réðist svo vinnumaður að Rauðabergi í Fljóts-
hverfi. Þar var Páll til heimilis ein tíu ár en dvaldi
síðari árin í Reykjavík við ýmis störf um vetur.
Páll var snemma stcyptur í það mót, sem hann hélt
um alla ævi. Hann var léttur í lund, með góða
kímnigáfu, hláturinn hvell og smitandi. Hann var
frjáis í skoðunum, hafði allt á hreinu, en lét engan
teyma sig. 011 verk vann hann af natni, sem bar
honum gott vitni. í Reykjavík bjó Páll lengst af
hjá Helgu, systur sinni, og mági, Guðbjarti
Björnssyni. Árið 1947 réðist Páll í vinnu við
umsjón með Hafnarböðunum í Reykjavík með
Guðbjarti, sem þar var fyrir. Á nýársdag 1950
kvæntist Páll Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Eyvík í
Grímsnesi, Jóhannessonar bónda þar, og Stein-
unnar Magnúsdóttur frá Haga í Grímsnesi. Bróðir
Páls, Sigurður, hafði nokkrum árum fyrr kvænst
Önnu Margréti, systur Sólveigar.
Páll og Guðbjartur voru samhentir um rekstur
Hafnarbaðanna ög nutu almennra vinsælda meðal
sjómanna og vcrkamanna þar. Eftir lát Guðbjarts
1957 kom Bjarni, bróðir Páls, til starfa með
honum og unnu þeir saman þar til Hafnarbúðir
tóku til starfa 1962 og gömlu böðin voru lögð
niður. Viðskiptavinir voru af misjöfnum toga en
allir rómuðu Pál fyrir sérstaka lipurð og greiða-
semi. Páll kaus nú að breyta til um vinnu og réðist
til verktaka, sem unnu við Iógn hitaveitu og aðrar
byggingarframkvæmdir, fram til ársins 1966, að