Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 4
Óskar Árni Blomsterberg Fæddur 17. október 1954 Dáinn 1. janúar 1983 Ég var harmi slegin þegar mér bárust fregnir að morgni nýársdags að Óskar væri dáinn. Hann sem hafði verið með okkur á nýársnótt ásamt unnustu sinni svo hress og kátur. En enginn veit sinn næturstað. Ég var búin að þekkja Óskar síðan sumarið 1968, og vorum við góðir vinir. Unglingar sem ræddum lífið fram og aftur. Síðan giftist bróðir minn systur hans og því hélst vinskapur okkar alltaf. Óskar var ætíð glaðvær og míkill hressleiki stafaði frá honum, hann var vinur vina sinna. Hestar voru hans áhugamál, þess vegna var heimili hans fyrir utan bæinn, til að hann gæti haft dýrin sín hjá sér. ¦ Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þennan kæra vin, við hittumst öll einhvern tíma handan móðunnar miklu. megi Guð styrkja foreldra hans, unnustu, systkini og litlu dóttur hans í þeirra miklu sorg. Fari hann í friði. Friður Guðs blessi hann. Auðbjörg Kristvinsdóttir t Það er erfitt að hugsa til þess og þurfa að sætta sig við það að hann Óskar bróðir okkar sé horfinn. þau hjónin keyptu verslun að Grettisgötu 64 við Barónsstíg. Verslunin var ekki stór en vann sér fijótt vinsældir. Páll var góður sölumaður, kurteis og lipur en aldrei ágengur, áreiðanlegur í öllum viðskiptum og greiddi öll innkaup út í hönd. Þau Sólveig ráku verslunina af sérstakri natni og eljusemi í 14 ár fram til ársins 1980, að heilsa Páls tók að bila. Börn Páls og Sólveigar eru þrjú: Kolbeinn, f. 11.10. 1953, útvarpsvirki með langa reynslu í þjónustu við fiskiskip vegna fiskleitar- og siglingatækja. Kolbeinn er einnig mikill áhuga- maður um óbyggðaferðir. jafnt um vetur sem sumur. Málfríður. f. 7.12. 1956, kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík, gift Björgólfi Jóhannssyni, viðskipta- fræðingi. Steinunn, f. 21.5. 1962. stúdent við nám í Frakklandi Hjálpsemi Pálsvið nánustu ættingja vareinstök. . og heimili þeirra Sólveigar stóð þeim ætíð opið, ef þeir þurftu að dveljast hér í borginni. Þegar áföll urðu í fjölskyldunni, voru þau hjónin fljót á , vettvang með gjafir og búin til hjálpar. Umhyggja ' þeirra fyrir böndum fjölskyldunnar lýsti sér einnig vel í jólaboðum, sem þau hcldu systkinum sínum, börnum þeirra og barnabörnum hvert ár og hafa verið fastur þáttur í jólahaldinu, þar sem ungir og gamlir hittust. Á þennan hátt endurgalt Páll þá umhyggju og hjálpsemi, sem hann naut á Selja- landi í æsku. Það er mikill missir að Páli en bjart yfir minningu hans líkt og deginum. þegar hann fæddist. Sárastur er missirinn fyrir Sólveigu og börnin. Þeim vottum við innilega samúð. Sveinbjörn Björnsson Treganum og sorginni verður ekki lýst með orðum. Hlátur hans heyrist ekki lengur, en hann ómar þó í hjörtum okkar. Hann var blíður, góður og tryggur' bróðir. Það er ekki öllum gefið að eiga Ijúfa sál og hreint hjarta. Aldrei fór hann fram á neitt í stað gerða sinna. Hann var ánægðastur með eitt þakklætisbros í staðinn. Við systkinin sem eftir erum hugsum margt núna. Allar bernsku- minningarnar að leika sér saman, gráta, hlæja, tuskast og rífast, tala saman, allt var þetta hluti af því að vera systkini, þroskast, stækka og lifa. Sorgin mun sitja lengi í hjörtum okkar við bróðurmissinn. Eilífar hugsanir hrannast upp í hugum okkar. Af hverju hann? Af hverju hann? Það eina sem við getum sætt okkur við, er að við munum hittast aftur. þó síðar verði. Við elskuðum Óskar og minning hans á ávallt fastan bústað í hjörtum okkar. Hann verður alltaf sami stóri fallegi Óskar. Við biðjum bróður okkar guðs blessunar og