Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 5
Segja má að viðhorf hans til lífsins hafi á margan hátt verið líkt og fram kemur í sálminum: Lát mig starfa, lát mig vaka, lifa meðan dagur er Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöttg, Drottinn, flytja þér meðan œvin endist mér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerra tár og grœða sár, gleðja og fórna öll mín ár. Oterdahl - Margrét Jónsdóttir Systkinin hafa alia tíð verið mjög samrýmd og samheldin og átti Öskar þar sem oftar stóran hlut að máli, því hann var allra manna trygglyndastur og vinafastur með afbrigðum. Það er því foreldrum og systkinum mikið reiðarslag að spyrja óvænt og ótímabært lát hans, snemma á nýársmorgni örfáum stundum eftir að hafa öll samfagnað nýju ári í heimagarði að Lambastekk 2. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggtt augabragði afskorið verðttr fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Öll höfum við, vinir, kunningjar og ættingjar margs að sakna, er slíkur drengskaparmaður er kvaddur svo snögglega á brott mitt í blóma lífsins er ævistarfið var að hefjast og bjartar framtíðar- vonir framundan á hinu nýstofnaða heimili að Hátúni við Rauðavatn. En mestur er missir ástkærrar unnustu, er ber barn hans undir belti og litlu dætranna, sem voru honum svo kærar, að ógleymdum foreldrum og systkinum er sjá á bak góðum og hugljúfum syni og bróður. Eg og fjölskvlda mín vottum öllum hans nánustu okkar innilegustu samúð og biðum al- föður að veita þeim sinn styrk. Far þú i friði friður gttðs þig blessi: hafðtt þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með gttði guð þér nú fylgir hans dýrðar-hnoss þú Idjóta skalt. Bent Scheving Thorsteinsson + Árið er liðið. Margar góðar og yndislegar minningar að baki frá liðnu ári. Vonandi að nýja árið okkar verði jafn gott og síðastliðið ár. Svona hugsuðu margir um þessi áramót, og það gerði ég einnig. En ekki er allt eins gott og við ætlum og vonum. Símhringing snemma að morgni nýárs- morguns og mér sagðar hörmulegar fregnir. Ég íslendingaþættir kiknaði í hnjáliðunum og var sem lömuð. Hann Óskar mágur minn var dáinn fyrir stuttri stund, og það á hörmulegan hátt. Ég vonaði að mig væri að dreyma. Ekki hann Óskar. Þessi lífsglaði og góði maður, sem elskaði lífið og aldrei gerði neinum neitt, nema gott. En við mér og öllum öðrum sem honum unnu, blasti við ískaldur raunveruleikinn, óumflýjanlegur. Þetta var enginn draumur. Óskar var góður maður. Hann var ávallt boðinn og búinn til að gera allt fyrir alla og það með svo glöðu gleði, og aldrei heyrðist hann telja neitt eftir sér. Alltaf var hann kátur og hress, alltaf í góðu skapi, meinstríðinn og alltaf gat hann komið fólki til að hlæja. Hann var dýravinur mikill, átti hesta, kanínur og tíkina Pollý, sem var honum tryggur vinur. Aldrei mátti hann aumt dýr sjá, þá tók hann það í sína vörslu. Oft var sagt við hann: Óskar minn, þú hefðir átt að verða bóndi. Ekki gat hann liugsað sér að búa í stórborginni, heldur bjó hann rétt fyrir utan hana, því þar gat hann unað með dýrunum sínum. Innst inni var hann stórkostlegur bóndi. Öllum leið vel í návist hans, bæði mönnum og dýrum. Hans verður sárt saknað. Oft gerir maður sér ekki grein fyrir því, hversu gífurlega mikils virði vinir manns eru manni, fyrr en þeir eru horfnir. Maður hugsar: Þú sérð þennan vin þinn ekki meira, hann er horfinn og kemur ekki aftur, þetta kennir manni að elska þá sem eftir eru ennþá meira. Óskar var aðeins 28 ára gamall er hann kvaddi þennan heim. Hann var sonur hjónanna Maríusar Blomsterberg og Maríu Óskarsdóttur. Hann var einn fimm systkina, sem eru Emma Þórunn, Hans Pétur, Birgir Bogi og Sesselja María. Þau sjá nú á eftir yndislegum syni og bróður. í þessari grein minni get ég engan veginn lýst Óskari meira. Þeir sem voru svo heppnir að þekkja hann, vissu hvernig hann var og hvaða mann hann hafði að geyma. Ég á engin nógu falleg orð yfir það. Til þeirra sem nú syrgja horfinn vin, vil égsegja:. í bænum mínum bið ég algóðan guð að styðja ykkur og styrkja í gegnum þennan erfiða tíma. Sárin eru oft lengi að gróa; en þau gróa að lokum. Það eru fleiri en okkar fjölskylda sem á erfitt þessa dagana. Ég vil beina orðum mínum til annarrar fjölskyldu hér í bæ. Guð styrki ykkur einnig og styðji í ykkar miklu sorg. Foreldrum Óskars, systkinum, Dísu unnustu hans, Sonju litlu dóttur hans, Tótu litlu og litlu ófæddu barni hans bið ég Guðs blessunar, einnig öllum ættingjum hans og vinum. F.g get ei luigsað horfinn vin við Heljar bundinn dyr, hann lifir hvort ég hlæ eða styn, þótt hafi dáið fyr. Því elskan hefur einkarétt sem aldrei skilur hel, þau lög þá herra hefttr sett, sem heit sín efnir vel. (Matthías Jochumss.) Að lokum vil ég þakka Óskari samfylgdina og kunningsskapinn þau ár sem ég þekkti hann. Megi hann hvíla í friði. Þess óskar hans mágkona. Binna Kveðja frá dóttur Sonju Björk Blomsterberg og Ingunni Sigurgeirsdóttur. Im Memoriam Þó farinn sérl þú frá okkur og við kvaðst höfum um sinn þá einhvern tíma aftur get ég strokið þína kittn. Dóttir þín biður og óskar að komir þú til sín með henni sú von leynist að megirðu sntia við. Þó leiðir ykkar skiljist um sinn þið skuluð ei syrgja mikið því hún mun aftur finna þig því verður víst ei vikið. Þú varst tryggur vinur vina þinna góðlyndur og glaður hjartabetri mann er erfitt að finna þó víða sé leitarstaður. Þó langt sé um liðið síðan við gettgum saman gegnum þykkt og þtinnl þá mun ég geyma tninningu þína uns tíminn rennur btirl. Burt þú fórst frá þessari jörð til betri heima inuntu þar vera ttin sitin og Guð þig geyma. Við sjást tnunutn aftur einhvern tíma þó dvelji það uin stund þá veit ég það, að þú munt mín bíða það er ég viss um. Þín dóttir segir að seinna munir þú koma heim. hjá lítilli hnátu er það lítil skíma að binda von sína. Þú hjá Guði dvelur nút meðal margra vina ég aftur mun eitthvert sinn kveðja þinna dyra. Ég mun hugsa til þín vinur minn ttm ókominn tíma hvað sem skeðttr hér ttin sinn þút þarft engu að kvíða. Er ég kvaddi þig í hinsla sinrt þú lást í hvítri kistu vissi ég þú er þig augum leit að aðeins líkarna þinn ég missti. Sálin lifir áfram ein ég finn fyrir nálœgð þinni er ég sit á kvöldin ein og þungt er t sirrni. I.S. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.