biðjum guð að láta engla sína standa vörð við hans næturstað. Hans systkini, Emma, Hansi, Biggi og Setta +. Föstudaginn 7. janúar 1983 fór fram útför Óskars Árna I Blomsterberg frá Dómkirkjunni, en hann Iézt með sviplegum hætti á nýársnótt sl. Óskar Árni fæddist 17. október 1954 í Reykja- vík, næstelstur fimm systkina, þeirra Emmu (f. 18.04. '50)giftriÓmariKristvinssyni. (f.09.05'50), Hans(f. 18.03/549, ókvæntur, Birgis (f.08.H"60) kvæntum Bryndísi Jónsdóttur (f.04.03'61) og Sesselju (f.29.09'63), ógiftri heimasætu. Hann var skírður í höfuðið á afa sínum. Óskari Árnasyni (f. 12.10 1894) er um nálega hálfrar aldar skeið var stýrimaður og skipstjóri á togurum, en dvelst nú á DAS í hárri elli. Foreldrar Óskars, Níels Maríus Blomsterberg, kjötiðnaðarmaður, (f. 15.01.'27) og María Þór- hildur Óskarsdóttir, (f. 18.06.'31), hafa'búið allan sinn búskap hér í Reykjavík og nálega tvo sl. áratugi að Lambastekk 2 í Breiðholti. í foreldrahúsum óx Óskar upp ásamt systkinum sínum, glöðum og kátum hópi, umvafinn umhyg- gju foreldra, svo og afa „nafna" og ömmum, Sesselju Þórðardóttur (f.11.12. 1892, d.1972) Annelise Blomsterberg (f.02.11.1906), er ósjald- an litu til með hópnum. Að loknu skyldunámi og gagnfræðanámi í Lindargötuskóla hófst leitin að lífsstarfi og framan af vann hann ýmiss konar verslunar- og skrifstofu- ,:störf hér í borg, en að fáum árum liðnum fluttist hann til Akureyrar og fékkst þar við fiskverzlun um 2ja ára skeið unz hann fluttist aftur heim til föðurhúsa til að aðstoða föður sinn við kjötiðnað- arfyrirtæki er hann þá hafði stofnað og vann hann þar æ síðan sem hægri hönd föður síns við öll störf sem leysa þurfti og gekk ötullega fram í hverju því verki sem hann tók sér fyrir hendur og þótti honum jafnan sjálfsagt að taka að sér erfiðustu 'verkefnin er að höndum bar. Hann var öllum bóngóður og var ljúft að gera mönnum greiða og þeri voru því að vonum ófáir er leituðu til hans um fyrirgreiðslu eða aðstoð í smáu og stóru. Vina-og kunningjahópurinn var því stór og í þeim hópi var hann ætíð hrókur alls fagnaðar. Fyrir rúmlega ári stofnaði hann eigið heimili að Hátúni við Rauðavatn með unnustu sinni, Þórdísi Sigfúsdóttur (f.03.06 1964), SígfúsarSveinssonar, bátasmiðs í Kópavogi og konu hans Hrafnhildar Þórarinsdóttur, ásamt lítilli 2ja ára fósturdóttur. Þórhildi Björk. Brúðkaup þeirra átti að fara fram í nóvember sl. en vegna jólanna og af ýmsum ástæðum hafði því verið frestað fram yfir áramót. Á unglingsárum sínum hafði Óskar eignast litla dóttur, Sonju Björk, með æskuvinkonu sinni, Ingunni Sigurgeirsdóttur, (f.25.12. 1957), en þótt leiðir þeirra hafi eigi legið saman var ætíð með þeim og hennar fjölskyldu mikil og góð vinátta og mjög kært með feðginunum. Óskar var alla tíð mikill náttúruunnandi og dýravinur. enda hændust að honum öll dýr og hans mesta yndi var að vera með þessum vinum sínum úti í guðs grænni náttúrunni. er hann unni svo mjög. Hann gat því aldrei unað sér við að búa neins staðar þar sem ekki voru aðstæður til að hafa dýr á heimilinu og var því alsæll að Hátúni við Rauðavatn með hesta sína. hunda og kanínur. Hann var alla jafnan glaðsinna og lífsgleðin geislaði frá honum er hann var á ferð með ferfætlingum og vinum sínum. Ef til vill var það þessi lífsgleði. hjálpsemi og starfsþáttur í allri umgengni við menn og málleysingja og allt sköpunarverk almættisins sem olli því að hann var ávallt trúr og uyggur sinni barnatrú, sem iðulega kom glögglega fram er slík mál bar á góma. Þar átti hann sína vissu von er aldrei hvikaði í neinu. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.